Genfarsamningarnir frá 1949 samþykktir um allan heim

29. ágú. 2006

Í fyrsta sinn í sögunni hafa alþjóðlegir samningar verið samþykktir í öllum löndum heims. Með samþykki Nauru og Svartfjallalands á Genfarsamningunum frá 1949 er staða þessara samninga staðfest sem þeir alþjóðlegu samningar sem flest lönd hafa samþykkt og ganga út á vernd fórnarlamba stríðsátaka.

„Á tímum þegar stríðsátök kosta mannslíf er mikilvægt að vekja athygli á framlagi alþjóðlegra mannúðarlaga við vernd á sjálfsvirðingu fólks og mannúð í stríði,” segir Jean-Philippe Lavoyer, yfirmaður lögfræðideildar Alþjóðaráðs Rauða krossins.

Í Genfarsamningunum og þeim greinum sem bætt var við hann árið 1977 og 2005 eru grundvallarreglur um vernd fórnarlamba stríðsátaka og hversu langt megi ganga þegar þau eiga sér stað.

Alþjóðráðið, sem hefur staðið vörð um alþjóðleg mannúðarlög, fagnar alþjóðlegu samþykki samninganna og minnir enn og aftur alla á skyldur sínar við að hlíta þeim reglum sem þeir kveða á um.

Nauru samþykkti samningana fjóra 27. júní og Svartfjallaland 2. ágúst. Þar með hafa 194 ríki samþykkt samningana. Þar sem bæði löndin samþykktu einnig viðaukana frá 1977 eru 166 ríki aðilar að viðauka eitt og 162 ríki að viðauka tvö. Genfarsamningarnir og viðaukar hans munu taka gildi í Nauru 27. desember 2006 og í Svartfjallalandi 2. febrúar 2007.

Genfarsamningarnir voru þýddir á íslensku í samvinnu Rauða kross Íslands og utanríkisráðuneytisins árið 2004. Hægt er að nálgast þá á vef Rauða krossins með því að smella hér.