21. des. 2009 : Danskar stúlkur ganga fyrir afrískar systur sínar

Fremur óvenjuleg sjón blasti við vegfarendum á götum Kaupmannahafnar þegar 45 danskar skólastúlkur gengu um borgina með stóra brúsa á höfðinu fulla af vatni. 

21. des. 2009 : Rauði krossinn styður jafningjafræðslu í Malaví

Hluti af alnæmisverkefni Rauða krossins í Malaví felst í jafningjafræðslu um alnæmi og smitleiðir þess.

18. des. 2009 : Fimm ára hjálparstarfi Rauða krossins á flóðbylgjusvæðum að ljúka

Annan dag jóla minnumst við þess að þá verða fimm ár liðin frá því að hamfaraflóðbylgjan mikla reið yfir Asíulönd þann 26. desember 2004. 

17. des. 2009 : Rauði krossinn krefst verndar fyrir fórnarlömb loftslagsbreytinga

Alþjóða Rauði krossinn, stærsta mannúðarhreyfing í heimi, hvetur ráðamenn þjóðríkja til að tryggja að lokayfirlýsing loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verndi þá sem minnst mega sín. Tilraun til að stytta lokatexta lokayfirlýsingarinnar í Kaupmannahöfn stofnar þeim sem minnst mega sín í hættu.

„Félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim líta þetta mál mjög alvarlegum augum," segir Bekele Geleta framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins. „Ef ekki er tekið tillit til þeirra sem minnst mega sín í texta lokayfirlýsingarinnar, þýðir það um leið að þeir njóta ekki nauðsynlegrar verndar."

16. des. 2009 : Utanríkisráðuneytið styrkir Rauða kross verkefni á átakasvæðum

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins fyrir stríðsþjáða í Síerra Leóne, Palestínu og Afganistan um samtals 21 milljón króna.

16. des. 2009 : Rauði kross Íslands styrkir nemendur til framhaldsnáms í Malaví

Rauði kross Íslands styður rúmlega 200 grunnskólabörn til mennta í Chiradzulu héraði í suðurhluta Malaví. Félagið styður einnig tvö ungmenni til náms við Náttúru- og auðlindaframhaldsskólann í Lilongve.

9. des. 2009 : Sendifulltrúi Rauða kross Íslands til Eþíópíu

Ómar Valdimarsson sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt í gærkvöldi til Eþíópíu þar sem hann mun starfa að upplýsingamálum vegna mikilla þurrka sem geisað hafa í landinu og valdið miklum matvælaskorti.
 
Ómar mun starfa með alþjóðlegu matsteymi Rauða krossins fram til 22. desember. Teymið metur þörf fyrir aðstoð og aflar fjár til hjálparstarfs en talið er að allt að 300.000 manns hafi orðið fyrir barðinu á alvarlegum matvælaskorti í kjölfar þurrka í fjórum til fimm héruðum í Eþíópíu.

8. des. 2009 : Stuðningur Rauða kross Íslands við munaðarlaus og önnur bágstödd börn í Malaví

Alnæmi et eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum í suðurhluta Afríku, og frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands veitt Rauða krossinum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð til að takast á við erfiðleikana.

3. des. 2009 : Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur nýjar leiðbeiningar um meðferð alnæmis

Þann 30. nóvember gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) út nýjar leiðbeiningar um meðferð HIV-smitaðra og aðferðir til að koma fyrir smit milli móður og barns (PMTCT (Prevention of mother-to-child transmission) þann.