23. des. 2008 : Árangursrík jafningjafræðsla ungmennahreyfingar afganska Rauða hálfmánans

Rauði hálfmáni Afgansistans hefur náð til tæplega 80 þúsund ungmenna með átaki í vitundarvakningu um alnæmi í framhaldsskólum í Kabul, Herat og Mazar-e-Sharif.

16. des. 2008 : Hjálpargögn Rauða krossins komast til Simbabve

Hlaðinn vörubíll Rauða krossins kom til Harare, höfuðborgar Simbabve, í gær. Í bílnum eru nauðsynleg gögn til að landsfélag Rauða krossins geti haldið áfram mikilvægu starfi sínu í baráttunni við kólerufaraldurinn.

Meðal annars eru í farminum fjórir kólerupakkar, en þeir duga til að meðhöndla 4800 sýkta einstaklinga. Á leiðinni eru 16 slíkir pakkar til viðbótar sem munu gera Rauða kross Simbabve kleift að meðhöndla 30 þúsund manns.

Í bílnum eru einnig pakkar með efni sem hreinsar vatn og gerir það drykkjarhæft. Efnið virkar þannig að fyrst ræðst það á allar fljótandi agnir, sekkur þeim og sótthreinsar svo vatnið. Alls hafa verið sendir 552 þúsund pakkar af efninu í hjálparstarfið í Simbabve. Hver pakki hreinsar 20 lítra af vatni og gerir því Rauða krossinum mögulegt að sjá þeim allra verst stöddu fyrir meira en 10 milljón lítrum af hreinu drykkjarvatni. Rauði krossinn hefur frá lokum október dreift vatnshreinsiefnum til íbúanna.

10. des. 2008 : Lýðveldið Kongó: Bros Charlotte

Starf Charlotte Tabaro felst í því að veita sálrænan stuðning á einni þriggja miðstöðva sem Rauði krossinn í Kongó hefur sett upp í flóttamannabúðunum í Kibati, ekki langt frá Goma.

9. des. 2008 : Barist gegn alnæmi í sveitum Malaví

Söngur ómar um sveitir Malaví þegar fulltrúar Rauða kross Íslands koma að heimsækja leikskóla, sem byggður var fyrir aðstoð frá Íslandi. Í Malaví syngja menn þegar þeir eru glaðir og þegar þeir eru sorgmæddir.

3. des. 2008 : Fulltrúi Rauða krossins viðstaddur undirskrift banns við klasasprengjum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skrifaði undir samkomulag um bann við framleiðslu og notkun klasavopna fyrir hönd Íslands í Osló í dag.

3. des. 2008 : Rauði krossinn hjálpar týndum börnum í Kongó

Tugir fjölskyldna hafa sundrast frá því að átök hófust að nýju í Lýðveldinu Kongó.  Einstök vinátta og samheldni íbúanna, ásamt stuðningi Rauða krossins gerir fólki mun auðveldara að takast á við erfiðleikana.

2. des. 2008 : Stórt skref í Ósló

Í dag verður rekið smiðshöggið á áratugalanga baráttu Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka við að gera útlæg vopn sem særa og drepa löngu eftir að átökum linnir. Þá skrifa fulltrúar ríkja heims undir samkomulag um að banna framleiðslu, geymslu og notkun klasavopna. 

2. des. 2008 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb kóleru í Simbabve

Alvarlegur kólerufaraldur geisar nú víða í Simbabve og hefur leitt hundruð manna til dauða.