31. okt. 2008 : Yfirmaður Alþjóða Rauða krossins fundar með Rauða krossi Íslands

Encho Gospodinov, sviðsstjóri upplýsingasviðs Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf, heimsækir Rauða kross Íslands 31. október – 2. nóvember. Gospodinov mun halda til Akureyrar á laugardag til að funda með stjórn Rauða kross Íslands.

Gospodinov mun kynna fyrir stjórninni nýja stefnuskrá Alþjóða Rauða krossins sem taka á gildi árið 2010, en öll 186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans byggja starfsemi sína á sameiginlegri stefnu sem gefin er út á tíu ára fresti.

29. okt. 2008 : Neyðaraðstoð þegar hafin í Pakistan vegna jarðskjálftanna

Hátt á annað hundrað manns fórust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir suðvestur Pakistan í dag og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Óttast er að þessar tölur eigi eftir að hækka verulega. Jarðskjálftarnir mældust á bilinu 6,2-6,4 á Richter og ollu mestri eyðileggingu í Balukistanhéraði sem liggur við landamæri Afganistans.

Viðbragðssteymi frá Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum í Pakistan voru send á vettvang þegar í morgun til að hefja neyðaraðgerðir og meta ástandið. Að sögn hjálparstarfsmanna hefur fjöldi eftirskjálfta fylgt í kjölfar stóru skjálftanna þriggja og eru íbúar mjög óttaslegnir. Flestir hafast við undir berum himni en nú er orðið mjög kalt á næturnar á þessum slóðum og vetur við það að ganga í garð.

28. okt. 2008 : Bardagar valda þjáningum meðal almennings í Kongó

Vopnin eru nú farin að tala á ný í Kongó, sem almenningur á Íslandi safnaði fyrir í Göngum til góðs nýverið.

28. okt. 2008 : Skert heilbrigðisþjónusta á Gaza stofnar sjúklingum í hættu

Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza á undanförnum vikum. Allt samstarf milli palestínskra yfirvalda í Ramallah og á Gaza hefur stöðvast. Innflutningur á mikilvægum aðföngum til sjúkrahúsa er nær enginn og hundruð mjög veikra sjúklinga á Gaza hafa ekki aðgang að lífsnauðsynlegri aðstoð.

„Þetta hefur alvarleg áhrif,” sagði Eileen Daly sem stýrir heilbrigðisaðgerðum Alþjóða Rauða krossins á Gaza. „Til dæmis hafa mörg lungnaveik börn ekki getað fengið lyf undanfarna viku. Ef þessi börn taka lyf sín ekki reglulega hrakar þeim mjög ört.”

Frá því í lok ágúst hefur staðið yfir verkfall palestínskra heilbrigðisstarfsmanna en það hefur einnig áhrif á það hvort sjúkrahús geti veitt lífsnauðsynlega þjónustu. Tíðni skurðaðgerða og innlagna hefur minnkað mjög að undanförnu.

27. okt. 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

24. okt. 2008 : Rauði kross Íslands opnar skrifstofu í Malaví

Hólmfríður Garðarsdóttir hefur opnað skrifstofu Rauða kross Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, sem er eitt þéttbýlasta land Afríku með 11 milljónir íbúa.

23. okt. 2008 : Rauði krossinn í Afríku berst við loftslagsbreytingar og efnahagskreppu

Landsfélög Rauða krossins í Afríku er í síauknum mæli farin að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga í álfunni. 

20. okt. 2008 : Mikilvægt að flytja jákvæðar fréttir um Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hvetur blaðamenn og starfsmenn mannúðarsamtaka til að birta fleiri fréttir af því sem vel gengur í Afríku.

16. okt. 2008 : Stuðningur úr óvæntri átt

Í síðustu viku sendi Emanuel Tommy, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Síerra Leóne, Rauða krossinum á Íslandi samúðar- og baráttukveðju vegna þeirra þrenginga sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum. Emanuel er ungur maður sem býr í einu fátækasta landi heims.

7. okt. 2008 : Rúmlega 200.000 manns fá neyðaraðstoð í Afganistan

Samkvæmt Alþjóða Rauða krossinum gætu hundruð þúsunda manna í norðurhluta Afganistans þurft að yfirgefa heimili sín í vetur vegna þurrka, átaka og hækkandi matvælaverðs.

1. okt. 2008 : Þúsundir pakístanskra flóttamanna þora ekki að snúa heim vegna harðnandi átaka

Vopnuð átök í ættbálkahéruðum Areas og Swat við landamærin í norðvesturhluta Pakistans fóru harðnandi í Ramadanmánuði. Í kjölfarið hefur mikill fjöldi fólks neyðst til að yfirgefa heimili sín og leita skjóls í flóttamannabúðum. Mjög brýnt er að þeim berist matur og önnur hjálpargögn og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu. Íslenskur sendifulltrúi, Áslaug Arnoldsdóttir, starfar á sjúkrahúsi Rauða krossins á staðnum.

Harðir bardagar í Bajaur héraði hafa hrakið rúmlega 200.000 manns  af heimilum sínum. „Um það bil 80% flóttafólksins eru konur og börn sem búa nú með fjölskyldum sem skotið hafa yfir það skjólshúsi eða í búðum sem settar hafa verið upp í skólum og öðrum opinberum byggingum,“ sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þetta fólk þarf á mikilli aðstoð að halda: húsaskjóli, hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og mat.“