Alþjóðadagur vatnsins 2010

25. mar. 2010

2,7 milljarðar íbúa jarðar búa ekki við lágmarkshreinlætisaðstöðu og 880 milljónir jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu vatni. Við getum ekki leyft þessu ástandi að vara lengur.

Í tilefni af alþjóðadegi vatnsins sem var þann 22. mars, krefst Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans þess að brugðist verði skjótt við og bætt úr ástandi vatnsmála, hreinlætis og sorphreinsunar fyrir þá sem verst eru settir í heimsþorpinu. Alþjóðasambandið skuldbindur sig, ásamt samstarfsaðilum sínum, til að stuðla að því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist, nánar tiltekið að „lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að öruggu neysluvatni og fullnægjandi hreinlæti á tímabilinu 1990 til 2015“.

Á vefsíðu Alþjóða Rauða krossins er hægt að nálgast upplýsingaefni sem tengist alþjóðadegi vatnsins með því að smella hér.