Rauði krossinn í Mexíkó aðstoðar þúsundir fórnarlamba flóðanna í landinu

6. nóv. 2007

Tabasco-fylki er enn lamað eftir verstu flóð í sögu þess. Yfirvöld áætla að 90% af fylkinu og yfir milljón manns hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum. Flóðin hafa eyðilagt uppskeru og lifibrauð fólks.

Um sex þúsund sjálfboðaliðar Rauði krossins í Mexíkó taka nú á móti framlögum til hjálparstarfsins á söfnunarstöðum um allt land.  Í Tabasco-fylki taka sjálfboðaliðar þátt í björgun fólks sem er innlyksa vegna flóðanna, veita læknishjálp, sinna sjúkraflutningum og aðstoða fólk í neyðarskýlum. Um 56 þúsund fjölskyldur hafa fengið matarpakka sem duga á fyrir fimm manna fjölskyldur í eina viku auk vatns og klæðnaðar.

„Ástandið er mjög alvarlegt en Rauði krossinn er að gera góða hluti. Liðsöfnun sjálfboðaliða, samhæfing og neyðarvarnaskipulag mætir kröfum um neyðaraðgerð af þessu tagi” segir Stephan McAndrew, yfirmaður Alþjóða Rauða krossins á svæðinu, sem staddur er í Tabasco-fylki um viðbrögð Rauða krossins í Mexíkó.

Rauði krossinn var fljótur að bregðast við og dreifði 650 tonnum og hjálpargögnum, aðallega matarpökkum, vatni og klæðnaði til fórnarlamba flóðanna. Í birgðastöð í borginni Tolcua eru 350 tonn af hjálpargögnum til viðbótar tilbúin til dreifingar.

Að minnsta kosti 500 farartæki í eigu einstaklinga og Rauða krossins, þar á meðal stórir flutningabílar, sjúkrabílar og fjórhjóladrifsbílar eru notuð í hjálparstarfinu. Vatnsdreifingin er framkvæmd í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Tuttugu þyrlur eru einnig notaðar auk báta.

„Enn einu sinni hefur samstaða íbúa Mexíkó hefur gert okkur kleift að hjálpa fólki í neyð. Þökk sé framlagi almennings sem við höfum þegið. Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn og framlag sjálfboðaliða sem koma til liðs við okkur á hverjum degi og vilja hjálpa” segir Isaac Oxenhaut, yfirmaður neyðaraðgerða hjá Rauða krossinum í Mexíkó.

Alþjóða Rauði krossinn styður Rauða krossinn í Mexíkó í sameiginlegum aðgerðum og hefur sent 200 þúsund svissneska franka úr neyðarsjóði sínum sem Rauði kross Íslands er aðili að. Tveir sendifulltrúar Alþjóða Rauð krossins eru við störf í bænum Villahermosa. Verið er að meta þörf á frekari aðgerðum nú þegar flóðin eru í rénum.