Forgangsverkefni Alþjóða Rauða krossins á átakasvæðum

6. feb. 2008

Régis Savioz, yfirmaður almannatengsladeildar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, kemur til Íslands í dag í boði Rauða kross Íslands. Savioz hefur starfað fyrir  Alþjóða Rauða krossinn síðastliðin 10 ár, meðal annars á Indlandi, í Nepal, Súdan, Ísrael og hernumdu svæðunum, Afghanistan og á Fílabeinsströndinni. Áður en hann tók við núverandi stöðu í höfuðstöðvunum í Genf var hann ábyrgur fyrir neyðaraðgerðum Rauða krossins í Suður Asíu.

Savioz mun eiga fundi með starfsmönnum utanríkisráðuneytis til að kynna þeim neyðarstarfsemi Alþjóða Rauða krossins á átakasvæðum. Hann heldur einnig erindi um forgangsverkefni Alþjóðaráðsins á morgun 7. febrúar á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9 kl. 13:00 - 13:45. Fjölmiðlum er boðið að mæta, en einnig er hægt að bóka viðtal við Savioz milli kl. 8:30-10:30 á morgun.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Ólafsdóttir í síma 893 9912.