Alþjóðlegur malaríudagur

25. apr. 2008

Í dag er Alþjóðlegi malaríudagurinn sem er haldinn til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa unnið til að auka almenna notkun á flugnanetum yfir svefnstæði til varnar malaríusýkingum.
 
Rauði krossinn í Sierra Leone gaf malaríunet um allt land árið 2006 með áherslu á börn yngri en fimm ára með þeim árangri að 23% aukning varð á notkun netanna á meðal almennings.

„Malaría er skelfileg ógn sem herjar á um 3,2 billión íbúa í 107 löndum um allan heim,” segir Juan Manuel Suárez del Toro, forseti Alþjóða Rauða krossins. „Könnunin sem gerð var í Sierra Leone sýndi með óyggjandi hætti að þátttaka Rauða krossins í baráttunni við malaríu getur skipt sköpum til að ná árangri.”

Á síðasta ári dreifði Rauði krossinn 2,5 milljónum moskítóneta. Dreifingin náði til 1,8 milljóna manna í Malí og 490 þúsund í Madagaskar. Í ár er áætlað að dreifa netum til 2,2 milljóna barna í Indlandi, Togo, Mósambík, Malaví, Gíneu, Búrúndí, Burkina Faso, Sambíu, Nígeríu, Rúganda og Mið Afríku.

Jason Peat, heilbrigðisfulltrúi malaríuverkefnisins hjá Alþjóða Rauða krossinum segir: „Við styðjum og störfum með landsfélögum við dreifingu netanna en hlutverk sjálfboðliða Rauða kross landsfélaganna er mun stærra og viðameira.”

Fljótlega eftir að netum var dreift í upphafi regntímans fóru sjálfboðaliðarnir inn á heimilin og könnuðu hvort flugnanetið væri rétt notað og hvort börn undir fimm ára aldri og ófrískar konur notuðu þau. Einnig var séð til þess að ófrískar konur fengju frekari fræðslu um notkun og mikilvægi netanna á heilsugæslustöð.

„Aðstoð af þessu tagi skiptir sköpun í baráttunni við malaríu, en yfir 3.000 börn látast á hverjum degi af völdum hennar,” segir Jason Peat að lokum.

Forvarnarstarf Rauða krossins gegn malaríu í Gambíu

Barátta við malaríu í Sierra Leone