Viðskiptavinir Sjóvár veita styrk til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí

19. ágú. 2010

Sjóvá færði, fyrir hönd viðskiptavina sinna í Stofni, peningagjöf til Rauða kross Íslands í vikunni og er gjöfin til styrktar hjálparstarfi á Haítí. 

Tjónlausir viðskiptavinir Sjóvár í STOFNI fá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan á hverju ári. Í ár gafst viðskiptavinum kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni eða hluta hennar til góðgerðarmála. Alls söfnuðust 350.000 krónur sem renna óskert til Rauða krossins.

„Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa Rauða krossinum og því góða starfi sem Rauða kross hreyfingin vinnur á Haítí hluta af upphæð sinni, sagði Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvar þegar hann afhenti Þóri Guðmundssyni gjöf viðskiptavina tryggingarfélagsina.