28. nóv. 2008 : Öryggisfulltrúi á vettvangi

Karl Sæberg Júlíusson er starfsmaður Rauða kross Íslands en vinnur á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf í Sviss. Í þessari grein lýsir hann störfum sínum sem öryggisfulltrúi Alþjóðasambandsins.

10. nóv. 2008 : Endurhæfing barnahermanna í Vestur-Afríku

Rauði krossinn og Afríka 20:20 – áhugamannafélag um Afríku sunnan Sahara standa að sameiginlegum fyrirlestri um endurhæfingu barnahermanna í Vestur-Afríku miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17 á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.

Fyrirlesari er Dr. Mats Utas mannfræðingur frá Svíþjóð. Utas er virtur í sínu fagi og hefur kennt afrísk fræði við mannfræðideildir háskólanna í Stokkhólmi, Uppsölum, Líberíu og Fourah Bay háskóla í Síerra Leóne. Helstu rannsóknarefni hans lúta að málefnum barnahermanna, flóttamanna og kvenna á átakasvæðum, og hefur hann stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne og á Fílabeinsströndinni.

7. nóv. 2008 : Lífsviðurværi fátækra í Mongólíu og hvernig hægt er að hafa áhrif til úrbóta

Til þess að bæta lífsviðurværi fátækra fjölskyldna í Mongólíu hefur Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn lagt sitt af mörkum með því meðal annars að útvega þeim heimili.

5. nóv. 2008 : 37 milljónir til Kongó vegna Göngum til góðs

Rauði kross Íslands hefur sent 37 milljónir króna til leitarþjónustuverkefnis Rauða krossins í Kongó sem stuðlar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka. 

Rúmar 18 milljónir söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs sem haldin var 4. október. Í ljósi þess að aðeins safnaðist um helmingur þeirrar upphæðar sem fékkst í landssöfnuninni árið 2006 ákvað stjórn Rauða krossins að tvöfalda þá upphæð með framlagi úr neyðarsjóði félagsins til að standast væntingar Alþjóða Rauða krossins. Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Rauði krossinn mjög mikilvægt að standa við skuldbindingar sínar í alþjóðlegum verkefnum.

4. nóv. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni að upphæð sem svarar um það bil einum og hálfum milljarði íslenskra króna (níu milljónum svissneskra franka) til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálfta í suðvesturhluta Pakistans. Féð mun gera Alþjóða Rauða krossinum og pakistanska Rauða hálfmánanum kleift að auka neyðaraðstoð sína.

Jarðskjálftarnir riðu yfir landið þann 29. október og talið er að um 200 manns hafi farist á þeim svæðum í Baluchistan sem urðu verst fyrir barðinu á skjálftunum. Enn er ekki ljóst hve margir hafa slasast, en Alþjóða Rauði krossinn áætlar að jarðskjálftinn hafi valdið 20.000 til 30.000 manns tjóni.

3. nóv. 2008 : Aðstoð við nauðstadda borgar sig

Yfirmaður hjá Alþjóðasambandi Rauða kross-félaga segir það vera góða fjárfestingu að hjálpa nauðstöddum. Í hnattvæddum heimi séu þjóðir heims háðar hverri annarri og vandi eins verði fljótt vandi annars. Greinin birtist í Fréttablaðinu 03.11.2008.