Börn í stríði

18. maí 2004

Framlög styrktarmanna árið 2004 renna öll til aðstoðar börnun á stríðshrjáðum svæðum.

Framlög styrktarmanna árið 2004 renna öll til
aðstoðar börnun á stríðshrjáðum svæðum. Á herri klukkustund sólarhringsins stígur barn á jarðsprengju einhvers staðar í heiminum. Á þeim tíma sem tekur að lesa þessa vefsíðu er líklegt að barn hafi látið lífið í ófriði eða hlotið varanlegt líkamstjón.  

Þá eru eftir öll þau börn sem halda heilsu en skaddast á sálinni. Heimsmynd barnsins er umturnað í ólgu óvissunnar sem stríð veldur.  

Hvað er til ráða? Best væri að binda enda á ófrið. Næstbest er að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr þjáningum, hlúa að börnunum og hjálpa þeim til að eygja von. Það er meðal annars hlutverk Rauða krossins.