27. jan. 2009 : Ómetanlegt starf fer fram á kólerumiðstöðvum Rauða krossins í Simbabve

Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq vinna sem sendifulltrúar Rauða krossins í Zimbabwe þar sem þær taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu.

26. jan. 2009 : Rauða krossinn skortir fjármagn til að bregðast við skæðum kólerufaraldri í Simbabve

Alþjóða Rauði krossinn og Rauði krossinn í Simbabve óttast að ekki takist að afla nægilegs fjár til að áfram verði hægt að hjálpa kólerusmituðum og hefta megi frekari útbreiðslu faraldursins í landinu.

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa í neyðarteymum Rauða krossins í Simbabve til að vinna gegn kólerufaraldrinum, hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillag. Þá stýrir Huld Ingimarssdóttir samhæfingu matvæladreifingar Alþjóða Rauða krossins í landinu.

Rauði krossinn hefur sérstaklega áhyggjur af fjárskorti þar sem faraldurinn magnast dag frá degi samkvæmt nýútgefinni skýrslu heilbrigðisráðuneytis Simbabve og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

16. jan. 2009 : Rauði krossinn fordæmir árásir sem ógna lífi óbreyttra borgara í Gaza

Rauði kross Íslands fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús Rauða hálfmánans í Gaza í gær sem og ítrekuðum árásum á óbreytta borgara og segir þær stríða gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öllum siðrænum gildum í mannlegu samfélagi.

„Byggingar Rauða hálfmánans skemmdust t illa í árásunum. Þetta gerir starfmönnum og sjálfboðaliðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans enn erfiðara fyrir að halda úti lífsnauðsynlegu hjálparstarfi," segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands.

15. jan. 2009 : FomaðurAlþjóða Rauða krossins krefst þess að óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn njóti frekari verndar

Jakob Kellenberger formaður Alþjóða Rauða krossins hvetur stríðandi fylkingar í Gasa til að hlífa almenningi við átökunum og tryggja öryggi hjálparstarfsmanna.

14. jan. 2009 : Átökin á Gasa: Sameiginleg yfirlýsing Rauða kross hreyfingarinnar

Alþjóða Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af átökunum á Gasaströndinni og af hörmulegum afleiðingum þeirra fyrir íbúa svæðisins.

13. jan. 2009 : Tveir sendifulltrúar Rauða krossins í neyðarteymum vegna kóleru í Simbabve

Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins.

Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember og hafa um 600 látist, en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum. Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe.

9. jan. 2009 : Rauði krossinn segir hersveitir Ísraels brotlegar við alþjóða mannúðarlög

Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að sjúkrabílar Rauða hálfmánans í Palestínu fái óskertan aðgang að átakasvæðum í Gaza svo hægt sé að bjarga eins mörgum mannlífum og mögulegt er.
 
Rauði krossinn lýsti því yfir í gær að Ísraelsher hefði brotið gegn alþjóðlegum mannúðarlögum þegar hjálparstarfsmönnum var meinað að vitja særðra borgara í Zaytun hverfi Gazaborgar.  Fjórir dagar liðu þar til starfsmenn Rauða hálfmánans og  Rauða krossins komust til að sinna særðu fólki og ungum börnum eftir árás hersveita Ísraela á hverfið.  

8. jan. 2009 : Tíu milljónir í neyðaraðstoð á Gazasvæðinu

Rauði kross Íslands sendi í dag 10 milljónir króna til neyðaraðstoðar Alþjóða Rauða krossins á Gazasvæðinu.  Rúmar sex milljónir eru framlag frá ríkisstjórn Íslands en tæpar fjórar milljónir úr hjálparsjóði Rauða krossins. 

 
Forgangsverkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu er að aðstoða sjúkrahús á Gazasvæðinu og sjá þeim fyrir nauðsynlegum birgðum af lyfjum, blóði og skurðaáhöldum.  Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands á átakasvæðum, hefur yfirumsjón með heilbrigðisverkefni Rauða krossins í Gaza og á Vesturbakkanum