21. des. 2010 : Mannvinir Rauða krossins

Mannvinir Rauða krossins, styrktarfélagar til margra ára, styrkja langtímaverkefni félagsins á alþjóða vettvangi í þágu einstaklinga sem búa við miklar þrengingar. Þeir gera Rauða krossinum kleift að vinna að mikilvægu og árangursríku hjálparstarfi.

Fjárstuðningur Mannvina Rauða krossins renna til verkefna í Malaví, Síerra Leone og Palestínu.

17. des. 2010 : „Starfið í Pakistan var áhugavert og árangursríkt"

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur kom heim frá Pakistan 15. desember en hún fór til Larkana í Sindh héraði í byrjun nóvember. Verkefni Lilju í Larkana var að taka þátt í hjálparstarfi fjölþjóðlegs teymis undir stjórn norska Rauða krossins sem hófst í lok ágúst í kjölfar flóðanna í Indus. 

„Við fórum sex daga vikunnar með færanlega sjúkrastöð í héruðin í kring, til Shikarpur, Shadad Kot og Larkana. Þar störfuðu tveir til þrír læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og tíu pakistanskir starfsmenn frá Rauða hálfmánanum við móttöku, greiningu og meðhöndlun sjúkra á svæðinu. Hlutverk mitt í teyminu var að stjórna uppsetningu stöðvarinnar og skipuleggja starfið á hverjum stað, sinna almennum hjúkrunarstörfum, t.d. sáraskiptingum og lyfjagjöfum, velja úr veikustu sjúklingana, sem fengu læknisviðtal, og meðhöndla einfaldari vandamál við innganginn,“ segir Lilja eftir heimkomuna.

15. des. 2010 : Börn og unglingar úr Gufunesbæ afhenda ágóða af jólamarkaði

Börn og unglingar í frístundaheimilum, frístundaklúbbi og félagsmiðstöðvum afhentu fulltrúum Rauða krossins ágóða af jólamarkaði sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæinn 2. desember s.l. Seld voru jólakort, jólasmákökur, brjóstsykur, fímó-skart, perlumyndir og margt fleira sem börn og unglingar höfðu útbúið í sameiningu.

Í Geiralundi við Gufunesbæinn var hægt að gæða sér á kakói, sykurpúðum og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hlöðuna og í Geiralund þennan dag og lagði um leið góðu málefni lið en alls söfnuðust rúmar 75 þúsund krónur sem renna til styrktar barnaheimilum í Malaví.

14. des. 2010 : Norræn Rauða kross félög skora á ríkisstjórnir sínar að leiða bann við kjarnavopnum

Landsfélög Rauða krossins á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð afhentu í gær forsætisráðherrum landa sinna áskorun um að beita sér í sameiginlegu átaki fyrir því að kjarnavopnum verði útrýmt í heiminum í samræmi við mannúðarhlutverk Rauða krossins og grundvallarmarkmið alþjóðlegra mannúðarlaga. Skorað er á ríkisstjórnir Norðurlandanna að leiða ferli um undirritun alþjóðasamnings sem feli í sér bann við notkun, þróun, birgðasöfnun og flutningi á kjarnavopnum.

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri gengu á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær og afhentu henni sameiginlega yfirlýsingu norrænu Rauða kross félaganna.

9. des. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða vegna fannfergis í Skotlandi

Sjálfboðaliðar Rauða kross Bretlands hafa staðið vaktina allan sólarhringinn síðastliðnar tvær vikur og aðstoðað fólk vegna mikils fannfergis í Skotlandi og á Norður-Englandi. Umferðaröngþveiti hefur hamlað för sjúkrabifreiða í Glasgow og Lanarkshire og hafa neyðarsveitir breska Rauða krossins aðstoðað sjúkraflutningamenn við að komast leiðar sinnar. Þá hafa sjálfboðaliðar aðstoðað strandaglópa á Glasgow flugvelli með því að útvega þeim bedda til að halla höfði sínu á.

2. des. 2010 : Mikilvæg aðstoð í Pakistan

Rauði kross Íslands sendir um helgina þriðja fulltrúa sinn til starfa á flóðasvæðum landsins, Neyð fólksins enn gríðarleg, Margir fá alls ekki næga hjálp. Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. desember 2012.

2. des. 2010 : Rauði kross Íslands vinnur gegn útbreiðslu kóleru á Haítí

Um 20 haítískir sjálfboðaliðar og þrír íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands taka nú þátt í baráttunni gegn kólerufaraldrinum á Haítí. Þegar hafa rúmlega 1.700 manns látið lífið af völdum farsóttarinnar, sem óttast er að breiðist út með síauknum hraða á næstu vikum.

Haítísku sjálfboðaliðarnir vinna við verkefni í sálrænum stuðningi til rúmlega tveggja ára sem íslenska utanríkisráðuneytið styrkti nýlega með tíu milljóna króna framlagi. Um er að ræða 20 ungmenni sem hafa tekið að sér 15.000 manna hverfi í hæðum Port-au-Prince og vinna einkum með börnum, sem enn eru að vinna úr afleiðingum jarðskjálftans mikla 12. janúar. 

1. des. 2010 : Vanræksla við sprautufíkla eykur hættu á alnæmissmiti meðal almennings

Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn.  Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins 1. desember kemur fram að meðan dregið hefur úr nýsmitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim.

Í skýrslunni er sagt að stjórnvöld hafi brugðist þessum hópi með því að dæma fólk í fangelsi í stað þess að veita sprautufíklum betri aðgang að heilbrigðiskerfinu og aðstöðu til að fá hreinar nálar og sprautur til að koma í veg fyrir smit og sýkingar.

23. nóv. 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

23. nóv. 2010 : Lilja á flóðasvæðum í Pakistan: „Fólkið er svangt, órólegt og skítugt“

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók á móti 154 sjúklingum á færanlegri sjúkrastöð Rauða krossins á flóðasvæðum í Pakistan á mánudag. Flóðin færðu fimmtung af Pakistan í kaf og ollu skaða hjá 20 milljónum manna.

„Ég fór núna í tjaldbúðir fyrir fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín,“ segir Lilja. „Það var verið að koma upp enn fleiri tjöldum fyrir fólk sem hingað til hefur fengið að gista í skólum. En nú þarf að rýma skólana sem eiga að taka til starfa á ný.“

Lilja starfar á sjúkrastöð sem sendir fjögur teymi lækna og hjúkrunarfræðinga út á flóðasvæðin. Þrjú teymi fara daglega út á flóðasvæði og snúa til baka um kvöldið en það fjórða fer lengri leið og þar gista hjálparstarfsmenn þrjá daga í senn. Aðstaðan er ekki beysin: Moskítónetstjald á húsþaki.

18. nóv. 2010 : Rauði krossinn sendir hjálparstarfsmenn og meira fjármagn til neyðarverkefna í Pakistan

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands verða við störf í Pakistan næstu misseri við neyðarverkefni vegna flóðanna miklu sem ollu búsifjum á um 70% alls landssvæðis í ágúst og september. Um ein milljón manna er enn heimilislaus af völdum flóðanna og mun hafast við í tjöldum nú þegar vetur gengur í garð.

Tvær vikur eru síðan Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt til starfa í Pakistan. Lilja starfar með alþjóðlegu teymi Rauða krossins sem aðstoðar fórnarlömb flóðanna í Sindh héraði í suðurhluta landsins.

15. nóv. 2010 : Heimsókn til endurhæfingarathvarfs Rauða krossins í Moyamba í Sierra Leone

Á meðan landar mínir tóku fram potta, pönnur og sleifar og mótmæltu þrengingum sínum í íslenskri kreppu var ég stödd í þorpinu Moyamba í Sierra Leone, fátækasta ríki heims, og snæddi steikta banana og hænsnakjöt úr stórum bala.

12. nóv. 2010 : Kóleran er tifandi tímasprengja

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Þrátt fyrir mikla áherslu á vatns- og hreinlætisaðstöðu í höfuðborginni – þar sem Rauði krossinn útvegar um 40 prósent af öllu drykkjarvatni – eru aðstæður samt víða hrikalegar. Fellibylurinn Tomas gerði illt verra.

„Það eru komin næstum 10 þúsund tilfelli og 643 dauðsföll skráð vegna kóleru,“ segir Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur.“

10. nóv. 2010 : Tók á móti 75 sjúklingum fyrsta daginn í vinnunni

Lilja Óskarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands hefur hafið störf sem hjúkrunarfræðingur í alþjóðlegu teymi Rauða krossins í Larkana í Sindh héraði í Pakistan sem fór illa í flóðunum miklu í ágúst.

Lilja sendi Rauða krossinum tölvupóst í dag til að láta vita að allt gengi vel og sagði að þennan fyrsta dag í starfi sínu hefðu 75 manns mætt í færanlega sjúkrastöð Rauða krossins.

„Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í að setja upp flotta aðstöðu, taka á móti 75 sjúklingum og taka svo allt saman aftur og pakka niður fyrir næsta stað," sagði Lilja í pósti sínum.

9. nóv. 2010 : „Höfum alveg séð það verra“

„Þetta er mjög áhugavert ástand vægast sagt á spítalanum okkar núna því það er allt á fullu í skipulagi,“ segir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur sem er að störfum á Haítí fyrir Rauða kross Íslands. Viðtalið birtist á mbl.is 09.11.2010.

5. nóv. 2010 : Göngum til góðs söfnunin gerir kleift að efla hjálparstarfið í Malaví

Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi í Malaví síðan 2002, fyrst í einu þéttbýlasta og fátækasta héraði landsins, Chiradzulu, og síðan 2008 einnig í héraðinu Mwanza. Árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Einn megin styrkur þessara verkefna er að þau eru unninn í samvinnu við heimamenn, sniðin að aðstæðum á hverjum stað og það er verið að styrkja landsfélag Rauða krossins, samfélagið og fólkið til sjálfshjálpar. Mikill árangur hefur náðst í samstarfi Rauða kross Íslands og í Malaví í þau átta ár sem samvinnan hefur staðið. Vegna þess að um langtímaskuldbindingu er að ræða hafa verkefnin breyst og þróast til að mæta nýjum aðstæðum og þörfum skjólstæðinga Rauða krossins. 

5. nóv. 2010 : Rauði krossinn eflir neyðarvarnir vegna fellibyls á Haítí

Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince, Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir.

4. nóv. 2010 : Efling neyðarvarna í Kákasuslöndunum

Rauði kross Íslands er að hefja samstarf við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu sem gengur út á að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Almannavarnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og löndin hafa átt erfitt með að takast á við afleiðingar náttúruhamfara.

Samstarfsverkefnið hófst árið 2010. Það nær til 72.000 íbúa og markmiðið er að efla hæfni og þrautseigju fólks til að takast á við tíðar náttúruhamfarir en sem dæmi má nefna að árið 1988 létust um 25.000 manns í öflugum jarðskjálfta í Armeníu.

1. nóv. 2010 : Þróunarsamvinna og hjálparstarf á vettvangi - í átt að betri heimi

Rauði krossinn, utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa saman að námskeiði um þróunarsamvinnu og hjálparstarf á vettvangi. 

29. okt. 2010 : Rauði krossinn berst við kóleru á Haítí

Rauði krossinn berst nú gegn því að kólera breiðist út á Haítí og berist til höfuðborgarinnar Port-au-Prince þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Hreinlætismálum er mjög ábótavant, og óttast er að ekki verði við neitt ráðið blossi kólerufaraldur upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince,  Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir. 

28. okt. 2010 : Rauði krossinn bregst við tvöföldum hamförum í Indónesíu

Rauði krossinn í Indónesíu stendur í ströngu á tveimur vígstöðvum til að bregðast við hamförum sem riðu yfir landið síðasta mánudag. Þá hófst eldgos á eynni Jövu, og á sama tíma kom jarðskjálfti flóðbylgju af stað sem sópaði burt fjölda þorpa á Mentawaieyjum sem eru út af strönd Vestur Súmötru.

Merapi eldfjallið, virkasta eldfjall Indónesíu, hóf að spúa sjóðheitri ösku og kviku og rýma varð svæði í 10 km radíus frá fjallinu. Um 8000 íbúar voru fluttir á brott, og telja yfirvöld að allt að 40.000 manns kunni að vera í hættu. 25 manns fórust þegar heit aska rigndi yfir svæðið. Þar á meðal var einn sjálfboðaliði Rauða krossins í Indónesíu sem vann að rýmingu svæðisins, en tókst ekki að forða sér undan sjóðandi öskufallinu.

4. okt. 2010 : Eru alþjóðleg mannúðarlög úrelt á tímum hryðjuverka?

Rauði krossinn og Lagastofnun Háskóla Íslands boða til opins fundar um upphaf og þróun alþjóðlegs mannúðarréttar. Fundurinn verður kl. 12:15 - 13:15 í stofu 101 í Lögbergi miðvikudaginn 6. október.

Þar verður meðal annars rætt um hvort alþjóðleg mannúðarlög séu úrelt á tímum hryðjuverka og breyttra aðstæðna í heiminum í dag.

Antoine Bouvier, lögfræðingur hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Hann er einn reyndasti sérfræðingur Alþjóða Rauða krossins á þessu sviði og er höfundur greina og bóka um alþjóðleg mannúðarlög.

2. okt. 2010 : Himnarnir hrundu

Caroline Seyani missti móður sína þegar hún var fimmtán ára gömul. Föður sinn þekkti hún aldrei. Hún er einn skjólstæðinga Rauða kross Íslands í Malaví og Fréttablaðið birtir hér brot úr sögu hennar. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman.

29. sep. 2010 : Samtakamáttur til stuðnings Afríku skilar árangri

Vandi Afríku er mikill. Alnæmi dregur unga foreldra til dauða og talið er að allt að 12 milljónir barna séu munaðarlaus af völdum sjúkdómsins.

10. sep. 2010 : Haítí: Styrkur til að sinna grunnþörfum

Hin 60 ára Maríe Elide Mimot íbúi í Automeca tjaldbúðunum í Port-au-Prince, fékk á dögunum smáskilaboð frá breska Rauða krossinum sem sögðu að hún ætti rétt á fjárstyrk að upphæð 250 dollara, eða 11 þúsund krónur íslenskar. Það eina sem hún þurfti að gera til að nálgast styrkinn var að fara í einn af mörgum Unitransfer bönkum á svæðinu, sýna persónuskilríki sín og smáskilaboðin.

Þetta er fyrsta af þremur skiplögðum styrkveitingum til 3.000 heimila í Automeda tjaldbúðunum sem breski Rauði krossinn mun veita næstu tvö árin. Til þess nýtir Rauði krossinn sér tæknina, og lætur skjólstæðinga sína vita í gegnum smáskilaboð í farsímum viðkomandi.

31. ágú. 2010 : Hjálpargögn til hamfarasvæða á sem skemmstum tíma

Baldur Steinn Helgason er sendifulltrúi Rauða kross Íslands á skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sendi þennan pistil til að veita innsýn í hin mismunandi störf sendifulltrúa Rauða krossins á vettvangi:

19. ágú. 2010 : Rauði krossinn fjórfaldar neyðarbeiðni vegna flóðanna í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn fjórfaldaði í dag neyðarbeiðni sína vegna flóðanna í Pakistan og kallar nú eftir 8.2 milljörðum íslenskra króna til hjálparstarfsins. Neyðaraðstoð Rauða krossins og Rauða hálfmánans mun ná til um 900.000 íbúa á flóðasvæðunum.

Rauði kross Íslands opnaði fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 strax í kjölfar flóðanna fyrir þá sem vilja styrkja neyðaraðstoðina. Einnig er hægt að styðja neyðarbeiðnina með því að smella á vefborðann hér fyrir ofan. Félagið hefur þegar sent 3,5 milljónir íslenskra króna úr neyðarsjóði sínum í hjálparstarfið.

19. ágú. 2010 : Viðskiptavinir Sjóvár veita styrk til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí

Sjóvá færði, fyrir hönd viðskiptavina sinna í Stofni, peningagjöf til Rauða kross Íslands í vikunni og er gjöfin til styrktar hjálparstarfi á Haítí. 

Tjónlausir viðskiptavinir Sjóvár í STOFNI fá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan á hverju ári. Í ár gafst viðskiptavinum kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni eða hluta hennar til góðgerðarmála. Alls söfnuðust 350.000 krónur sem renna óskert til Rauða krossins.

„Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa Rauða krossinum og því góða starfi sem Rauða kross hreyfingin vinnur á Haítí hluta af upphæð sinni, sagði Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvar þegar hann afhenti Þóri Guðmundssyni gjöf viðskiptavina tryggingarfélagsina.

 

12. ágú. 2010 : Tafarlausrar aðstoðar þörf í Pakistan

Ekkert lát hefur verið á úrfellinu vegna monsúnrigninga í Pakistan, og er nú um 70% af öllu landinu undir vatni. Talið er að um 14 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum vegna flóðanna, og að um 6 milljónir þurfi á tafarlausri aðstoð að halda eigi íbúar að lifa hamfarirnar af á næstu vikum. Þetta eru verstu flóð í sögu landsins.

Alþjóða Rauði krossinn kallar nú eftir enn meira fjármagni í neyðarbeiðni sína sem hljóðar upp á tvo milljarða íslenskra króna. Rauði kross Íslands hefur þegar sent 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfsins og hefur einnig opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 fyrir þá sem vilja styrkja neyðaraðstoðina.

6. ágú. 2010 : Múlasnar ferja hjálpargögn Rauða krossins til fórnarlamba flóða í Pakistan

Flóðin í Pakistan hafa heldur færst í aukana síðustu daga og hættan eykst enn á flóðasvæðunum í suðurhluta landsins þar sem 350.000 manns hafa nú verið fluttir frá heimilum sínum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 4,5 milljónir hafi orðið fyrir áföllum af völdum flóðanna og æ fleiri þurfi nú á aðstoð hjálparsamtaka að halda.

Erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til einangraðra fjallaþorpa í norðvesturhluta Pakistan. Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafa gripið til þess ráðs að nota múlasna til að ferja matvæli og önnur hjálpargögn til örvæntingarfullra íbúa á þessu svæði.

3. ágú. 2010 : Rauði kross Íslands sendir 3,5 milljónir vegna neyðarástands í Pakistan

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfs vegna gífurlegra flóða í norð-vesturhluta Pakistans. Rauði krossinn hefur einnig opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 fyrir þá sem vilja styrkja hjálparstarfið.

Þetta eru verstu flóð sem orðið hafa í Pakistan í manna minnum. Yfirvöld segja að um 2,5 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum af völdum flóðanna og að 1.500 hafi farist. Enn er spáð úrfelli á þessum slóðum og er óttast að kólera kunni að breiðast út með menguðu vatni þar sem mannfjöldi hefur safnast saman til að leita sér skjóls.

30. júl. 2010 : Tveir hjálparstarfsmenn Rauða krossins til viðbótar halda til Haítí

Erla Svava Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Magnús Kristinsson bráðalæknir halda til Haítí næstkomandi mánudag, 2. ágúst þar sem þau munu starfa næstu vikur á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Carrefour, úthverfi Port-au-Prince. Þau eru 26. og 27. í röðinni af sendifulltrúum Rauða kross Íslands sem haldið hafa til starfa á Haítí síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári.

Fyrir eru sex hjálparstarfsmenn á vegum Rauða kross Íslands á jarðskjálftasvæðinu. Þrír halda til Íslands í lok næstu viku, en Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þorláksdóttir hjúkrunarfræðingar halda áfram störfum á finnsk/þýska sjúkrahúsinu út ágúst.

30. júl. 2010 : Tveir hjálparstarfsmenn Rauða krossins til viðbótar halda til Haítí

Erla Svava Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Magnús Kristinsson bráðalæknir halda til Haítí næstkomandi mánudag, 2. ágúst þar sem þau munu starfa næstu vikur á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Carrefour, úthverfi Port-au-Prince. Þau eru 26. og 27. í röðinni af sendifulltrúum Rauða kross Íslands sem haldið hafa til starfa á Haítí síðan jarðskjálftinn mikli reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári.

23. júl. 2010 : Hungursneyð í Níger

Alþjóða Rauði krossinn hefur hækkað neyðarbeiðni sína vegna hungursneyðar sem nú geisar í Vestur-Afríkuríkinu Níger. Rauði krossinn kallar eftir 400 milljónum íslenskra króna til að veita 385,000 manns lífsnauðsynlega aðstoð.

Rauði krossinn kallaði eftir fjármagni í mars vegna þurrka og uppskerubrests í Níger, en hefur nú þrefaldað neyðarbeiðnina vegna síversnandi ástands í landinu. Talið er að allt að 3,3 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda, eða rétt tæplega helmingur íbúa landsins.

11. júl. 2010 : Enn ríkir neyð á Haítí, sex mánuðum eftir skjálftann

Rauði krossinn minnist þess nú að á morgun, mánudaginn 12. júlí, verða sex mánuðir liðnir frá jarðskjálftanum mikla á Haítí, einum mannskæðustu náttúruhamförum um áratugaskeið. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands sem hafa verið á Haítí komu saman í höfuðstöðvum félagsins í dag, sunnudag,  til að ræða ástandið á jarðskjálftasvæðinu.

Alls hafa 25 hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands starfað á Haítí og þar eru fimm nú við lækningar, hjúkrun og stjórn verkefna á sviði vatnsöflunar og hreinlætis.

9. júl. 2010 : Sex mánuðir liðnir frá hamförunum á Haítí

Mánudaginn 12. júlí eru sex mánuðir liðnir frá því að jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí. Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi á Haítí sleitulaust síðan þá í samstarfi við Rauða kross hreyfinguna. Alls hafa 25 íslenskir hjálparstarfsmenn starfað á vegum Rauða kross Íslands á Haítí síðastliðið hálft ár, og er viðbúið að enn fleiri muni halda til starfa á næstu mánuðum.

25. jún. 2010 : Úsbekistan: Rauði krossinn hjálpar fórnarlömbum átakanna

Starfsmenn Rauða hálfmánans í Úsbekistan og Alþjóða Rauða krossins eru við störf á landamærum Úsbekistan og Kirgistan. Unnið er að viðbragðsáætlun til að mæta þörfum flóttamanna sem flestir eru konur og eldri borgarar en einnig þúsundir barna þeirra. Samkvæmt skráningu yfirvalda í Úsbekistan eru flóttamennirnir 92 þúsund.

Upphaf átakanna má rekja til spennu milli þjóðarbrota sem leiddi til ofbeldisverka á svæðum Osh og Jalalabat í Kirgistan þann 10. júní. Vegna átakanna flúði fjöldi íbúa yfir landamærin frá Kirgistan til Úsbekistan. Samkvæmt opinberum upplýsingum eru látnir um 200 og 19 þúsund slasaðir.

16. jún. 2010 : Sálfélagslegur stuðningur við íbúa Haítí.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands heldur til Haítí á morgun 17. júní. Jóhann mun næstu 10 daga starfa með heilsugæsluteymi finnska Rauða krossins í Port-au-Prince og meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt. Rauði kross Íslands og finnski Rauði krossinn hafa sent umsókn um fjárstyrk vegna heilsugæsluverkefnisins til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð.

Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hér heima en hann hefur áður starfað fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

15. jún. 2010 : Skelfilegt ástand á Haítí

Bjarni Árnason bráðalæknir er nýkominn frá Haítí þar sem hann dvaldi í um mánuð. Hann segir Haítíbúa oft fara of seint til læknis og að þar séu margir veikir. Nú sé heilbrigði fólks verra en áður. Greinin birtist í Fréttablaðinu 15.06.2010.

10. jún. 2010 : 3 sendifulltrúar Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Níu sendifulltrúar verða að störfum á Haítí á vegum Rauða kross Íslands frá og með 23. júní en þá halda þangað Björk Ólafsdóttir sérnámslæknir í bráðalækningum, Kristjana Þuríður Þorkelsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar. Þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í höfuðborginni Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Björk, Kristjana og Magna Björk fara til starfa á vegum Rauða kross Íslands en þær tóku þátt í sendifulltrúanámskeiði félagsins sem haldið var í mars síðastliðnum.

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands fór til Haítí þann 17. júní.  Verkefni hans er að meta hvernig best verður staðið að því að veita sálfélagslega aðstoð samhliða þeirri líkamlegu aðhlynningu sem nú er veitt en Rauði kross Íslands og Rauði krossinn í Finnlandi hafa sótt um fjárstyrk vegna þessa til ECHO, sjóðs Evrópusambandsins fyrir neyðaraðstoð. Jóhann hefur um árabil skipulagt og sinnt áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar náttúruhamfara hérlendis. Hann starfaði einnig fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran í kjölfar jarðskjálfta þar árið 2003.

10. jún. 2010 : Tuttugasti og fyrsti hjálparstarfsmaður Rauða krossinn kominn til Haítí

Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð.

Fyrir á sjúkrahúsinu eru Margrét Rögn Hafsteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir deildarhjúkrunarfræðingur og Elín Jakobína Oddsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur. 

8. jún. 2010 : Tyrkneski Rauði hálfmáninn og Magen David Adom í samvinnu vegna Gaza

Rauði hálfmáninn í Tyrklandi og Magen David Adom (Rauða Davíðstjarnan) í Ísrael sýndu grundvallarmarkmið Rauða kross hreyfingarinnar í verki með samvinnu sinnu við heimflutning tyrkneskra aðgerðarsinna. Tuttuguogþrír Tyrkir særðust í árás Ísraelshers í lok maí á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gaza.

„Þetta var flókið ferli sem margir komu að, og mörg vandamál sem þurfti að leysa," útskýrir Ali Akgul, sem stýrði aðgerðum tyrkneska Rauða hálfmánans í Ísrael. „En með samvinnunni við Magen David Adom fundum við leiðir til að flytja hina særðu heim til Tyrklands. Þetta tókst einungis af því að fullt traust ríkti milli systurfélaganna, og þetta sýnir hvernig grundvallarmarkmið Rauða krosshreyfingarinnar virka í reynd, sérstaklega markmiðin um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni."

2. jún. 2010 : Hugum að Haítí

Aðstæðum á jarðskjálftasvæðinu á Haítí verður vart með orðum lýst og þær eiga bara eftir að versna. Rigningatímabilið hófst sem betur fer með seinna móti þetta árið en nú er farið að rigna fyrir alvöru.

31. maí 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar héldu á laugardaginn til starfa fyrir Rauða kross Íslands á Haítí. 

 

25. maí 2010 : VSÓ styður hjálparstarf Rauða krossins í Kákasusfjöllum

VSÓ Ráðgjöf og Rauði kross Íslands gerðu í dag samkomulag um stuðning fyrirtækisins við hjálparstarf félagsins í Georgíu og Armeníu á næstu 18 mánuðum. Markmið hjálparstarfsins er að byggja upp kerfi neyðarvarna í Kákasusfjöllum, þar sem jarðskjálftar, skriðuföll og flóð eru algeng og valda miklum búsifjum.

Herdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður VSÓ Ráðgjafar og sérfræðingur um viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruhamfara, mun samkvæmt samkomulaginu vinna í stýrihópi vegna uppbyggingar neyðarvarna Rauða kross félaganna í Georgíu og Armeníu.

14. maí 2010 : Tveir hjúkrunarfræðingar halda til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí og í Pakistan

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar halda næstu daga til starfa fyrir Rauða krossinn á sjúkrahúsum á Haítí og í Pakistan. 

Erla Svava Sigurðardóttir, sem er nýkomin heim frá störfum á Haítí, fer til Peshawar í Pakistan þann 18. maí þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í 4 mánuði. 

Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, sem er deildarstjóri á taugalækningadeild Landspítalans, verður yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét Rögn starfar fyrir Rauða krossinn, en hún hefur áður starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York. Hún heldur út á morgun 15. maí.

8. maí 2010 : Alþjóðadagur Rauða krossins

Í dag, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða krossins. Dagurinn er fæðingardagur stofnanda hreyfingarinnar, Henry Dunants, og er fyrst og fremst helgaður öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem vinna fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann um heim allan.  Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar vinna mörg og ólík verkefni en alltaf með sömu hugsjónir og markmið að leiðarljósi.

Hreyfingin spratt upp af löngun til að veita þeim sem særst höfðu á orrustuvelli hjálp án manngreinarálits og reynir með alþjóðlegu starfi og starfi landsfélaga, eins og Rauða krossi Íslands, að koma í veg fyrir og lina þjáningar fólks hvar sem það er statt. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og varanlegum friði meðal allra þjóða.

5. maí 2010 : Langtímauppbygging verður í að minnsta kosti tíu ár ef ekki lengur

Haítí var eitt fátækasta ríki í vesturheimi fyrir jarðskjálftann þann 12. janúar 2010. Byggingar og veitukerfi voru ekki upp á það besta, sérstaklega í þéttbýli.

28. apr. 2010 : Tveir hjálparstarfsmenn Rauða krossins héldu til Haítí í dag

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands héldu til Haítí í dag til starfa á sjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í Carrefour í úthverfi Port-au-Prince. Þar með verða fimm starfandi íslenskir hjálparstarfsmenn á Haíti, en alls hafa 17 íslenskir sendifulltrúar unnið að neyðarviðbrögðum Alþjóða Rauða krossins eftir jarðskjálftann mikla í janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ruth Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Bjarni Árnason læknir starfa á vettvangi fyrir Rauða kross Íslands, en þau sóttu bæði alþjóðlegt námskeið fyrir sendifulltrúa sem haldið var í mars. Ruth starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur á Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði en Bjarni er sérnámslæknir í bráðalækningum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

26. apr. 2010 : „Við náum aldrei að sinna öllum þeim sem þurfa á aðstoð að halda.” Bréf frá sendifulltrúa Rauða krossins á Haítí

Sigurjón Valmundsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður fór til Haítí 13. mars. Sigurjón starfar við neyðarsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um það bil 70 kílómetra frá Port-au-Prince.

20. apr. 2010 : Berum við ábyrgð á stríðsglæpum?

Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs.

13. apr. 2010 : Sérfræðingur í dreifingu hjálpargagna á leið til Haítí

Birna Halldórsdóttir hélt til Haítí í dag, þriðjudaginn 13. apríl, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Birna mun starfa með finnskri og franskri sveit við dreifingu hjálpargagna Alþjóða Rauða krossins.

Birna er mannfræðingur og hefur langa reynslu af störfum fyrir Rauða kross Íslands, bæði á landskrifstofu og við alþjóðleg neyðarverkefni. Síðast starfaði Birna í Malaví þar sem hún vann við að skipuleggja og útfæra verkefni til að tryggja fæðuframboð fyrir skjólstæðinga malavíska Rauða krossins. Árið 2005 vann hún í Aceh á Súmötru í Indónesíu þar sem hún stýrði dreifingu hjálpargagna eftir flóðbylgjuna miklu. Áður hefur hún unnið í Suður-Súdan, Sómalíu og Keníu.

8. apr. 2010 : Námskeið fyrir verðandi sendifulltrúa

Á þriðja tug manna útskrifaðist af námskeiði fyrir verðandi sendifulltrúa, sem Rauði kross Íslands hélt í Munaðarnesi á dögunum. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja vera á svokallaðri veraldarvakt, sem er úkallslisti Rauða krossins fyrir alþjóðlegt hjálparstarf.

Námskeiðið var með breyttu sniði en áður. Skiptist það nú í tvo hluta þar sem þátttakendur þurfa að fara í gegnum námskeið á vefnum sem lýkur með prófi og standist þeir það próf heldur þjálfunin áfram á vikunámskeiði í Munaðarnesi. Í fyrsta skiptið síðan 2002 voru þátttakendur allir frá Íslandi fyrir utan einn sem kom alla leið frá Bangladess.

31. mar. 2010 : Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til starfa á Haítí

Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Hún er fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí.

Valgerður mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince. Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. 

Núna eru tveir aðrir sendifulltrúar Rauða kross Íslands að störfum á Haítií: Sigurjón Valmundsson, sem starfar sem bráðatæknir á sjúkrahúsinu sem Valgerður mun einnig vinna á og Kristjón Þorkelsson sem er margreyndur hjálparstarfsmaður á sviði vatnshreinsimála.

25. mar. 2010 : Alþjóðadagur vatnsins 2010

2,7 milljarðar íbúa jarðar búa ekki við lágmarkshreinlætisaðstöðu og 880 milljónir jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengur.

Í tilefni af alþjóðadegi vatnsins sem var þann 22. mars, krefst Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans þess að brugðist verði skjótt við og bætt úr ástandi vatnsmála, hreinlætis og sorphreinsunar fyrir þá sem verst eru settir í heimsþorpinu. Alþjóðasambandið skuldbindur sig, ásamt samstarfsaðilum sínum, til að stuðla að því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist, nánar tiltekið að „lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að öruggu neysluvatni og fullnægjandi hreinlæti á tímabilinu 1990 til 2015“.

12. mar. 2010 : Rauði krossinn og Slökkviliðið senda sjúkraflutningamann til starfa á Haítí

Sigurjón Valmundsson, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður, heldur til Haítí á morgun, laugardaginn 13. mars, til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Sigurjón mun starfa við tjaldsjúkrahús norska Rauða krossins í Petit Goave, um 70 km. fyrir utan Port-au-Prince.

Rauði krossinn er þar með tvö skurðlækningateymi auk þess að sinna almennri heilsugæslu á svæðinu sem varð mjög illa úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Haítí fyrir réttum tveimur mánuðum. Sigurjón mun starfa bæði sem sjúkraflutningamaður fyrir Rauða kross spítalann og sem bráðatæknir við að veita sjúklingum fyrstu aðhlynningu.

5. mar. 2010 : Hlýjan frá Íslandi komin til skila á YouTube

Ungbarnaföt sem sjálfboðaliðar á Íslandi prjónuðu og söfnuðu saman síðastliðið haust eru nú kominn til skjólstæðinga Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi. Þórir Guðmundsson fylgdist með því þegar mæður í timburhjöllum á snævi þaktri gresjunni tóku við hlýjunni frá Íslandi.

Smellið á meira til að sjá myndband um afhendinguna.

1. mar. 2010 : Rauði krossinn veitir 3 milljónir í neyðaraðstoð í Chile

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda 3 milljónir króna til neyðaraðgerða í kjölfar jarðskjálftans í Chile nú um helgina. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar veitt 360 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum og Rauði krossinn í Chile hefur hrint af stað fjáröflun til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna. 

Hægt er að styðja hjálparstarfið í Chile með því að leggja inn á reikning Rauða krossins í banka 0342, hb. 26, reikn. 555, kt. 530269-2649, eða greiða með kreditkorti.

Rauði krossinn í Chile hefur unnið sleitulaust frá því jarðskjálftinn reið yfir að björgun úr rústum, aðhlynningu slasaðra og dreifingu hjálpargagna. Rauði krossinn hefur gríðarlega mikla reynslu af viðbrögðum vegna jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í almannavörnum landsins.

26. feb. 2010 : Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfsyfirlýsingu

Rauði kross Íslands og utanríkisráðuneytið undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu til ársins 2011 um alþjóðlegt hjálparstarf og aukna áherslu á mikilvægi alþjóðlegra mannúðarlaga. Þetta samstarf grundvallast meðal annars á sérstöðu Rauða krossins, sem hefur bæði stoðhlutverk gagnvart stjórnvöldum og lögbundið hlutverk á óvissu- og átakatímum sem kveðið er á um í Genfarsamningunum.

Samkvæmt samstarfsyfirlýsingunni munu utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands starfa saman að útbreiðslu mannúðarlaga á vettvangi landsnefndar um mannúðarrétt, meðal annars að stuðla að fræðslu um mannúðarlög innan stofnana ráðuneytisins.

23. feb. 2010 : Erfitt en gott að gera gagn

Friðbjörn Sigurðsson læknir var í rúman mánuð á vegum Rauða krossins í Port au Prince í Haítí. Skilvirkt starf.  Álagskvillar algengir. Fólk upplifir skjálftann aftur og aftur og getur ekki sofið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 23.02.2010.

12. feb. 2010 : Sex íslenskir hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands á leið til Haítí

Sex íslenskir hjálparstarfsmenn eru á leið til Haíti nú um helgina að beiðni Alþjóða Rauða krossins.  Mánuður er nú liðinn frá því jarðskjálftinn mikli reið þar yfir, og hefur Alþjóða Rauði krossinn hækkað neyðarbeiðni sína úr 12 milljörðum íslenskra króna í 25 milljarða.

Fjórir hjúkrunarfræðingar, Áslaug Arnoldsdóttir, Maríanna Csillag, Erla Svava Sigurðardóttir og  Lilja Óskarsdóttir munu starfa við tjaldsjúkrahús þýska og finnska Rauða krossins í fátækrahverfinu Carrefour í Port-au-Prince.  Kristjón Þorkelsson verður ábyrgur fyrir skipulagningu vatnshreinsimála á meðan á neyðaraðgerðum stendur, og Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir gengur til liðs við alþjóðlegt sérfræðiteymi sem nú vinnur að skipulagningu uppbyggingarstarfs Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí.

9. feb. 2010 : Þrír íslenskir sérfræðingar í uppbyggingarteymi Alþjóða Rauða krossins á Haítí

Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch halda áleiðis til Haítí í dag. Þau eru fulltrúar Rauða kross Íslands í alþjóðlegu teymi sem skipuleggur uppbyggingarstarf Rauða kross hreyfingarinnar á Haítí á næstu þremur árum. Teymið samanstendur af 24 sérfræðingum í heilbrigðismálum, birgðastjórnun, neyðarvörnum, neyðarskýlum, lífsafkomu og uppbyggingu samfélaga eftir áföll.

Sigríður Þormar er hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur með áratugareynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar hamfara. Hún hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn víða um heim, og þjálfað sjálfboðaliða fjölda landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi.

9. feb. 2010 : Til hjálparstarfs á Haítí

Frönskukunnátta Lilju Steingrímsdóttur hjúkrunarfræðings varð til þess að hún var beðin um að halda utan til að taka þátt í hjálparstarfi Rauða krossins á Haítí. Hún heldur af stað á morgun. Greinin birtist í Fréttablaðinu 06.02.2010

4. feb. 2010 : Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar til Haítí á vegum Rauða krossins

Hjúkrunarfræðingarnir Lilja Steingrímsdóttir og Maríanna Csillag eru á leið til Haítí þar sem þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins. Tjaldsjúkrahúsið sinnir 700 sjúklingum á dag, og er staðsett við íþróttaleikvang í Carrefour, einu fátækasta hverfi höfuðborgarinnar Port-au-Prince, en þar hafa tugþúsundir manna leitað skjóls við mjög slæmar aðstæður.

Lilja heldur til Haítí næsta sunnudag, 7. febrúar. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans. Lilja hefur tvisvar áður starfað fyrir Rauða krossinn, á Taílandi og í Pakistan.

3. feb. 2010 : Sálrænn stuðningur á Haítí: Að græða hin ósýnilegu ör

„Hvar byrjar maður? Hvernig lýsir maður aðstæðum fólks í neyð, fólks sem er á vergangi, og hefur misst fjölskyldu sína, heimili, fyrirvinnu, lífsafkomu, og allar eigur sínar?

28. jan. 2010 : Saga af munaðarlausum dreng á Haítí

Sebastían er einungis fimm mánaða gamall og er of ungur til að skilja að hann á ekki lengur móður.  

28. jan. 2010 : Hjálparstarf Rauða krossins á Haítí komið á fullan skrið

Á þeim rúmu tveimur vikum sem liðnar eru frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí hefur Rauði krossinn aðstoðað hundruð þúsunda manna með dreifingu lífsnauðsynlegra hjálpargagna, hreinsun vatns og læknisþjónustu fyrir sjúka og slasaða. Neyðaraðgerðir hafa gengið framar vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður og að erfitt sé að koma hjálpargögnum inn í landið.

Rauði krossinn hefur hreinsað um 2,5 milljónir lítra af vatni en það svarar þörfum 100,000 manns á dag.  Vatninu er dreift til íbúa Port-au-Prince og Leogane, til tjaldsjúkrahúsa Rauða krossins, og á svæði þar sem almenningur hefur safnast saman undir berum himni.

26. jan. 2010 : Rauði kross Íslands á Haítí - myndir

Rauði kross Íslands brást strax við þegar jarðskjálftinn reið yfir Haítí þann 12. janúar. Fjársöfnun fór af stað og Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi hélt utan tveimur dögum síðar.

Frétt 14.01.2010

25. jan. 2010 : Íslenskur drengur gleður munaðarlausar frænkur á Haítí

Daníel Hans Erlendsson, 13 ára gamall sonur Erlends Birgissonar sem er félagi í alþjóðabjörgunarsveit Landsbjargar, gladdi tvær litlar munaðarlausar stúlkur á Haítí nú um helgina. Frænkurnar Bedjina Dufreus þriggja ára og Britney Louis 1 árs fengu báðar bangsa að gjöf frá Daníel sem hann hafði beðið Friðbjörn Sigurðsson sendifulltrúa Rauða kross Íslands fyrir.

Daníel Hans fylgdist vel með fréttum af jarðskjálftanum á Haítí meðan faðir hans vann við björgunarstörf við mjög erfiðar aðstæður. Honum rann til rifja að sjá myndir af börnum sem misst höfðu allt sitt, og fékk þá hugmynd að einhverjir gætu notið góðs af böngsunum sem hann hafði fyrir löngu lagt til hliðar.

25. jan. 2010 : Góðum árangri náð miðað við erfiðar aðstæður

HLÍN Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór til Haítí sl. sunnudag og starfar hún nú sem fjármálastjóri í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins í landinu. Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 23. janúar 2010.

23. jan. 2010 : Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands á Haítí

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands starfa nú að hjálparstörfum á Haítí. Hlín Baldvinsdóttir stjórnar fjármálum samhæfingarteymis Alþjóða Rauða krossins á staðnum og Friðbjörn Sigurðsson læknir starfar í tjaldsjúkrahúsi þýska Rauða krossins í Port-au-Prince.

Hlín segir að margir hjálparstarfsmenn vinni nánast allan sólarhringinn, einkum hjúkrunarstarfsfólk, enda þarfirnar gífurlegar. Margir hafa verið með brotin bein síðan á þriðjudag í síðustu viku án þess að hafa komist undir læknishendur. 

22. jan. 2010 : Hjálpargögn Rauða kross Íslands komin til Haítí

Eitt þúsund skyndihjálparpakkar Rauða kross Íslands eru nú komnir til Haítí. Sjálfboðaliðar haítíska Rauða krossins hafa því hjúkrunargögn til að gera að sárum fólks vítt og breitt um Port-au-Prince.

Hjálpargögnin voru flutt til Port-au-Prince með flugvél sem íslenska utanríkisráðuneytið sendi eftir íslensku rústabjörgunarsveitinni, sem þar var að störfum frá því skömmu eftir að jarðskjálftinn mikli varð í síðustu viku.

21. jan. 2010 : Brýnt að gera að meiðslum fórnarlamba skjálftans sem fyrst

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí hafa aðstoðað slasaða íbúa frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir fyrir rúmri viku. Sjálfboðaliðarnir hafa bæði unnið á víðavangi þar sem fólk hefur safnast saman, og einnig inni á þeim sjúkrahúsum sem enn eru starfhæf því þau ná engan veginn að annast alla þá sem þangað leita hjálpar.

Þær Michelle Yvétia og Emmanuella Michel hafa gert að sárum 15-200 manns á dag. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og eru frá Gonavaies héraði á Haítí þar sem fellibylir hafa aftur og aftur valdið miklum usla. Þær eru báðar sjálfboðaliðar Rauða krossins og þekkja afleiðingar hamfara af eigin raun. Þær fóru því eins fljótt og þær gátu til Port-au-Prince til að bjóða fram krafta sína.

21. jan. 2010 : Gistir í tjaldbúðum

Friðbjörn Sigurðsson læknir á Landspítala fer til Haítí til að starfa með þýska og finnska Rauða krossinum.
Viðtal við Friðbjörn birtist í DV 20. janúar í „Maður dagsins"

20. jan. 2010 : Hjálpargögn Rauða krossins komin til Haítí í kvöld

Skyndihjálpargögn og annar búnaður sem Rauði kross Íslands var beðinn um að útvega vegna jarðskjálftans í Haítí fór um borð í flugvél  á vegum utanríkisráðuneytisins í gærkvöldi. Vélin fór að sækja íslensku alþjóða björgunarsveitina. Áætluð lending í Port-au-Prince er um klukkan 14 að íslenskum tíma.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins brugðust að vanda skjótt við þegar leitað var til þeirra vegna pökkunar hjálpargagnanna og frágangs þeirra í flugvélina.

19. jan. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí

Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.  Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.  

„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."

19. jan. 2010 : Íslenskur læknir á leið til Haítí ásamt hjálpargögnum Rauða krossins

Friðbjörn Sigurðsson læknir fer á morgun til Haítí þar sem hann mun starfa með læknateymi þýska Rauða krossins í einn mánuð. Friðbjörn vann á sjúkrahúsi á Haítí í tvo mánuði fyrir tæpum 20 árum.

Friðbjörn fer með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins sem fer þangað til að sækja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina. Hjálpargögn sem Alþjóða Rauði krossins hefur sérstaklega beðið Rauða kross Íslands að útvega fara einnig með flugvélinni. Um er að ræða 1.000 skyndihjálparpakka sem sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu í gær, loftkælibúnaður fyrir skurðstofur, dísilrafstöðvar og annar sjúkrabúnaður.

18. jan. 2010 : Rauði kross Íslands sendir hjálpargögn beint til Haítí

Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands munu pakka 1.000 skyndihjálparpökkum í kvöld fyrir skyndihjálparteymi sem veita slösuðum aðstoð á Haítí. Þetta er hluti af nauðsynlegum hjálpargögnum sem Alþjóða Rauða krossinn hefur sérstaklega beðið um. Pökkunin fer frem í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, og hefst kl. 19:00.

Hjálpargögnin verða send með flugvél sem gert er ráð fyrir að muni flytja íslensku alþjóðabjörgunarsveitina frá Haítí. Rauði kross Íslands sendir einnig loftkælibúnaður fyrir sjúkraskurðsstofur, rafstöðvar og rafala fyrir starfsemi tjaldsjúkrahúsa og færanlegra sjúkrastöðva með vélinni.

17. jan. 2010 : Hlín komin til Port-au-Prince

Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross islands, er nú komin til Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí. Tæplega 200 alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru nú að störfum á hamfarasvæðinu auk þúsunda sjálfboðaliða Rauða krossins í Haítí.

Neyðarteymi Rauða krossins vinna nú að því að setja upp vatnshreinsistöðvar á opnum svæðum þar sem fólk hefur safnast saman og hefst við undir beru lofti. Þegar hefur tekist að koma upp búnaði sem þjónar þúsundum manna. Tjaldsjúkrahús með aðstöðu til að framkvæma flóknar skurðaðgerðir og annast slasaða hafa verið reist, og eins eru færanleg sjúkrateymi að störfum um borgina. Þá verður unnið að því að setja sem fyrst upp bráðabirgðaskýli fyrir heimilislausa.

16. jan. 2010 : Alþjóða Rauði krossinn eykur neyðarbeiðni um 100 milljón dollara vegna Haítí

Alþjóða Rauði krossinn hefur aukið neyðarbeiðni sína um tæpa 100 milljónir bandaríkjadollara (12,5 milljarða íslenskra króna) til að aðstoða 300.000 íbúa á Haítí í 3 ár. Fyrri neyðarbeiðni hjálparsamtakanna frá 13. janúar hljóðaði upp á 10 milljónir dollara.

„Þessi nýja neyðarbeiðni endurspeglar þá gífurlegu þörf sem íbúar á Haítí munu glíma við næstu mánuði og ár," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Jarðskjálftinn hefur lagt líf margra Haítíbúa hreinlega í rúst í allri merkingu þess orðs, og því margir sem þurfa á hjálp að halda til að byggja upp tilveru sína aftur og tryggja lífsviðurværi þeirra."

15. jan. 2010 : Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum við björgun mannslífa á Haítí

Rauði kross Íslands hefur þegar sent söfnunarfé til neyðaraðgerða Alþjóða Rauða krossins vegna hamfaranna í Haítí. Um 17 milljónir króna hafa safnast á fyrstu tveimur sólarhringunum. Ljóst er að mikil þörf verður fyrir fjármagn vegna uppbyggingar á eyjunni í kjölfar neyðaraðgerðanna.

Rauði krossinn vinnur nú að því að hlúa að slösuðum, koma heimilislausum í öruggt skjól og dreifa mat og öðrum nauðsynjum til fórnarlamba jarðskjálftans. Næstu tveir sólarhringar skipta sköpum í björgun fólks úr rústunum. Aðgerðir Rauða krossins nú beinast að því að sinna brýnustu þörfum íbúa á hamfarasvæðunum með dreifingu matvæla, tryggja þeim aðgang að hreinu vatni, setja upp neyðarskýli, veita sálrænan stuðning og sinna leitarþjónustu fyrir þá sem hafa misst samband við ástvini.

14. jan. 2010 : Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag

Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag.  Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.

Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.

14. jan. 2010 : Níu milljónir safnast á fyrsta sólarhring vegna Haítí

Íslenska þjóðin hefur brugðist fádæma vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí. Hátt í níu milljónir króna hafa safnast síðasta sólarhring í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.

Hjálpargögn eru þegar byrjuð að berast til Port-au-Prince frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Panama og eins var birgðaflugvél send frá Genf nú síðdegis með 40 tonn af lyfjum og tækjabúnaði sem duga til að veita um 10.000 manns læknisaðstoð næstu þrjá mánuði. Í gær dreifði Alþjóða Rauði krossinn lyfjum og öðrum vörum til sjúkrahúsa sem hafa getað haldið út starfsemi í höfuðborginni Port-au-Prince sem duga til að veita um 1.200 manns aðstoð.

13. jan. 2010 : Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí

Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda.  Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.

Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.

„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

13. jan. 2010 : Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí

Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.

8. jan. 2010 : Enn er ekki séð fyrir endann á afleiðingum fellibylsins á Filippseyjum

Í borginni Calamba í Laguna héraði á Filippseyjum búa 300 fjölskyldur enn í fjöldahjálparstöðvum eftir að fellibylurinn Ketsana reið yfir svæðið. Nú eru liðnir þrír mánuðir frá því að þessar skelfilegu hamfarir áttu sér stað en fjárskortur hamlar því að fórnarlömbin fái þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Þeir sem búa í fjöldahjálparstöðvunum fá mat og hjálpargögn frá Rauða krossinum á Filippseyjum en helst af öllu vill fólkið geta farið heim sem fyrst.

Jelita Ajes hefur nú búið í fjöldahjálparstöð á skólalóð í borginni í næstum þrjá mánuði. „Við komum eftir fellibylinn og höfum búið hér síðan. Húsið okkar er enn á kafi í mittisdjúpu vatni," segir hún. Flóðin á Filippseyjum voru svo mikil að ekki er búist við því að vatnið sjatni að fullu fyrr en í febrúar eða mars á þessu ári.