Ertu frönskumælandi og með háskólapróf?

3. okt. 2007

Rauði kross Íslands leitar að háskólamenntuðum einstaklingi sem talar reiprennandi frönsku og ensku og hefur brennandi áhuga á mannúðarmálum til að vera á Veraldarvakt félagsins. Félagar á Veraldarvakt eru þeir sem eru tilbúnir til hjálparstarfa á erlendum vettvangi, oft með skömmum fyrirvara. Skilyrði fyrir veru á Veraldarvakt er að sækja sendifulltrúanámskeið félagsins.

Nú leitar Rauði kross Íslands sérstaklega að ofangreindum einstaklingi sem væri tilbúinn til að vinna með alþjóða Rauða krossinum á átakasvæðum að vernd og aðstoð til þeirra sem ekki taka þátt í átökum. Meðal helstu verkefna eru heimsóknir til fanga sem eru í fangelsi vegna átaka til að tryggja mannúðlega meðferð þeirra, leitarþjónusta og sameining fjölkyldna, skipulagning matvæladreifingar og útbreiðsla mannúðarlaga.     

Nánar um þessi störf sendifulltrúa með alþjóða Rauða krossinum á átakasvæðum og um hæfnikröfur er að finna hér: http://icrc.org/web/eng/siteeng0.nsf/html/fd-delegate

Áhugasömum er bent á að senda ferilsskrá í tölvupósti til Kristínar Ólafsdóttur verkefnisstóra, kristin@redcross.is