Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að íröskum starfsmönnum Rauða hálfmánans verði sleppt skilyrðislaust.

18. des. 2006

Þrjátíu manns, flestum írönskum starfsmönnum Rauða hálfmánans, var rænt í gærmorgun þar sem þeir voru við störf á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks. Ekki er vitað hverjir ræningjarnir eru en þeir voru vopnaðir.

Pierre Krähenbühl yfirmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur krafist þess að mönnunum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða. „Starfsmenn íranska Rauða hálfmánans leggja hart að sér við að aðstoða alla Íraka í neyð. Þeir stunda störf sín af alúð við erfiðar aðstæður og þá ber að virða og aðstoða en ekki valda þeim erfiðleikum og skaða,” sagði Krähenbühl.

Auðvelt er að bera kennsl á skrifstofur Rauða hálfmánans í Írak sem eru vel merktar hreyfingunni og auðþekkjanlegar af rauða hálfmánanum. Alþjóða mannúðarlög kveða sérstaklega á um vernd starfsmanna mannúðarhreyfinga eins og Rauða krossins og Rauða hálfmánans.