31. ágú. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands metur neyðarástand í Sýrlandi

Kristjón Þorkelsson sérfræðingur í vatns- og hreinlætismálum fór til Sýrlands á laugardaginn til að meta alvarlegt ástand vegna þurrka í Sýrlandi og finna leiðir til úrbóta. Eftir það mun Alþjóða Rauði krossinn ákveða hvort gefið verði út alþjóðlegt neyðarkall. Talin er hætta á alvarlegum skorti á drykkjarvatni á næstu vikum og rafmagnsleysi verði ekki breyting á ástandinu.

Langvarandi þurrkar í austurhluta Sýrlands hafa hrakið fólk úr sveitum í útjaðra borga og bæja þar sem ekki eru skilyrði til búsetu. Við slíkar aðstæður er mikil hætta á allkonar smitsjúkdómum þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant og skortur er á drykkjarvatni. Þúsundir manna hafa nú hrakist frá heimilum sínum en 1,3 milljónir manna eru mjög illa staddir vegna skorts á vatni.

27. ágú. 2009 : Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í árás í Kandahar

Starfsmaður Alþjóða Rauða krossins fórst í sprengjuárás sem gerð var á borgina Kandahar í Afganistan í fyrrakvöld.  

24. ágú. 2009 : „Nú er komið að góðu fréttunum“

Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn kalla eftir jákvæðum fréttum um Afríku

12. ágú. 2009 : Ormur í drykkjarvatni

Dagur í eþíópsku fangelsi er ein birtingarmynd Genfarsamninganna, sem hafa verndað fórnarlömb átaka í 60 ár

12. ágú. 2009 : Genfarsamningarnir 60 ára

Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti.

11. ágú. 2009 : Uppbygging sjúkrahúss í Afganistan

Frá því í lok júní á þessu ári hefur Magnús H. Gíslason verkfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands starfað á vegum Alþjóða Rauða krossins við að endurnýja raflagnir í Mirwais sjúkrahúsinu í Kandahar í suðausturhluta Afganistans.

Sjúkrahúsið er aðalverkefni Alþjóða Rauða krossins í Kandahar
„Megnið af starfsemi Alþjóða Rauða krossins í Kandahar  tengist Mirwais sjúkrahúsinu með einhverjum hætti. Þetta er mjög stór spítali, sem byggt var af Kínverjum upp úr 1970 á sjö hektara lóð. Alls eru þar 400 sjúkrarúm, en fjölgar síðar í 550 rúm. Spítalinn þjónar um það bil 3,5 milljónum manna, aðallega héruðunum Kandahar og Helmand,“ segir Magnús, en hlutverk hans við enduruppbyggingu sjúkrahússins felst meðal annars í því að fara yfir teikningar, bjóða verk út til verktaka og hafa eftirlit með þeim. Gert er ráð fyrir því að verkefni Magnúsar taki um það bil 6 mánuði.
 

11. ágú. 2009 : Rauði krossinn reisir fangaklefa á Lækjartorgi til að vekja athygli á óhugnaði stríðsátaka

Rauða kross hreyfingin fagnar því á morgun, 12. ágúst, að þá verða liðin 60 ár frá gerð Genfarsamninganna, sem hafa það markmið að draga úr óhugnaði stríðsátaka. Genfarsamningarnir eru grundvöllur alþjóðlegra mannúðarlaga.

Rauði kross Íslands ætlar að minna á mikilvægi samninganna með viðburði á Lækjartorgi í Reykjavík í hádeginu á miðvikudag. Sjálfboðaliðar og stuðningsmenn Rauða krossins eru hvattir til að mæta á Lækjartorg milli klukkan 12 og 14.

10. ágú. 2009 : Gerðist sjálfboðaliði eftir að hafa lifað af flóðbylgjuna

Þegar flóðbylgjan skall á ströndinni var Cut Resmi að gróðursetja blóm í litla garðinum sínum í Banda Aceh. Vatnsflaumurinn tók annað af börnum hennar og lagði heimili fjölskyldunnar í rúst. Eftir sátu Cut og eiginmaður hennar allslaus og heltekin af sorg.

Rúmlega fjögur ár eru nú liðin síðan flóðbylgjan í Indlandshafi skall á. Snerti hún líf milljóna manna sem misstu eigur sína og þúsundir létust.

„Ég gafst upp og hélt að ég hefði misst heimili mitt fyrir fullt og allt,“ segir Cut. „Það eina sem gaf mér styrk var sonur minn, því að hann var ennþá mjög ungur og þurfti á miklum stuðningi að halda.“