27. apr. 2011 : 25 árum eftir Tsérnóbýl slysið

Þó að 25 ár séu liðin síðan kjarnorkuslysið varð í Tsérnóbýl í gömlu Sovétríkjunum þá eru afleiðingar slyssins enn að koma í ljós. Á vegum Rauða krossins fara sjö rannsóknarstofur á hjólum á milli þorpa á sléttunum í kringum Tsérnóbýl og leita að merkjum skjaldkyrtilskrabba í fólki.

Stuðningur Rauða kross Íslands við starfið hefur skipt miklu máli enda er oft erfitt að halda úti hjálparstarfi árum saman, jafnvel þó að þörfin hafi síst minnkað.

Læknar ferðast um á bílum sem útbúnir eru með tækjum til að skanna skjaldkirtil fólks, sem margt var á barnsaldri þegar slysið varð. Geislavirkt joð sem þessi börn urðu fyrir á þeim tíma getur orðið þess valdandi að krabbamein myndist í skjaldkirtli 20 – 30 árum síðar.

14. apr. 2011 : Samhugur, samstaða og samábyrgð – mánuði eftir hamfarirnar í Japan

Þann 11. mars reið öflugur jarðskjálfti sem mældist 9 á Richter yfir norðausturströnd Japans. Í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem reis allt að 38 metrum og rústaði 500 km af strandlengjunni.

12. apr. 2011 : Sömdu lag og sungu til styrktar Japan

Sjö músíkalskar stúlkur úr 5. og 6. bekk Hamraskóla í Grafarvogi komu syngjandi á landsskrifstofu Rauða krossins með 34.000 krónur sem þær söfnuðu til að styrkja fórnarlömb hamfaranna í Japan.

Fjárhæðina unnu þær sér inn með því að syngja lag, sem þær sömdu sjálfar, fyrir fólk gegn frjálsum framlögum. Umhyggjusemi stúlknanna skilar sér vel í textanum við lagið:

11. apr. 2011 : Menntaskólanemi gefur Rauða krossinum 50.000 krónur í nafni kærustunnar

Hjalti Hilmarsson, menntaskólanemi í Garðabæ, kom kærustu sinni, Kristrúnu Höllu Helgadóttur, skemmtilega á óvart þegar hann gaf 50.000 krónur til Japanssöfnunar Rauða krossins í hennar nafni.

Hjalti segir að Kristrún Halla sé mikil áhugamanneskja um Japan og allt sem japanskt er. Hann var með féð á sérstökum reikningi og hafði hugsað sér að gleðja hana á einhvern hátt. Þegar til átti að taka fannst honum best að styðja þolendur jarðskjálfta og flóða í Japan í hennar nafni.

Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði Hjalta fyrir óeigingjarnt framlag. Það verður nýtt til að styðja þá sem urðu fyrir miklum búsifjum á hamfarasvæðinum.

8. apr. 2011 : Öflugur jarðskjálfti skekur Japan mánuði eftir hamfarirnar miklu

Þrír fórust í jarðskjálfta sem reið yfir norðausturhluta Japans í gær. Fjölda bygginga eyðilagðist, og 3,6 milljónir manna eru nú án rafmagns. Sjúkrahús japanska Rauða krossins er eina sjúkrahúsið á þessu svæði sem enn er starfhæft, og segja forsvarsmenn að hægt sé að knýja vararafstöðvar næstu þrjá daga, en þá þverri eldsneyti verði rafmagn ekki komið aftur á.  Gerist það mun hættuástand skapast í Miyagi héraði.

Þetta er veruleikinn sem blasir við íbúum Japans nú einum mánuði eftir að hamfarirnar miklu skóku landið þann 11. mars. Öflugir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, svo öflugir að ekki er hægt að tala um eftirskjálfta. Jarðskjálftinn í gær mældist 7,1 á Richter.