26. feb. 2009 : Myndbönd um alnæmisveiruna í Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hefur látið framleiða tvö myndbönd um alæmisveiruna. Önnur myndin er um sjóð sem heitir eftir sjálfboðaliðanum Masambó en hin um fullorðið fólk með alnæmi.

19. feb. 2009 : Við hættum ekki að hjálpa

Störf íslenskra sendifulltrúa Rauða krossins um þessar mundir endurspegla á vissan hátt stöðu mannúðarmála í heiminum.

13. feb. 2009 : Kólerufaraldurinn blossar upp meðan neyðarsjóðir þverra -Hildur Magnúsdóttir er hreykin af því að vera hjúkrunarfræðingur í Simbabve

Kóleran í Simbabve er hvergi nærri á undanhaldi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar nú að yfir 100.000 manns muni veikjast áður en að tilfellum fari að fækka og að kóleran muni geysa að minnsta kosti í þrjá mánuði í viðbót.

10. feb. 2009 : Um fimm þúsund manns fá aðstoð í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í Ástralíu

Rauði kross Íslands hefur sent samúðarskeyti til ástralska Rauða krossins vegna þeirra gríðarlegu náttúruhamfara sem nú geisa í Suður-Ástralíu.

2. feb. 2009 : Alþjóða Rauði krossinn flytur særða og sjúka frá Vannihéraði á Norður Sri Lanka

Alþjóða Rauði krossinn flutti á fimmtudaginn 226 sjúka og særða frá Vannihéraði á Norður-Sri Lanka en þar berjast stjórnarherinn og skæruliðar Tamiltígra.