30. sep. 2008 : Stöndum saman og sameinum sundraðar fjölskyldur í Kongó

Rauði krossinn hvetur alla landsmenn til þátttöku í söfnuninni Göngum til góðs sem fer fram laugardaginn 4. október.

28. sep. 2008 : Mamma lést en amman fannst

Helga Þórólfsdóttir kom í vikunni heim frá Kongó, þangað sem hún fór í tengslum við landssöfnun Rauða kross Íslands. Hún segir ferðina hafa gengið vonum framar. Grein um ferðina birtist í Morgunblaðinu í dag.

26. sep. 2008 : Afganistan: Fangar á Bagram herstöð hitta fjölskyldur sínar

Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða Rauða krossinum og Bandaríkjaher fengu fangar á Bagram herstöð í Afganistan (Bagram Theater Internment Faciilty) að hitta ættingja sína í fyrsta sinn augliti til auglits í síðustu viku.

Fangaheimsóknirnar koma í kjölfar verkefnis sem Alþjóða Rauði krossinn kom á fót í janúar 2008 og gerir föngum á Bagram herstöð kleift að tala við ástvini sína í myndsíma. Verkefnið hefur tekist mjög vel, alls hafa nærri 1500 fangar á Bagram herstöð getað talað við fjölskyldur sínar með þessum hætti á síðustu átta mánuðum. Fjölskyldur ræða við fangana í myndsíma frá höfuðstöðvum Alþjóða Rauða krossins í Kabúl.

10. sep. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn sendir neyðarbeiðni vegna fellibylja á Kúbu og Haiti

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni um fjárframlög til að styðja hjálparstarf landsfélaga Rauða krossins á Kúbu og Haiti.

8. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag

Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.

5. sep. 2008 : Náin samvinna við þorpshöfðingja við framkvæmd alnæmisverkefna í Malaví

Rauði kross Íslands hefur í mörg ár átt í samstarfi við malavíska Rauða krossinn og stutt við alnæmisverkefni í einu af héruðum Malaví.

5. sep. 2008 : Rauði krossinn leggur fram neyðarbeiðni vegna fellibylsins Gústafs

Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram neyðarbeiðni að upphæð rúmlega 130 milljóna íslenkra króna (1,7 milljóna svissnesskra franka) vegna neyðaraðstoðar í þeim löndum Karíbahafs sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum fellibylsins Gústafs.

Þúsundir sjálfboðaliða Rauða krossins vinna nú sleitulaust að því að aðstoða rúmlega 35.000 manns sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibylnum.

„Hjálparstarfið hófst áður en Gústaf kom í Karíbahafið, nú þurfum við á stuðningi að halda til að geta áfram veitt neyðaraðstoð þeim 7000 fjölskyldum sem reiða sig á hjálp okkar til að geta komið aftur undir sig fótunum," sagði Dario Alvarez, yfirmaður neyðarvarna Alþjóða Rauða krossins á hamfarasvæðinu.

4. sep. 2008 : Rauði krossinn veitir 4500 manns í Kólumbíu neyðaraðstoð

Á undanförnum vikum hafa bardagar milli stjórnarhers og uppreisnarmanna valdið íbúum héraðanna Cauca og Narino í Kólumbíu miklum erfiðleikum og þjáningu. Um 4.500 manns hafa annað hvort flúið heimili sín eða geta ekki lengur stundað búskap á jörðum sínum. Alþjóða Rauði krossinn hefur flutt 60 tonn af mat og hreinlætisvörum á átakasvæðið til að koma megi flóttafólkinu og öðrum fórnarlömbum átakanna til aðstoðar.

Í Cauca hafa rúmlega 1300 manns frá ýmsum þorpum flúið til borgarinnar Lopez de Mica. 300 manns sem enn hafast við í Cauca komast ekki út á akra sína vegna hættunnar sem stafar af bardögunum. Í Narino hafa rúmlega 1000 manns frá bæjunum Barbacoas, Satinga og Policarpa neyðst til að yfirgefa jarðir sínar og meira en 1750 af íbúum Policarpa komast ekki til vinnu sinnar og geta því ekki séð fyrir fjölskyldum sínum. Margir flóttamannanna eru konur og börn og búa við mikil þrengsli hjá heimamönnum sem komið hafa þeim til hjálpar.

3. sep. 2008 : Íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins til Pakistan

Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur heldur til Pakistan á morgun sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands.

2. sep. 2008 : Flóttamenn í Afganistan fá neyðaraðstoð frá Rauða krossinum

Alþjóða Rauði krossinn hefur aðstoðað rúmlega 2000 pakistanskar og afganskar fjölskyldum (um það bil 14000 manns) í Sheagal héraði sem tilheyrir Kunarfylki í austurhluta Afganistans, sem flúið hafa undan vopnuðum átökum  í Bajaurhéraði í Pakistan.

Flóttamennirnir fá brýnustu nauðsynjar frá Rauða krossinum svo sem matvæli, teppi, plastdúk, eldhúsáhöld og sápu. Gert er ráð fyrir því að matarpakkarnir fullnægi þörfum flóttamannanna í allt að þrjár vikur. Hægt verður að dreifa meiri hjálpargögnum eftir það ef þörf krefur.

1. sep. 2008 : Rauða kross hreyfingin samhæfir aðgerðir sínar á alþjóðafundi á Selfossi

Alþjóðlegum fundi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans lauk á Selfossi í gær.