Gíslar í Kólumbíu leystir úr haldi fyrir milligöngu Rauða krossins

11. jan. 2008

Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um að kólumbíski skæruliðahópurinn Byltingarher Kólumbíu leysti úr haldi gíslana Clöru Rojas og Consuelo González de Perdomo í gær.  Konurnar sem eru frá Venesúela höfðu verið í haldi skæruliðanna í fimm ár.

Tvær þyrlur á vegum Rauða krossins fluttu gíslana til Santo Domingo í Venesúela þaðan sem þær héldu áfram til fjölskyldna sinna til höfuðborgarinnar Caracas.

Alþjóða Rauði krossinn sendir þakkir til allra sem komu að málinu og þá sérstaklega kólumbísku ríkisstjórnarinnar og Byltingahers Kólumbíu fyrir þeirra þátt. Rauði krossinn vill þó lýsa yfir áhyggjum sínum vegna allra gísla sem eru í haldi hinna ýmsu vopnaðra uppreisnarherja í heiminum og minnir á þjáningar fjölskyldna og vina sem ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif ástvina sinna.