Alþjóða Rauði krossinn er uggandi um almenna borgara á Gazasvæðinu og í Ísrael

29. feb. 2008

Alþjóða Rauði krossinn lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átaka sem blossað hafa upp að nýju á Gazasvæðinu og ísraelskum þorpum í nágrenninu. Átökin bitna sem fyrr mest á almennum borgurum, og þá sérstaklega á börnum.
 
Fjöldi eldskeyta hefur verið varpað á ísraelsku þorpin Ashkelon and Sderot og lent bæði á íbúahverfum og á sjúkrahúslóð í einu tilviki. Ísraelsher hefur brugðist við eldskeytunum með flugárásum á Gazasvæðinu. Almennir borgarar eru meðal þeirra sem hafa fallið eða særst.
 
„Lífi almennra borgara bæði í Gaza og í Ísrael er stefnt í hættu í þessum átökum,” sagði Christoph Harnisch, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Ísrael og hernumdu svæðunum. „Alþjóða Rauði krossinn hvetur stríðandi aðila til að hætta árásunum og minnir þá jafnframt á skyldu þeirra að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum í einu og öllu.”
 
Alþjóðleg mannúðarlög kveða á um að skýr munur sé gerður á almennum borgurum og hernaðarlegum skotmörkum. Lögin banna árásir sem beint er á almenna borgarar eða opinberar byggingar og kveða á um að heilbrigðisstofnanir og starfsmenn þeirra skuli njóta skilyrðislausrar verndar.
 
Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að stríðandi fylkingar virði alþjóðleg mannúðarlög og fari ávallt eftir þeim við hvaða aðstæður sem kunna að koma upp.