29. júl. 2009 : Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu

Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.

27. júl. 2009 : Sífelld flóð í Mongólíu hamla hjálparstarfi

Þann 17 júlí áttu sér stað alvarleg flóð í og í kringum Ulanbataar í Mongóliu. Vitað er um að minnsta kosti 24 dauðsföll sem er há tala miðað við heildarfólksfjölda.

21. júl. 2009 : Íslenskur sendifulltrúi þjálfar starfsfólk á sjúkrahúsi í Írak

Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað í Írak undanfarinn aldarfjórðung þrátt fyrir þau átök sem ríkt hafa í landinu og tekur virkan þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í landinu.

17. júl. 2009 : Rauði krossinn í Indónesíu sendir sjúkrabíla til Jakarta

Rauði krossinn í Indónesíu sendi í dag út sjö sjúkrabíla ásamt 42 sjálfboðaliðum og bráðatæknum til að aðstoða fórnarlömb sprenginga á tveimur stórum hótelum í Jakarta. Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar létust 8 manns í sprengingunum en 50 særðust. Sjálfboðaliðarnir veittu skyndihjálp og aðra mannúðaraðstoð á báðum stöðum og á sjúkrahúsum þangað sem særðir hafa verið fluttir.

„Sjúkraflutningateymi Rauða krossins hafa flutt særða frá JW Marriot hótelinu á sjúkrahús.  Önnur teymi leita að fjölskyldum fórnarlamba svo að hægt sé að upplýsa þær um afdrif þeirra," segir Rukman, yfirmaður á sviði neyðarvarna innan Rauða krossins í Indónesíu.

15. júl. 2009 : Íslenskur sendifulltrúi stjórnar matvæladreifingum í Simbabve

Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands var ráðin yfirmaður matvæladreifinga i Simbabve í september á síðasta ári, en áætluðum dreifingum lýkur í september á þessu ári. Verkefnið er stærsta verkefni Alþjóða Rauða krossins og kostar í heild um það bil 32 milljónir Bandaríkjadala.

14. júl. 2009 : Rauði krossinn byggir upp bráðaþjónustu í Nígeríu

Sendifulltrúi Rauða kross Íslands á leið til Abuja.
Höskuldur Friðriksson sjúkraflutningamaður býr yfir dýrmætri þekkingu á sviði bráðaþjónustu

10. júl. 2009 : Alþjóða Rauði krossinn dregur úr starfsemi á Srí Lanka

Eftir áratuga ófrið er nú lokið vopnuðum átökum milli stjórnarhers Srí Lanka og frelsishreyfingar Tamíl tigranna (LTTE). Í kjölfar friðarins hefur ríkisstjórn Srí Lanka beðið Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) að draga úr starfsemi sinni í landinu.

Alþjóða Rauði krossinn hefur starfað á Srí Lanka frá árinu 1989. Hlutverk hans í landinu hefur þróast á undanförnum árum í samræmi við breyttar þarfir á sviði mannúðarmála. Alþjóða Rauði krossinn hóf mannúðarstarf sitt á seinnihluta níunda áratugarins í kjölfar uppreisnar í suðurhluta landsins. Seinna, eftir að átökin milli stjórnarhers Srí Lanka og Tamíl tigranna ágerðust, jók Alþjóða Rauði krossinn starfsemi sína á svæðinu mjög mikið.

8. júl. 2009 : Upplýst og undirbúin

Í dag var formlega opnuð samevrópsk vefsíða um almannavarnir, www.informedprepared.eu.  Evrópusambandsskrifstofa Rauða krossins hefur umsjón með verkefninu, með stuðningi Evrópusambandsins og ýmissa stofnana og samtaka. Meðal þeirra eru Rauði kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Á vefsíðunni má finna fjölbreyttan fróðleik um náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Almenningur getur nálgast upplýsingar um það hvernig hægt er að undirbúa sig og hvernig rétt sé að bregðast við á neyðartímum. Þá má finna ýmsa leiki og efni fyrir börn.

4. júl. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Afganistans

  • Boðaður með tveggja vikna fyrirvara til uppbyggingarstarfa á sjúkrahúsi
  • Magnús Gíslason heldur í þriðja sinn til Afganistans með hugvitið að vopni

Magnús Hartmann Gíslason, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er nýfarinn til borgarinnar Kandahar í suðurausturhluta Afganistans. Þar mun magnús, sem er rafmagnsverkfræðingur, starfa ásamt tuttugu manna teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins, við að endurnýja raflagnir í stóru sjúkrahúsi. Magnús mætir þó ekki með neinn tækjabúnað heldur aðeins hugvitið.

3. júl. 2009 : Aðstöðumunur ríkra og fátækra landa í baráttunni við farsóttir

Alþjóða Rauði krossinn (IFRC) hefur sent frá sér nýja skýrslu  sem nefnist „The Epidemic Divide“ og þýða mætti lauslega sem „Faraldursgjáin“. Í skýrslunni er fjallað um þá erfiðleika sem farsóttir valda í þróunarlöndum. Byggt er á nýjum tölum sem Alþjóða Rauði krossinn birtir nú í fyrsta sinn.

14 milljónir deyja árlega vegna smitsjúkdóma
Smitsjúkdómar valda nærri því 14 milljónum dauðsfalla á hverju ári um allan heim. Dánartölur eru hins vegar ekki það eina sem skiptir máli og þær geta jafnvel verið misvísandi. Jafnvel þó að sjúkdómar sem ekki berast með smiti séu í dag valdir að flestum dauðsföllum í heiminum, þá sýnir þessi skýrsla að smitsjúkdómar hafa mest áhrif á líf almennings í vanþróuðum og fátækum samfélögum. Þetta eykur enn þann ójöfnuð sem ríkir milli þróunarlanda og auðugra þjóða.

2. júl. 2009 : Krakkar frá URKÍ tóku þátt í ungmennamóti í Solferino á Ítalíu

Ungmenni frá 150 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans komu saman í Solferino á Ítalíu í síðustu viku til að ræða hvernig bregðast skuli við þeim alvarlega mannúðarvanda sem ríkir um allan heim, oft atburðum sem  hafa engu minni þjáningar í för með sér heldur en orrustan um Solferino (Heljarslóðarorrusta). Á grunni hugleiðinga sinna settu ungmennin saman “Solferino yfirlýsinguna,” alþjóðlegt kall til aðgerða, sem þeir munu opinberlega kynna alþjóðasamfélaginu, það er að segja yfirvöldum í Sviss og Genf, fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, ríkja og alþjóðlegrar hreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands sendi fimm fulltrúa til Solferino, þau Ara Hjálmarsson, Arnar Benjamín Kristjánsson, Ágústu Ósk Aronsdóttur, Katrínu Björg Stefánsdóttur og Pálínu Björk Matthíasdóttur. Þátttakendurnir frá Íslandi tóku daglega þátt í mismunandi vinnustofum en viðfangsefni þeirra tengdust þeim málefnum sem koma ungu fólki innan Rauða Krossins við.