Hungur í heimi allsnægta

14. okt. 2011

Ársskýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans um hamfarir í heiminum var kynnt laugardaginn 15. október.

Þetta er 18. ársskýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans um hamfarir í heiminum. Þar skoðar Rauði krossinn hjálparstarf og afleiðingar hamfara á gagnrýnin og óvæginn hátt og hefur niðurstaða skýrslunnar oft valdið straumhvörfum í viðbrögðum hjálparsamtaka við neyðarástandi í heiminum.

Dr. Mukesh Kapila aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og Anitta Underlin yfirmaður Evrópuskrifstofu samtakanna kynna ársskýrsluna.  Mukesh Kapila gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sameinuðu þjóðirnar um árabil, meðal annars í Rúanda, Afghanistan og Súdan, áður en hann gekk til liðs við Rauða krossinn árið 2006. Anitta Underlin hefur starfað á vegum Rauða krossins um tæplega tveggja áratuga skeið í Afríku, Evrópu og Asíu.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að tugir milljóna manna líði matarskort vegna uppblásturs, náttúruhamfara, nýtingu ræktarlands undir lífefnaeldsneyti og verðhækkana á mat sem tengjast meðal annars kauphallarviðskiptum með landbúnaðarafurðir.

Á meðan 1,5 milljarður manna glímir við offituvanda þá gengur milljarður jarðarbúa svangur til hvílu á kvöldin. Fleiri þjást af vannæringu nú en fyrir 40 árum.

Skýrslan í pdf