Rauði krossinn vinsælastur á Facebook

4. júl. 2011

Facebook, fyrirtækið sem rekur samnefndan félagsmiðil, hefur með hjálp notenda vefsins valið Rauða krossinn sem þá alþjóðlegu hjálparstofnun sem fjallað verður sérstaklega um á miðlinum.

Í tilefni af Degi félagsmiðla í síðustu viku gerði Facebook skoðanakönnun meðal þeirra 46 milljóna manna sem fylgjast með fréttum af fyrirtækinu. Fólk var spurt hvaða hjálparstofnun af fjórum sem nefndar voru það vildi hafa í hávegum á deginum.

Af þeim fjórum stofnunum eða félögum sem nefnd voru – Alþjóðaráð Rauða krossins, Læknar án landamæra, Livestrong og UNICEF – fékk Rauði krossinn rúmlega helming atkvæða. Finna má síðu Alþjóðaráðs Rauða krossins á www.facebook.com/icrcfans og síða Rauða kross Íslands er á http://www.facebook.com/pages/Rau%C3%B0i-kross-%C3%8Dslands/112993518722561?sk=wall