186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans

27. nóv. 2007

Rauði kross Svartfjallalands (Montenegro) hefur verið formlega samþykktur af Alþjóða Rauða krossinum, og eru landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans nú 186 að tölu um allan heim. 

Þó svo að Rauði krossinn í Svartfjallalandi sé nýjasta landsfélagið í Rauða kross hreyfingunni fer því fjarri að það sé nýtekið til starfa. Félagið var stofnað árið 1875, en varð síðan deild innan Rauða kross Júgóslavíu þegar ríkið var stofnað í lok fyrri heimstyrjaldar árið 1918 og allt þar til landið hlaut sjálfstæði árið 2006 þegar það gekk úr ríkjasambandi við Serbíu.

Helstu áhersluverkefni Rauði krossins í Svartfjallalandi eru: aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og farandverkamenn, baráttan við alnæmi, skyndihjálp og sálrænn stuðningur, leitarþjónusta fyrir sundraðar fjölskyldur og fræðsla um alþjóðleg mannúðarlög.