Mongólía: Rauði krossinn og samstarfsaðilar veita fræðslu um alnæmi og smitvarnir

Francis Markus Alþjóða Rauða krossinum í Ulaanbaatar

8. jan. 2008

Uppörvandi hróp og köll heyrast þegar keppendur í fyrstu fegurðarsamkeppni mongólskra klæðaskiptinga sveiflast um gólf næturklúbbs eins í Ulaanbaatar, höfuðborg Mongólíu.

Viðburðinum er ætlað að auka vitund um alnæmi meðal samkynhneigðra karlmanna. Keppnin er skipulögð af félagasamtökunum „Ungmenni og heilsa” sem er hópur ungra samkynhneigðra karlmanna og jafnframt náin samstarfsaðili Rauða kross Mongólíu.

Samkynhneigðir karlmenn í Mongólíu stefna að því að öðlast frekari viðurkenningu og skilning í þjóðfélagi sem er ennþá mjög íhaldssamt þegar kemur að málefnum samkynhneigðra. Dr. Ilizu Azyei, verkefnisstjóri mongólska Rauða krossins um fræðslu um alnæmi telur að verkefnið geti byggt upp sjálfsálit samkynhneigðra jafnframt því að breiða út þekkingu um alnæmi og smitleiðir þess.

 „Að virkja og efla samkynhneigða er mjög mikilvægur hluti af okkar vinnu. Við verðum að styðja við þennan samfélagshóp svo hann geti sjálfur stjórnað áhættu sem fylgir alnæmissmiti og á sama tíma hugsað um sjálfan sig og aðra”, bætir Iliza við.

Þegar fylgst er með fegurðarsamkeppninni má glöggt greina að verið sé að virkja áhorfendur og að um mjög einstakt tilefni sé að ræða. Jafnvel tímabundið rafmagnsleysi nær ekki að draga úr áhuga áhorfenda á sýningunni.

„Þið eru öll hetjur í kvöld, hvert ykkar ætti að vera stolt af fegurð og hugrekki ykkar að vera hér”! segir Dr. Azyei, einn dómaranna hvetjandi við þátttakendurna þegar fegurðarsamkeppnin nær hámarki um klukkan 4 að morgni.

Í förðunarherberginu fyrir keppnina um „Herra fegurð 2007 – Hinsegin Ungfrú keppni”, sú fyrsta á meðal samkynhneigðra karla, skipulagt af óháðum félagasamtökum, „Ungmenni og heilsa” og styrkt af Rauða kross Mongólíu, ástralska Rauða krossinum og fleirum. Mynd: A. Nyamdorj / RKM
Fegurðarsamkeppnin kann að vera sú fyrsta en er ekki einangraður viðburður. Þetta er hluti af fjölda verkefna til að virkja og efla samkynhneigða. Smokkar og sérsniðnar upplýsingar um alnæmi er alltaf dreift þegar Rauði krossinn skipuleggur samkomur, jafnvel á körfuboltaleikjum þegar verið að ná til almennings.

Á stöðum sem samkynhneigðir sækja er smokkum og ráðleggingum dreift. Þegar einn slíkur staður var heimsóttur eitt kalt vetrarkvöld í miðborginni kom upp sú tilfinning að samkynhneigðir í Mongólíu væru einangraðir og skortur væri á skilningi á þeirra lífsstíl.

„Fólk er oft ruddalegt við okkur,” voru ummæli eins manns. Annar bætir við „Það er mikið um veggjakrot þar sem slæmir hlutir eru skrifaðir um samkynhneigt fólk og eins þar sem því er kennt um alnæmi í landinu.”

Nú eru um 30 manns í Mongólíu sem eru með alnæmi og þar á meðal nokkrir samkynhneigðir.

Þetta er svið þar sem Rauði krossinn er í forystuhlutverki. Sem stærstu mannúðarsamtök Mongólíu er Rauði krossinn í forystuhlutverki þegar kemur að málum tengdum alnæmi, með diggum stuðningi frá landsfélögum eins og ástralska og finnska Rauða krossinum.

Joel De Mesa, sem er í stjórn „Library Foundation” félag samkynhneigðra karlmanna á Filipseyjum, hefur verið ráðin af ástralska Rauða krossinum til að aðstoða við að efla skilning og tilfinningu á alnæmi meðal starfsfólks Rauða krossins. Þetta er framkvæmt með því að halda röð af námskeiðum þar sem sjónum er beint að samkynhneigðum og alnæmi.

Þátttakendur á námskeiðinu skrifuðu niður spurningar sem upp komu meðan á hópvinnu stóð. Mynd: Francis Markus/IFRC
Á sólríkum sunnudegi, voru samankomin í fundarherbergi á landsskrifstofunni næstum 30 starfsmenn frá deildum Rauða krossins í 17 sýslum Mongólíu.

Það eru m.a. hlutverkaleikir sem Rauða kross starfsfólkið, sem að mestu eru miðaldra konur, verða að setja sig í hlutverk ungs samkynhneigðs manns eða vændiskarls.

Málefnið sem verið er að eiga við er alvarlegt en kemur þó ekki í veg fyrir að skapa líflegt andrúmsloft þegar þáttakendurnir fara í handabandsleik með lokuð augun og slá létt á axlir næsta manns til að líkja eftir alnæmismiti á meðal lítils hóps af fólki.

Þó að þátttakendurnir byrjuðu námskeiðið með fjöldann allan af spurningum var það samhljóma álit að þekking þeirra á málefninu hafi aukist til mikilla muna.

Eftir að þátttakendur hverfa aftur til sinna deilda þá mun þetta starfsfólk vera í lykilhlutverki við að breyta viðhorfum á samkynhneigðum samfélögum og eins að vinna með því til að hindra alnæmismit.

Það mun taka tíma að byggja upp skilning á þessu málefni í landi eins og Mongólía sem er mjög dreifbýlt. En ferlið er byrjað. Fyrsta skrefið er að búa til örugga staði þar sem samkynhneigðir geta verið í fullri sátt með sína kynhneigð og fengið aðgang að upplýsingum auk stuðnings. Næsta skrefið er að auka þátttöku þeirra og eins að kanna þau mál sem hafa áhrif á þeirra sambönd og heilsu.