Fulltrúi Rauða krossins viðstaddur undirskrift banns við klasasprengjum

3. des. 2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skrifaði undir samkomulag um bann við framleiðslu og notkun klasavopna fyrir hönd Íslands í Osló í dag. „Það að í dag skuli hafa tekist að undirrita alþjóðasamning um bann við klasavopnum ber vitni um árangur áralangs starfs Alþjóða Rauða krossins og einstaka Rauða kross félaga sem margir héldu að yrði aldrei að veruleika,” segir Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands sem var viðstaddur undirritunina fyrir hönd félagsins.

Jarðsprengjur voru bannaðar 1997 og árið 2003 var alþjóðasamningur undirritaður um úrgang á vígvöllum. Fyrsta klasasprengjan féll í Grimsby árið 1943 og síðast var klasasprengjum varpað á Líbanon árið 2006.

Samkomulagið er stórt skref fram á við fyrir alþjóðleg mannúðarlög.

Nánari upplýsingar gefur Þórir Guðmundsson í síma 894 9005