21. des. 2009 : Danskar stúlkur ganga fyrir afrískar systur sínar

Fremur óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum á götum Kaupmannahafnar þegar 45 danskar skólastúlkur gengu um borgina með stóra brúsa á höfðinu fulla af vatni. 

21. des. 2009 : Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví

Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.

18. des. 2009 : Fimm ára hjálparstarfi Rauða krossins á flóðbylgjusvæðum að ljúka

Annan dag jóla minnumst við þess að þá verða fimm ár liðin frá því að hamfaraflóðbylgjan mikla reið yfir Asíulönd þann 26. desember 2004. 

17. des. 2009 : Rauði krossinn krefst verndar fyrir fórnarlömb loftslagsbreytinga

Alþjóða Rauði krossinn, stærsta mannúðarhreyfing í heimi, hvetur ráðamenn þjóðríkja til að tryggja að lokayfirlýsing loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verndi þá sem minnst mega sín. Tilraun til að stytta lokatexta lokayfirlýsingarinnar í Kaupmannahöfn stofnar þeim sem minnst mega sín í hættu.

„Félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim líta þetta mál mjög alvarlegum augum," segir Bekele Geleta framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins. „Ef ekki er tekið tillit til þeirra sem minnst mega sín í texta lokayfirlýsingarinnar, þýðir það um leið að þeir njóta ekki nauðsynlegrar verndar."

16. des. 2009 : Utanríkisráðuneytið styrkir Rauða kross verkefni á átakasvæðum

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins fyrir stríðsþjáða í Síerra Leóne, Palestínu og Afganistan um samtals 21 milljón króna.

16. des. 2009 : Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví

Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.

9. des. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Eþíópíu

Ómar Valdimarsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt í gærkvöldi til Eþíópíu þar sem hann mun starfa að upplýsingamálum vegna mikilla þurrka sem geisað hafa í landinu og valdið miklum matvælaskorti.
 
Ómar mun starfa með alþjóðlegu matsteymi Rauða krossins fram til 22. desember. Teymið metur þörf fyrir aðstoð og aflar fjár til hjálparstarfs en talið er að allt að 300.000 manns hafi orðið fyrir barðinu á alvarlegum matvælaskorti í kjölfar þurrka í fjórum til fimm héruðum í Eþíópíu.

8. des. 2009 : Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví

Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.

3. des. 2009 : Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur nýjar leiðbeiningar um meðferð alnæmis

Þann 30. nóvember gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) út nýjar leiðbeiningar um meðferð HIV-smitaðra og aðferðir til að koma fyrir smit milli móður og barns (PMTCT (Prevention of mother-to-child transmission) þann.

26. nóv. 2009 : Rauða kross hreyfingin bregst við loftslagsbreytingum, stríði og efnahagskreppunni

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem er stærsta mannúðarhreyfing í heimi, mun leggja alla sína krafta í að bregðast við þeim mikla mannúðarvanda sem steðjar að heiminum í dag. Leiðtogar Rauða krossins munu halda áfram að brýna fyrir ríkisstjórnum og ráðamönnum að það skipti mestu máli að huga að velferð þeirra sem minnst mega sín og líða mest í hörmungum hvort sem er af völdum styrjalda, náttúruhamfara eða efnahagskreppu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu fullrúaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans á fundi sem lauk í Naíróbí í gærkvöldi. Fulltrúaráðið er skipað leiðtogum Rauða kross hreyfingarinnar og kemur saman annað hvert ár. Fulltrúar rúmlega 180 landa voru á fundinum, en nú eru 150 ár liðin frá því að grunnurinn var lagður að stofnun Rauða kross hreyfingarinnar.

19. nóv. 2009 : Nýr formaður Alþjóða Rauða krossins kjörinn í Naíróbí

Tadateru Konoé, formaður Rauða krossins í Japan, var kjörinn formaður Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans á aðalfundi landsfélaga sem nú stendur yfir í Naíróbí í Kenýa. Konoé mun gegna formannsembættinu næstu fjögur ár.

Aðalfundur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er haldinn annað hvert ár og fer með æðsta ákvörðunarvald Alþjóðasambandsins. Á aðalfundinum verður einnig samþykkt ný stefna Alþjóða Rauða krossins sem mótar starf þeirra 186 landsfélaga sem eiga aðild að Alþjóðasambandinu. Rauði kross Íslands mun vinna að því á næstu misserum að endurskoða stefnu félagsins samkvæmt hinni nýju stefnu 2020.

5. nóv. 2009 : Efnahagskreppan eykur mannúðarvanda í Evrópu

Samkvæmt Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum í Evrópu og Mið-Asíu hefur því fólki fjölgað mjög mikið sem þarf á hjálp að halda vegna efnahagskreppunnar.

21. okt. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands vinnur við dreifingu hjálpargagna í hamförum

Baldur Steinn Helgason þróunar- og skipulagsfræðingur heldur á vegum Rauða kross Íslands til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fimmtudaginn 22. október en þar mun hann starfa í birgðastjórnunarstöð Alþjóða Rauða krossins í tvo mánuði.

Birgðastjórnunarstöðin í Dubai sér um að kaupa og flytja hjálpargögn á vettvang náttúruhamfara og farsótta í Afríku, Evrópu og Mið-Austurlöndum með hagkvæmum hætti og stuðlar þannig að skjótum viðbrögðum Rauða krossins við neyð. Um þessar mundir bregst Rauði krossinn meða annars við miklum hamförum í Asíu í kjölfar flóða og jarðskjálfta sem og hungursneyð í Eþíópíu og nálægum löndum og miklum flóðum í Vestur-Afríku.
 

19. okt. 2009 : Neyðarbeiðni frá Hvítarússlandi: mikil þörf fyrir ungbarnapakka

Í Hvítarússlandi er nístandi fátækt og margar fjölskyldur búa í sárri neyð. Síðsumars barst beiðni frá Rauða krossinum í Hvítarússlandi um ungbarnapakka sem sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands hafa útbúið og dreift hefur verið á svæðum þar sem þörfin er mikil.

Starfsmenn Rauða krossins í landinu segja að barnapökkunum verði dreift meðal stórra fjölskyldna, einstæðra mæðra og á stofnunum fyrir munaðarlaus og fötluð börn. Áhersla verður lögð á að ná til fólks sem býr í sveitum landsins, oft við afar kröpp kjör.

13. okt. 2009 : Neyðargögnum dreift með flugi á Súmötru og mikil þörf fyrir meiri aðstoð á Filippseyjum

Á næstu dögum verður mikið magn hjálpargagna sent með flugi til  þeirra sem lifðu af jarðskjálftana i vesturhluta Súmötru. Fyrsta flugvélin tók á loft í gær 12. október frá Kuala Lumpur og lenti í Padang klukkutíma seinna með 40 tonn af tjöldum, segldúkum, teppum og öðrum hjálpargögnum innanborðs. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins á Indónesíu sáu um að afferma vélina.

Aukin neyðaraðstoð á Indónesíu

Alþjóða Rauði krossinn (IFRC) leggur nú áherslu á að auka neyðaraðstoð sína á Indónesíu. Meðal annars eru notaðar þyrlur til að koma byggingarefnum og matvælum til fjölskyldna sem hafa einangrast í afskektum þorpum eftir að aurskriður féllu á vegi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá um að dreifa hjálpargögnunum til nauðstaddra á hverjum stað. Undanfarna viku hefur Rauði krossinn á Indónesíu notað þyrlur til að koma hjúkrunarteymum félagsins á þessa afskekktu staði, en það hefur verið eina leiðin til að koma lífsnauðsynlegri læknishjálp til fórnarlamba hamfaranna.

13. okt. 2009 : Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi –vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki

Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.

Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.

6. okt. 2009 : Mynd-samband milli Guantanamo fanga og fjölskyldna þeirra

Þökk sé framtaki sem Alþjóða Rauði krossinn setti á fót ásamt bandaríska hernum að fangar í Guantanamó fangabúðum bandaríska sjóhersins geta nú haldið fjarfundi við fjölskyldur sínar í gegnum mynd-tengingu. 

60 fangar skráðu sig fyrir fjarfundi þegar þessu var hrint í framkvæmd þann 17. september sl. Lengd hvers símtals er einn klukkutími og er takmarkað við nánustu fjölskyldu og ættingja. Fangarnir og ástvinir þeirra geta séð hvort annað á skjá á meðan á símtalinu stendur.  Umræðurnar eru takmarkaðar við fjölskyldu- og persónuleg mál, og eru undir eftirliti stjórnar fangabúðanna.

30. sep. 2009 : Umfangsmikið hjálparstarf Rauða krossins vegna flóða í Asíu og á Kyrrahafseyjum

Rauði kross Íslands tekur á móti framlögum til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálfta og flóðbylgju á Kyrrahafseyjum, og fellibyls og flóða á Filipseyjum. Hundruð manna hafa látið lífið á þessum svæðum undanfarna daga og tugir þúsunda eiga um sárt að binda.

Jarðskjálfti sem mældist 8 á Richter reið yfir Samóaeyjar í Kyrrahafinu í gærkvöldi og fylgdi mikil flóðbylgja í kjölfarið. Yfir 100 létust í hamförunum, bæði á Samóaeyjum og nágrannaeyjunni Tonga og fjölda er enn saknað. Hundruð manna hafa misst heimili sín vegna jarðskjálfta og flóða. Þetta er mikið áfall á þessum eyjum þar sem innan við 300.000 íbúar búa.

30. sep. 2009 : 1,8 milljónir manna þurfa á brýnni aðstoð að halda vegna fellibylsins Ketsana

Laugardaginn 26. september olli Fellibylurinn Ketsana mestu flóðum í miðborg Manila í meira en 40 ár. Önnur svæði í norðurhluta Filippseyja urðu einnig fyrir miklu tjóni  og að minnsta kosti 240 manns hafa látið lífið. 1,8 milljónir hafa orðið fyrir tjóni vegna hamfaranna. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Filippseyjum vinna sleitulaust að björgunar- og leitarstörfum. Þeir útvega jafnframt húsaskjól, heitar máltíðir og teppi fyrir þá sem hafa hrakist af heimilum sínum.

Í dag hélt fellibyrlurinn áfram í vesturátt og kom á land í Víetnam þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins höfðu þegar varað íbúa við fárviðrinu og aðstoðað við að flytja rúmlega 160.000 manns af hættusvæðum. Miklar rigningar hafa verið í Víetnam á undan fellibylnum og að minnsta kosti 18 manns hafa drukknað. Þúsundir heimila hafa orðið fyrir skemmdum.

30. sep. 2009 : Rauði kross Íslands safnar fyrir Kyrrahafseyjar - íslenskur sendifulltrúi á staðnum

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum.  Þá dragast 1.500 kr. frá næsta símreikningi.

Að sögn Helgu Báru Bragadóttur sendifulltrúa Rauða kross Íslands á Fiji munaði miklu á Samoa um starf 135 sjálfboðaliða Rauða krossins sem þustu á strandsvæði til að láta vita af yfirvofandi flóðbylgju.  

Á Samóa hefur Rauði krossinn komið upp fimm tjaldbúðum fyrir fólk sem komst lífs af úr flóðbylgjunni, sem reið yfir eyjarnar eftir að snarpur jarðskjálfti var neðansjávar. Sjálfboðaliðar eru þessa stundina að dreifa plastdúkum, drykkjarvatni og sjúkragögnum meðal 10 – 15 þúsund manna sem urðu að flýja heimili sín.

 

29. sep. 2009 : Skjót viðbrögð Alþjóða Rauða krossins vegna mengaðs vatns í Kandahar

Viðvörunarbjöllur fóru í gang þegar í fjöldi manna lést í borginni Kandahar og um eitt hundrað sýktust af alvarlegum niðurgangi í síðasta mánuði. Á einum degi voru um 40 sjúklingar fluttir á Mirwais sjúkrahúsið til meðferðar. 18 manns hafa látist, mest börn, frá því sýkingarinnar varð fyrst vart. Líkleg ástæða sýkingarinnar er mengaður vatnsveituskurður sem þorpsbúar nota bæði til að ná sér í drykkjarvatn og til þvotta.

Á sjúkrahúsinu starfar Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Hlutverk hans felst í því að endurnýja raflagnir í byggingum sjúkrahússins á vegum Alþjóða Rauða krossins.

16. sep. 2009 : Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir alþjóðlegt teymi Rauða krossins í Kákasus

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður leiðir á næstu dögum alþjóðlegt teymi Rauða krossins sem kannar viðbúnað vegna hamfara í Kákasuslöndunum þremur, Georgíu, Armeníu og Aserbaídsjan. Þórunn verður fulltrúi Rauða kross Íslands í teyminu.

Jarðskjálftar eru algengir í þessum löndum, auk þess sem flóð, aurskriður og ýmsar veðurtengdar hamfarir eru þar tíðar. Tvær og hálf milljón manna búa á skjálftasvæðum í Kákasusfjöllum. Að minnsta kosti 25 þúsund manns létu lífið í jarðskjálfta í Armeníu árið 1988. Í þessum mánuði eyðilagði jarðskjálfti í Georgíu 1.400 hús með þeim afleiðingum að nú hafast fleiri en þúsund fjölskyldur við í tjöldum.

11. sep. 2009 : Íslenskir sérfræðingar þjálfa sjúkraflutningamenn í Palestínu

Tólf palestínskir sjúkraflutningamenn hafa nú lokið námskeiði í endurlífgunaraðferðum sem haldið var á vegum Rauða kross Íslands í höfuðborginn Ramallah á Vesturbakkanum. Seinna námskeiðið hefst á morgun og þar munu 13 sjúkraflutningamenn Rauða hálfmánans í Palestínu til viðbótar hljóta sömu þjálfun.

Námskeiðin eru eitt af þeim verkefnum sem Rauði kross Íslands stendur fyrir til aðstoðar palestínska Rauða hálfmánanum. Hildigunnur Svavarsdóttir skólastjóri Sjúkraflutningaskólans fer fyrir hópnum. Auk hennar eru tveir læknar, þeir Felix Valsson og Freddy Lippert, sem er frá Danmörku, og tveir sjúkraflutningamenn, þeir Lárus Petersen og Stefnir Snorrason sem sinna kennslunni. Um er að ræða tvö 20 tíma námskeið sem eru samkvæmt stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins.

10. sep. 2009 : Tombóluframlag íslenskra barna til hjálpar börnum í Malaví

Tombólubörn Rauða krossins geta verið stolt af starfi sínu á árinu 2008. Börnin söfnuðu um  600.000 krónum til hjálpar börnum í forskólum í Chiradzulu og Mwanza héraði í suður-Malaví. Þar hefur Rauði kross Íslands stutt við alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins undanfarin ár. Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi starfar í Malaví.

Í Chiradzulu héraði eru þrír forskólar sem njóta stuðnings Rauða krossins. Það var einlæg ósk umönnunaraðila í skólunum að fá fleiri útileiktæki fyrir börnin. Var því ákveðið að hluti af framlagi tombólubarna yrði varið til kaupa á rólum, vegasalti, hringekju og rennibraut.

Í Mwanza héraði styður malavíski Rauði krossinn fjóra forskóla. Umönnunaraðilar þar og sjálfboðaliðar Rauða krossins óskuðu einnig eftir að nýta framlag tombólubarna á Íslandi til að kaupa timbur í vegasölt og rennibrautir, reipi í rólur, stóla, hillur og efni til að búa til tuskudúkkur fyrir börnin. Öll eru leiktækin framleidd í héruðunum.

8. sep. 2009 : Starfsfólk Alþjóða Rauða krossins á Mirwais sjúkrahúsinu verður vitni að ólýsanlegum þjáningum

Blaðamaðurinn Nima Elbagir heimsótti í sumar Mirwais sjúkrahúsið í borginni Kandahar í suðausturhluta Afganistan og sagði frá því sem hann varð vitni að er hann fylgdist með störfum sendifulltrúa Alþjóða Rauða krossins.

31. ágú. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands metur neyðarástand í Sýrlandi

Kristjón Þorkelsson sérfræðingur í vatns- og hreinlætismálum fór til Sýrlands á laugardaginn til að meta alvarlegt ástand vegna þurrka í Sýrlandi og finna leiðir til úrbóta. Eftir það mun Alþjóða Rauði krossinn ákveða hvort gefið verði út alþjóðlegt neyðarkall. Talin er hætta á alvarlegum skorti á drykkjarvatni á næstu vikum og rafmagnsleysi verði ekki breyting á ástandinu.

Langvarandi þurrkar í austurhluta Sýrlands hafa hrakið fólk úr sveitum í útjaðra borga og bæja þar sem ekki eru skilyrði til búsetu. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á allkonar smitsjúkdómum þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant og skortur er á drykkjarvatni. Þúsundir manna hafa nú hrakist frá heimilum sínum en 1,3 milljónir manna eru mjög illa staddir vegna skorts á vatni.

27. ágú. 2009 : Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í árás í Kandahar

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í sprengjuárás sem gerð var á borgina Kandahar í Afganistan í fyrrakvöld.  

24. ágú. 2009 : „Nú er komið að góðu fréttunum“

Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn kalla eftir jákvæðum fréttum um Afríku

12. ágú. 2009 : Ormur í drykkjarvatni

Dagur í eþíópsku fangelsi er ein birtingarmynd Genfarsamninganna, sem hafa verndað fórnarlömb átaka í 60 ár

12. ágú. 2009 : Genfarsamningarnir 60 ára

Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti.

11. ágú. 2009 : Uppbygging sjúkrahúss í Afganistan

Frá því í lok júní á þessu ári hefur Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands starfað á vegum Alþjóða Rauða krossins við að endurnýja raflagnir í Mirwais sjúkrahúsinu í Kandahar í suðausturhluta Afganistans.

Sjúkrahúsið er aðalverkefni Alþjóða Rauða krossins í Kandahar
„Megnið af starfsemi Alþjóða Rauða krossins í Kandahar  tengist Mirwais sjúkrahúsinu með einhverjum hætti. Þetta er mjög stór spítali, sem byggt var af Kínverjum upp úr 1970 á sjö hektara lóð. Alls eru þar 400 sjúkrarúm, en fjölgar síðar í 550 rúm. Spítalinn þjónar um það bil 3,5 milljónum manna, aðallega héruðunum Kandahar og Helmand,“ segir Magnús, en hlutverk hans við enduruppbyggingu sjúkrahússins felst meðal annars í því að fara yfir teikningar, bjóða verk út til verktaka og hafa eftirlit með þeim. Gert er ráð fyrir því að verkefni Magnúsar taki um það bil 6 mánuði.
 

11. ágú. 2009 : Rauði krossinn reisir fangaklefa á Lækjartorgi til að vekja athygli á óhugnaði stríðsátaka

Rauða kross hreyfingin fagnar því á morgun, 12. ágúst, að þá verða liðin 60 ár frá gerð Genfarsamninganna, sem hafa það markmið að draga úr óhugnaði stríðsátaka. Genfarsamningarnir eru grundvöllur alþjóðlegra mannúðarlaga.

Rauði kross Íslands ætlar að minna á mikilvægi samninganna með viðburði á Lækjartorgi í Reykjavík í hádeginu á miðvikudag. Sjálfboðaliðar og stuðningsmenn Rauða krossins eru hvattir til að mæta á Lækjartorg milli klukkan 12 og 14.

10. ágú. 2009 : Gerðist sjálfboðaliði eftir að hafa lifað af flóðbylgjuna

Þegar flóðbylgjan skall á ströndinni var Cut Resmi að gróðursetja blóm í litla garðinum sínum í Banda Aceh. Vatnsflaumurinn tók annað af börnum hennar og lagði heimili fjölskyldunnar í rúst. Eftir sátu Cut og eiginmaður hennar allslaus og heltekin af sorg.

Rúmlega fjögur ár eru nú liðin síðan flóðbylgjan í Indlandshafi skall á. Snerti hún líf milljóna manna sem misstu eigur sína og þúsundir létust.

„Ég gafst upp og hélt að ég hefði misst heimili mitt fyrir fullt og allt,“ segir Cut. „Það eina sem gaf mér styrk var sonur minn, því að hann var ennþá mjög ungur og þurfti á miklum stuðningi að halda.“

29. júl. 2009 : Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu

Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.

27. júl. 2009 : Sífelld flóð í Mongólíu hamla hjálparstarfi

Þann 17 júlí áttu sér stað alvarleg flóð í og í kringum Ulanbataar í Mongóliu. Vitað er um að minnsta kosti 24 dauðsföll sem er há tala miðað við heildarfólksfjölda.

21. júl. 2009 : Íslenskur sendifulltrúi þjálfar starfsfólk á sjúkrahúsi í Írak

Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað í Írak undanfarinn aldarfjórðung þrátt fyrir þau átök sem ríkt hafa í landinu og tekur virkan þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í landinu.

17. júl. 2009 : Rauði krossinn í Indónesíu sendir sjúkrabíla til Jakarta

Rauði krossinn í Indónesíu sendi í dag út sjö sjúkrabíla ásamt 42 sjálfboðaliðum og bráðatæknum til að aðstoða fórnarlömb sprenginga á tveimur stórum hótelum í Jakarta. Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar létust 8 manns í sprengingunum en 50 særðust. Sjálfboðaliðarnir veittu skyndihjálp og aðra mannúðaraðstoð á báðum stöðum og á sjúkrahúsum þangað sem særðir hafa verið fluttir.

„Sjúkraflutningateymi Rauða krossins hafa flutt særða frá JW Marriot hótelinu á sjúkrahús.  Önnur teymi leita að fjölskyldum fórnarlamba svo að hægt sé að upplýsa þær um afdrif þeirra," segir Rukman, yfirmaður á sviði neyðarvarna innan Rauða krossins í Indónesíu.

15. júl. 2009 : Íslenskur sendifulltrúi stjórnar matvæladreifingum í Simbabve

Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands var ráðin yfirmaður matvæladreifinga i Simbabve í september á síðasta ári, en áætluðum dreifingum lýkur í september á þessu ári. Verkefnið er stærsta verkefni Alþjóða Rauða krossins og kostar í heild um það bil 32 milljónir Bandaríkjadala.

14. júl. 2009 : Rauði krossinn byggir upp bráðaþjónustu í Nígeríu

Sendifulltrúi Rauða kross Íslands á leið til Abuja.
Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður býr yfir dýrmætri þekkingu á sviði bráðaþjónustu

10. júl. 2009 : Alþjóða Rauði krossinn dregur úr starfsemi á Srí Lanka

Eftir áratuga ófrið er nú lokið vopnuðum átökum milli stjórnarhers Srí Lanka og frelsishreyfingar Tamíl tigranna (LTTE). Í kjölfar friðarins hefur ríkisstjórn Srí Lanka beðið Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) að draga úr starfsemi sinni í landinu.

Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað á Srí Lanka frá árinu 1989. Hlutverk hans í landinu hefur þróast á undanförnum árum í samræmi við breyttar þarfir á sviði mannúðarmála. Alþjóða Rauði krossinn hóf mannúðarstarf sitt á seinnihluta níunda áratugarins í kjölfar uppreisnar í suðurhluta landsins. Seinna, eftir að átökin milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíl tigranna ágerðust, jók Alþjóða Rauði krossinn starfsemi sína á svæðinu mjög mikið.

8. júl. 2009 : Upplýst og undirbúin

Í dag var formlega opnuð samevrópsk vefsíða um almannavarnir, www.informedprepared.eu.  Evrópusambandsskrifstofa Rauða krossins hefur umsjón með verkefninu, með stuðningi Evrópusambandsins og ýmissa stofnana og samtaka. Meðal þeirra eru Rauði kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Á vefsíðunni má finna fjölbreyttan fróðleik um náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Almenningur getur nálgast upplýsingar um það hvernig hægt er að undirbúa sig og hvernig rétt sé að bregðast við á neyðartímum. Þá má finna ýmsa leiki og efni fyrir börn.

4. júl. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Afganistans

  • Boðaður með tveggja vikna fyrirvara til uppbyggingarstarfa á sjúkrahúsi
  • Magnús Gíslason heldur í þriðja sinn til Afganistans með hugvitið að vopni

Magnús Hartmann Gíslason, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýfarinn til borgarinnar Kandahar í suðurausturhluta Afganistans. Þar mun magnús, sem er rafmagnsverkfræðingur, starfa ásamt tuttugu manna teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins, við að endurnýja raflagnir í stóru sjúkrahúsi. Magnús mætir þó ekki með neinn tækjabúnað heldur aðeins hugvitið.

3. júl. 2009 : Aðstöðumunur ríkra og fátækra landa í baráttunni við farsóttir

Alþjóða Rauði krossinn (IFRC) hefur sent frá sér nýja skýrslu  sem nefnist „The Epidemic Divide“ og þýða mætti lauslega sem „Faraldursgjáin“. Í skýrslunni er fjallað um þá erfiðleika sem farsóttir valda í þróunarlöndum. Byggt er á nýjum tölum sem Alþjóða Rauði krossinn birtir nú í fyrsta sinn.

14 milljónir deyja árlega vegna smitsjúkdóma
Smitsjúkdómar valda nærri því 14 milljónum dauðsfalla á hverju ári um allan heim. Dánartölur eru hins vegar ekki það eina sem skiptir máli og þær geta jafnvel verið misvísandi. Jafnvel þó að sjúkdómar sem ekki berast með smiti séu í dag valdir að flestum dauðsföllum í heiminum, þá sýnir þessi skýrsla að smitsjúkdómar hafa mest áhrif á líf almennings í vanþróuðum og fátækum samfélögum. Þetta eykur enn þann ójöfnuð sem ríkir milli þróunarlanda og auðugra þjóða.

2. júl. 2009 : Krakkar frá URKÍ tóku þátt í ungmennamóti í Solferino á Ítalíu

Ungmenni frá 150 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans komu saman í Solferino á Ítalíu í síðustu viku til að ræða hvernig bregðast skuli við þeim alvarlega mannúðarvanda sem ríkir um allan heim, oft atburðum sem  hafa engu minni þjáningar í för með sér heldur en orrustan um Solferino (Heljarslóðarorrusta). Á grunni hugleiðinga sinna settu ungmennin saman “Solferino yfirlýsinguna,” alþjóðlegt kall til aðgerða, sem þeir munu opinberlega kynna alþjóðasamfélaginu, það er að segja yfirvöldum í Sviss og Genf, fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, ríkja og alþjóðlegrar hreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands sendi fimm fulltrúa til Solferino, þau Ara Hjálmarsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Ágústu Ósk Aronsdóttur, Katrínu Björg Stefánsdóttur og Pálínu Björk Matthíasdóttur. Þátttakendurnir frá Íslandi tóku daglega þátt í mismunandi vinnustofum en viðfangsefni þeirra tengdust þeim málefnum sem koma ungu fólki innan Rauða Krossins við.

29. jún. 2009 : Gaza: Ein og hálf milljón manna í greipum örvæntingar

Sex mánuðir eru nú liðnir frá því að hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna á Gasa lauk. Enn ríkir þó mjög alvarlegt ástand meðal almennings á svæðinu. Óbreyttir borgarar sjá ekki fram á geta komið lífi sínu í eðlilegt horf að nýju og fyllast æ meiri örvæntingu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem  Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) sendi frá sér í dag. Ný skýrsla frá Alþjóða Rauða krossinum um ástandið á Gasa sýnir að íbúar eiga æ erfiðara með að sjá fyrir sér. Um leið fá alvarlega veikir sjúklingar ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Skýrslan sýnir einnig að þúsundir Gasabúa sem misstu heimili sín og eignir fyrir hálfu ári hafa enn ekki fengið þak yfir höfuðið.

24. jún. 2009 : Í fótspor Henry Dunant

Í dag eru nákvæmlega 150 ár liðin frá því að orrusta við Solferino á Norður Ítalíu leiddi af sér hugmynd sem hefur síðan breytt heiminum. Svisslendingurinn Henry Dunant varð vitni að miklum hörmungum á völlunum við Solferino en jafnframt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi íbúa í nærliggjandi bæjum sem hlúðu að hermönnum án tillits til þjóðernis þeirra.

Við heimkomuna lagði Dunant til að stofnuð yrðu hlutlaus sjálfboðaliðafélög sem myndu aðstoða þolendur vopnaðra átaka án tillits til þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða trúarbragða. Þessi félög starfa í dag í 186 löndum og mynda með sér Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, stærstu mannúðarhreyfingu veraldar.

23. jún. 2009 : Pálína Ásgeirsdóttir hlaut fálkaorðuna fyrir hjálparstörf

Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og einn allra reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands var sæmd fálkaorðunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.  Hartnær 25 ár eru síðan Pálína hóf störf með Rauða krossinum og er hún vel að þessum heiðri komin.

“Ég lít á þennan heiður ekki síður sem viðurkenningu fyrir hjúkrunarstéttina og hjálparstarf almennt,” sagði Pálína Ásgeirsdóttir að þessu tilefni.

Fyrsta starf Pálínu á vettvangi hjálparstarfa var við neyðaraðstoð í Eþíópíu árið 1985, en þangað hélt hún á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar vegna mikillar hungursneyðar sem þar geisaði.  Árið 1986 varð hún sendifulltrúi Rauða kross Íslands við skurðspítala Alþjóða Rauða krossins á Tælandi.

Pálína hefur síðan þá starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn og hefur gríðarlega reynslu af störfum á átakasvæðum bæði sem hjúkrunarfræðingur og sem stjórnandi aðgerða.  Hún hefur meðal annars unnið í Sómalíu, í Afganistan, Pakistan og Kenýa vegna borgarstríðs í Súdan.  Pálína starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins við friðargæslustörf á hersjúkrahúsi NATO í Bosníu árið 1999.  Þá vann hún sem fulltrúi Alþjóða Rauða krossins að uppbyggingu nýs Rauða kross landsfélags í Austur Tímor.

19. jún. 2009 : Alþjóða Rauði krossinn reiðubúinn að bregðast við inflúensu A (H1N1)

Frá því að inflúensu A (H1N1) varð fyrst vart  hefur Alþjóða Rauði krossinn lagt mikla áherslu á styðja aukinn viðbúnað landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans við faraldrinum. Um leið hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) nú tilkynnt að inflúensan sé komin á 6. stig, en með því telst hún vera orðin að heimsfaraldri, þeim fyrsta í  40 ár.

„Virkja þarf landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim þannig að þau séu tilbúin að bregðast við hamförunum og sinna stoðhlutverki sínu í samvinnu við stjórnvöld," segir Dominique Praplan, yfirmaður heilbrigðis og umönnunar hjá Alþjóða Rauða krossinum.

Frá því að veiran fannst fyrst í Mexíkó í apríl hafa Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn unnið mikið forvarnar- og undirbúningsstarf. Þar á meðal má nefna ráðgjöf til stjórnvalda og stofnana Sameinuðu þjóðanna á sviði neyðarviðbragða, samhæfingu samstarfsaðila úr hópi frjálsra félagasamtaka, fræðslu til almennings og sjúkraflutninga.

Í neyðarbeiðni frá 30. apríl óskaði Alþjóða Rauði krossinn eftir fjárframlögum til verkefnisins sem svara um bil 600 milljónum íslenskra króna (5 milljónir svissneskra franka). Búist er við að tilkynning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að faraldurinn hafi náð 6. stigi veki athygli á mikilvægi þessa starfs.

9. jún. 2009 : NATO leggur hvítum bílum

Herir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hættu að nota hvítmálaða bíla frá og með síðustu mánaðamótum, eftir mikinn þrýsting frá hjálparstarfsmönnum í landinu. Rauði krossinn hefur lengi bent á hættuna af því fyrir sjálfstæða og óháða aðstoð á vígvellinum að starfsfólk á vegum herja aki um á hvítmáluðum ökutækjum, sem hefð er fyrir að hjálparstofnanir noti.

Ákvörðun NATO ber að fagna. Með henni hefur fengist viðurkennt mikilvægi þess að skýr greinarmunur sé gerður milli þeirra sem tilheyra aðilum að átökum og hinna, sem veita aðstoð á grundvelli þarfar, algjörlega óháð átakalínum.

5. jún. 2009 : Unnið að útrýmingu lömunarveiki í Afríku

Rauði kross Íslands mun veita 5 milljónum króna í bólusetningarherferð gegn lömunarveiki sem nú stendur yfir í 14 Afríkulöndum. Herferðin sem hófst í mars stendur yfir í 5 mánuði og er ætlunin að ná til 80 milljón barna undir 5 ára aldri. Framlag Rauða kross Íslands mun renna til verkefna í Tógó og Gana, en bólusetning þar hófst nú í byrjun júní.

„Lömunarveiki var mikið skaðræði hér á landi fyrir nokkrum áratugum og gæti hæglega blossað upp aftur, hér og um allan heim, ef ekkert er að gert þar sem hún geysar núna. Það er allt of mikið í húfi þegar hægt er að koma í veg fyrir smit með jafn einfaldri bólusetningu og raun ber vitni þar sem bóluefni er dreypt á tungu barnanna," segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands.

4. jún. 2009 : Rauði kross Íslands og utanríkisráðuneyti styrkja hjálparstarf á Srí Lanka

Rauði kross Íslands veitti í dag fimm milljónir króna til hjálparstarfs meðal flóttamanna á Sri Lanka, sem nú hafast við í flóttamannabúðum við afar slæman kost. Féð bætist við fimm milljónir króna sem utanríkisráðuneytið hafði þegar ákveðið að veita í gegnum Rauða krossinn. Framlagið frá Íslandi nemur því tíu milljónum króna.

Framlagið rennur óskipt til hjálparstarfsins á norðurhluta eyjarinnar. Þar ríkir nú gríðarleg neyð meðal almennra borgara sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna vopnaðra átaka á svæðinu, sem nú eru yfirstaðin. Nístandi þörf er fyrir matvæli, vatn og læknishjálp í yfirfullum flóttamannabúðum.

2. jún. 2009 : Fólkið sem flýr heimkynni sín

Samanburður á afgreiðslu Íslendinga og Norðmanna á hælisumsóknum leiðir í ljós að frændur okkar veita mun fleiri stöðu flóttamanna. Zoë Robert heimsótti hælisleitendamiðstöðina í Þrándheimi. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

2. jún. 2009 : Nær hundrað þúsund manns hafa sýkst af kóleru í Simbabve

Enn verður ekki séð fyrir endann á kólerufaraldrinum sem geisað hefur í Simbabve á undanförnum misserum. Vitað er um 98.308 sýkingar um land allt og 4.283 manns eru taldir hafa látið lífið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu á vegum Alþjóða Rauða krossins og Rauða krossins í Simbabve. Þar er varað við því að enn stafi mikil hætta af faraldrinum þó að dregið hafi úr tíðni sýkinga á undanförnum mánuðum. Talið er að fjöldi greindra tilfella eigi eftir að fara yfir 100.000.

Innviðir samfélagsins illa farnir
„Alvarlegasta ástæða faraldursins er sú að helstu stoðir samfélagsins eru nær algerlega fallnar. Vatnsveitur, hreinlætisaðstaða almennings og heilbrigðiskerfi landsins eru meira og minna ónýt. Það er ennþá skortur á drykkjarhæfu vatni og hreinlæti er mjög ábótavant. Það er ennþá mikil mannekla í heilbrigðiskerfinu og skortur á sjúkragögnum," segir Marianna Csillag, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Simbabve. Marianna er hjúkrunarfræðingur og var send til Simbabve í janúar til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldursins. Þar hefur hún meðal annars starfað með neyðarteymi finnska Rauða krossins.

28. maí 2009 : Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví

Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð vegna alnæmisverkefnis í Nkalo í Chiradzulu héraði í suðurhluta landsins.

26. maí 2009 : Rauði krossinn leggur aukna áherslu á alþjóðlegt málsvarastarf

Alþjóða Rauði krossinn hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á málsvarastarf í þágu nauðstaddra og stefnt er að því að það verði æ stærri hluti af starfinu.

19. maí 2009 : Verkefni til að bæta matvælaöryggi í Malaví

Rauði kross Íslands hefur um nokkurra ára skeið stutt alnæmisverkefni malavíska Rauða krossins í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví.

18. maí 2009 : Endurbyggingarstarf Rauða krossins vegna jarðskjálftans í Abruzzo héraði á Ítalíu

Enn er ekki lokið starfi ítalska Rauða krossins vegna jarðskjálftans 6. apríl í Abruzzo héraði á Ítalíu. Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig á Richterskvarða og varð 298 manns að bana. Um það bil 1.000 manns særðust og 28.000 misstu heimili sín. Mikið enduruppbyggingarstarf fer nú í hönd og þar leikur landsfélagið mikilvægt hlutverk. Um það bil 750 sjálfboðaliðar frá flestum deildum Ítalíu hafa unnið á vöktum við hjálparstörf í Abruzzo frá því að jarðskjálftinn átti sér stað. Gert er ráð fyrir því að 2.500 sjálfboðaliðar og starfsmenn til viðbótar taki þátt í uppbyggingarstarfinu á næstu mánuðum. 

12. maí 2009 : Einstakur árangur í baráttunni við malaríu í Sambíu

Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hefur dauðsföllum af völdum malaríu fækkað um 66% í Sambíu.

11. maí 2009 : Alþjóða Rauða krossinn flytur særða og dreifir matvælum í Sri Lanka

Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins fluttu um 500 veika og særða burt af átakasvæðum í norðusturhluta Sri Lanka nú um helgina. Ferja sem Alþjóða Rauði krossinn hefur tekið á leigu, Green Ocean I,  flutti einnig nauðþurftir frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þessum hjálpargögnum verður dreift meðal þeirra þúsunda óbreyttra borgara sem hafa lokast af niður við ströndina vegna átakanna.

„Miklir bardagar standa ennþá nálægt heilsugæslustöð í Mullavaikkal, en það stofnar lífi sjúklinga, hjúkrunarfólks, lækna og starfsmanna Rauða krossins í mikla hættu," sagði Jacques de Maio, yfirmaður aðgerða Rauða krossins fyrir suðurhluta Asíu. „Þetta hindrar flutninga á særðum, óbreyttum borgurum og fjölskyldum þeirra."

8. maí 2009 : Gerum veröldina betri á 150 ára afmæli Rauðakrosshreyfingarinnar

Rauði kross Íslands tekur þátt í alheimsáskorun Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem nefnist Veröldin okkar. Þú átt leik (www.ourworld-yourmove.org). Átakinu er hrint úr vör í dag 8. maí á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Því er ætlað að beina athyglinni að fórnarlömbum hamfara og styrjalda og fá fólk um allan heim til að leggja sitt af mörkum til að aðstoða þá sem eru í nauðum staddir og gera veröldina að betri stað.

Í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá stofnun Rauða krossins hefur þessi stærsta mannúðarhreyfing í heimi helgað árið 2009 baráttunni fyrir að gera veröldina betri. Með verkefnum sínum heimafyrir og á alþjóðavettvangi vinnur Rauði kross Íslands að því ásamt 186 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim að reyna að milda afleiðingar loftslagsbreytinga, bæta heilsu, að draga úr ógnum styrjalda og afleiðingum efnahagsþrenginga.

6. maí 2009 : Íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins á leið til Íraks

Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Íraks þann 7. maí á vegum Rauða kross Íslands til að starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn. Valgerður verður staðsett í borginni Najaf, sem er um 160 km suður af Bagdad. 

Valgerður mun vinna við sjúkrahúsið í borginni, einkum við þjálfun innlendra heilbrigðisstarfsmanna og við eflingu bráðaþjónustu þar. Valgerður hefur tvisvar áður unnið sem sendifulltrúi fyrir Rauða kross Íslands - í bæði skiptin í Pakistan: árið 1996 í borginni Quetta og svo í Kasmírhéraði árið 2005 vegna jarðskjálfta sem grönduðu um 80.000 manns.

4. maí 2009 : 90 ára afmæli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans

Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans var stofnað í París í Frakklandi þann 5. mai 1919. Í dag starfa 186 landsfélög og næstum því 100 milljónir sjálfboðaliða innan Alþjóðasambandsins, sem gerir það að stærstu mannúðarhreyfingu veraldar.
 
Alþjóðasambandið hefur skipulagt sérstök hátíðarhöld í Elysée höllinni í París til að minnast þessara tímamóta. Þar verður kynnt svonefnd Parísaryfirlýsing (Paris Declaration) en í henni er fjallað um þann vanda sem mest herjar á mannkynið í dag. Í skjalinu er lögð áhersla á fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn hamförum og skaðlegum áhrifum þeirra. Bent er á mikilvægi þess að draga úr þörfinni fyrir neyðarviðbrögð með neyðarvörnum.

4. maí 2009 : Mexíkóski Rauði krossinn í fremstu víglínu

Sjúkraflutningadeild mexíkóska Rauða krossins hefur það hlutverk að tryggja sjúklingum aðhlynningu áður en þeir komast á sjúkrahús og flytja þá þangað sem þeir geta fengið sérfræðiaðstoð. Þessi deild verður í lykilhlutverki ef inflúensa A (H1N1) breiðist enn meira út á meðal íbúa.

Deildin starfar undir kjörorðinu „tími er gull", það er að segja sá tími sem menn hafa til að veita þeim skyndihjálp sem eru í lífshættu. „Þetta er mjög erfitt hér í Mexíkó-borg, sem er stærsta borg heims. Til að bregðast við erfiðleikum á sviði samgangna og flutninga leggjum við höfuðáherslu á að þjálfa áfram þá 12.000 sjálfboðaliða sem við höfum yfir að ráða. Það er líka mikilvægt er að vernda sjálfboðaliða, starfsfólk og almenning með því að tryggja notkun hlífðarfatnaðar og að hreinlætisreglum sé fylgt, þar á meðal sótthreinsun sjúkrabíla," segir Roberto Chávez Manjarrez, yfirmaður sjúkraflutningadeildar.

4. maí 2009 : Tveir íslenskir sendifulltrúar taka þátt í hjálparstarfi vegna flóða í Namibíu

Rúmlega hálf milljón manns í Namibíu og Angóla hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna mestu flóða sem orðið hafa í Sambesí fljóti í fjörutíu ár. Þúsundir hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og hafast nú við í búðum þar sem mikil hætta er á sjúkdómum. Sex vikur eru liðnar frá því að flóðin hófust og um það bil 54.000 manns bíða þess enn að geta snúið aftur heim til sín.

Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossi Íslands, þau Baldur Steinn Helgason og Huld Ingimarsdóttir, taka þátt í hjálparstarfinu. Þau hafa umsjón með flutningi á bílum og neyðargögnum frá Harare til neyðaraðstoðarteymis breska Rauða krossins í Caprivi-héraði í Namibíu. Hjálpargögnin eru ætluð um 12,000 fórnarlömbum flóðanna í fimm búðum.

22. apr. 2009 : Mestu flóð í sunnanverðri Afríku í 50 ár

Frá því í febrúar 2009 hefur úrkoma verið langt yfir meðallagi í sunnanverðri Afríku. Namibía og Angóla hafa þurft að þola mestu flóð í 50 ár. Í Angóla og Namibíu hefur yfir hálf milljón manna orðið fyrir skakkaföllum vegna flóðanna, um hundrað og tuttugu manns látið lífið og þúsundir fjölskyldna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Til að styðja flóðaaðgerð Rauða krossins mun íslenskur sendifulltrúi, Baldur Steinn Helgason starfa í tvo mánuði á svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í sunnanverðri Afríku og stjórna þar innkaupum og flutningum neyðarbirgða vegna flóðaaðgerða á svæðinu. Að auki er hluti starfsins fólginn í því að bæta vinnuferli í birgðastjórnun og innkaupum hjá Rauða krossinum í sunnanverðri Afríku.

10. apr. 2009 : Fatapakkar frá sjálfboðaliðum Rauða kross Íslands til Malaví

Rauði kross Íslands sendi gám með notuðum fatnaði og vörum sem skortur var á til malavíska Rauða krossins í nóvember 2008.

8. apr. 2009 : Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök” skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.

7. apr. 2009 : Ítalski Rauði krossinn vinnur sleitulaust að rústabjörgun og neyðaraðstoð vegna jarðskjálftans

Klukkan 3:30 þann 6. apríl varð öflugur jarðskjálfti í borginni L'Aquila í miðhluta Ítalíu, 120 km norðaustan við Róm. Skjálftinn mældist 6,3 stig á Richter samkvæmt upplýsingum frá ítalska Rauða krossinum. Tala látinna er komin yfir 200 og 1500 eru slasaðir í L'Aquila og nálægum þorpum. 70 manns hafa enn ekki fundist. Þessar tölur gætu enn átt eftir að hækka. Tugir þúsunda hafa misst heimili sín, en í borginni búa alls um 70.000 manns.

Björgunarsveitir frá ítalska Rauða krossinum voru komnar til L'Aquila innan klukkustundar frá því að jarðskjálftinn reið yfir. Leitað var í rústum alla nóttina með ljóskösturum og sífellt kemur meira hjálparlið og búnaður á jarðskjálftasvæðið. Þeir sem misst hafa heimili sín fá teppi, mat og önnur nauðsynleg hjálpargögn.

6. apr. 2009 : Rauði krossinn hjálpar nauðstöddum börnum í Mósambík

Þegar Sergio Macuculi var lítill drengur bjó fjölskylda hans við sárustu örbirgð. Foreldrar hans áttu hvorki fyrir skólagjöldum eða mat handa fjórum sonum sínum. Loks ákvað móðir Sergios að fara með hann á Centro de Boa Esperanca, athvarf fyrir nauðstödd börn sem rekið er í samstarfi við Rauða krossinn í Mósambík.

Sergio var sex ára gamall þegar móðir hans kom með hann í athvarfið. Í dag, þrettán árum síðar er þessi hávaxni og hrausti ungi maður ákaflega ánægður að hún skyldi hafa tekið þessa ákvörðun.

„Fjölskylda mín átti við mikla erfiðleika að stríða þegar ég kom hingað fyrst og Centro de Boa Esperanca breytti lífi mínu sannarlega til hins betra. Hér hef ég lært að velja hið góða fram yfir hið illa og gera mér bjartar framtíðarvonir “, sagði Macuculi brosandi.

1. apr. 2009 : Sinnti hjálparstarfi í Pakistan í skugga átaka

Áslaug Arnoldsdóttir hefur starfað fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið og er hjálparstarf órjúfanlegur hluti af lífi hennar. Síðastliðið haust lá leið hennar til Pakistan þar sem hún aðstoðaði flóttamenn. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.

9. mar. 2009 : Búfénaði á láglendi Eþíópíu fækkar verulega vegna loftslagsbreytinga

Bændur í sunnanverðri Eþíópíu hafa misst stóran hluta búfjár síns á síðustu tuttugu árum. Samkvæmt skýrslu eþíópískra og hollenskra fræðimanna sem birt var nýlega má rekja mikla fækkun dýranna til áhrifa loftslagsbreytinga og þá sérstaklega til mikilla þurrka í landinu.

Í skýrslunni kemur fram að hver bóndi í Borena í Oromiayahéraði á nú 3 uxa í stað 10 áður, 7 kýr í stað 35 og 6 geitur í stað 33 fyrir tveimur áratugum síðan. Þessi þróun hefur geigvænleg áhrif á samfélagið sem er háð dýrunum um tekjur og matarbjörg. Skýrsluhöfundar segja að vegna áhrifa loftslagsbreytinga hafi fátækt aukist í sunnanverðri Eþíópíu og að fólk eigi nú í meiri erfiðleikum með að afla sér fæðu.

3. mar. 2009 : Kópavogsdeildin er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi Rauða krossins

Markmið deildarinnar er að taka þátt í alþjóðlegri neyðaraðstoð á vegum Rauða kross Íslands og vera virkur þátttakandi í alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einn liður í þessu starfi er verkefnið Föt sem framlag en vel yfir 50 sjálfboðaliðar störfuðu við það árið 2008 eins og kemur fram í ársskýrslu deildarinnar sem var kynnt á aðalfundi í síðustu viku. Sjálfboðaliðarnir útbúa fatapakka fyrir börn í neyð og eru þeir sendir til Malaví í Afríku. Alls sendu þeir frá sér 640 pakka og yfir 100 teppi á síðasta ári. Þá lögðu gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, verkefninu lið með handavinnu sem fer fram í athvarfinu. Konur á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð lögðu einnig sitt af mörkum með því að afhenda deildinni teppi og aðrar prjónavörur.

26. feb. 2009 : Myndbönd um alnæmisveiruna í Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hefur látið framleiða tvö myndbönd um alæmisveiruna. Önnur myndin er um sjóð sem heitir eftir sjálfboðaliðanum Masambó en hin um fullorðið fólk með alnæmi.

19. feb. 2009 : Við hættum ekki að hjálpa

Störf íslenskra sendifulltrúa Rauða krossins um þessar mundir endurspegla á vissan hátt stöðu mannúðarmála í heiminum.

13. feb. 2009 : Kólerufaraldurinn blossar upp meðan neyðarsjóðir þverra -Hildur Magnúsdóttir er hreykin af því að vera hjúkrunarfræðingur í Simbabve

Kóleran í Simbabve er hvergi nærri á undanhaldi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar nú að yfir 100.000 manns muni veikjast áður en að tilfellum fari að fækka og að kóleran muni geysa að minnsta kosti í þrjá mánuði í viðbót.

10. feb. 2009 : Um fimm þúsund manns fá aðstoð í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í Ástralíu

Rauði kross Íslands hefur sent samúðarskeyti til ástralska Rauða krossins vegna þeirra gríðarlegu náttúruhamfara sem nú geisa í Suður-Ástralíu.

2. feb. 2009 : Alþjóða Rauði krossinn flytur særða og sjúka frá Vannihéraði á Norður Sri Lanka

Alþjóða Rauði krossinn flutti á fimmtudaginn 226 sjúka og særða frá Vannihéraði á Norður-Sri Lanka en þar berjast stjórnarherinn og skæruliðar Tamiltígra.

27. jan. 2009 : Ómetanlegt starf fer fram á kólerumiðstöðvum Rauða krossins í Simbabve

Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq vinna sem sendifulltrúar Rauða krossins í Zimbabwe þar sem þær taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu.

26. jan. 2009 : Rauða krossinn skortir fjármagn til að bregðast við skæðum kólerufaraldri í Simbabve

Alþjóða Rauði krossinn og Rauði krossinn í Simbabve óttast að ekki takist að afla nægilegs fjár til að áfram verði hægt að hjálpa kólerusmituðum og hefta megi frekari útbreiðslu faraldursins í landinu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa í neyðarteymum Rauða krossins í Simbabve til að vinna gegn kólerufaraldrinum, hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillag. Þá stýrir Huld Ingimarssdóttir samhæfingu matvæladreifingar Alþjóða Rauða krossins í landinu.

Rauði krossinn hefur sérstaklega áhyggjur af fjárskorti þar sem faraldurinn magnast dag frá degi samkvæmt nýútgefinni skýrslu heilbrigðisráðuneytis Simbabve og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

16. jan. 2009 : Rauði krossinn fordæmir árásir sem ógna lífi óbreyttra borgara í Gaza

Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi.

„Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust t illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands.

15. jan. 2009 : FomaðurAlþjóða Rauða krossins krefst þess að óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn njóti frekari verndar

Jakob Kellenberger formaður Alþjóða Rauða krossins hvetur stríðandi fylkingar í Gasa til að hlífa almenningi við átökunum og tryggja öryggi hjálparstarfsmanna.

14. jan. 2009 : Átökin á Gasa: Sameiginleg yfirlýsing Rauða kross hreyfingarinnar

Alþjóða Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af átökunum á Gasaströndinni og af hörmulegum afleiðingum þeirra fyrir íbúa svæðisins.

13. jan. 2009 : Tveir sendifulltrúar Rauða krossins í neyðarteymum vegna kóleru í Simbabve

Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins.

Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember og hafa um 600 látist, en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum. Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe.

9. jan. 2009 : Rauði krossinn segir hersveitir Ísraels brotlegar við alþjóða mannúðarlög

Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að sjúkrabílar Rauða hálfmánans í Palestínu fái óskertan aðgang að átakasvæðum í Gaza svo hægt sé að bjarga eins mörgum mannlífum og mögulegt er.
 
Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að Ísraelsher hefði brotið gegn alþjóðlegum mannúðarlögum þegar hjálparstarfsmönnum var meinað að vitja særðra borgara í Zaytun hverfi Gazaborgar.  Fjórir dagar liðu þar til starfsmenn Rauða hálfmánans og  Rauða krossins komust til að sinna særðu fólki og ungum börnum eftir árás hersveita Ísraela á hverfið.  

8. jan. 2009 : Tíu milljónir í neyðaraðstoð á Gazasvæðinu

Rauði kross Íslands sendi í dag 10 milljónir króna til neyðaraðstoðar Alþjóða Rauða krossins á Gazasvæðinu.  Rúmar sex milljónir eru framlag frá ríkisstjórn Íslands en tæpar fjórar milljónir úr hjálparsjóði Rauða krossins. 

 
Forgangsverkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu er að aðstoða sjúkrahús á Gazasvæðinu og sjá þeim fyrir nauðsynlegum birgðum af lyfjum, blóði og skurðaáhöldum.  Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands á átakasvæðum, hefur yfirumsjón með heilbrigðisverkefni Rauða krossins í Gaza og á Vesturbakkanum