Árangursrík jafningjafræðsla ungmennahreyfingar afganska Rauða hálfmánans

Ali Hakimi Alþjóða Rauða krossinum

23. des. 2008

Rauði hálfmáni Afgansistans hefur náð til tæplega 80 þúsund ungmenna með átaki í vitundarvakningu um alnæmi í framhaldsskólum í Kabul, Herat og Mazar-e-Sharif. Að auki gengu yfir hundrað ungir sjálfboðaliðar í norðurhluta landsins til að marka alþjóðadag alnæmis þann 5.desember.

Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi eru nú 505 einstaklingar sýktir af HIV veirunni í landinu, þó ráðuneytið telji að raunverulegur fjöldi sé nærri því að vera milli 2000 og 2500 manns.

Þekkingarleysi og mikill fjöldi sprautufíkla er aðalástæða fyrir útbreiðslu sjúkdómsins í Afganistan. Aðrar ástæður eru mikill fjöldi flóttamanna sem snúið hafa heim, fátækt og sá smánarblettur sem festist á þeim sem lifa með sjúkdómnum, en þeir eru oft útilokaðir úr samfélaginu og neitað um aðstoð.

Jákvæðu hliðarnar

Sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans héldu upp á  Alþjóða alnæmisdaginn þann 5. desember í framhaldsskólanum í Mazar.

Poran Omidzada, sjálfboðaliði Rauða hálfmána Afganistans sagði: „Ég tel það mikilvægt að við fræðum samfélagið um að þrátt fyrir að einhver sé smitaður af HIV, þá þýði það ekki að líf hennar eða hans sé allt neikvætt. Við verðum að horfa á jákvæðu hliðarnar.”

Málþing og kynningarátök eru gríðarlega hjálpleg í að koma skilaboðunum til samfélagsins og hvetja þau til að samþykkja smitaða íbúa meðal sín. Á sama tíma er þetta gott tækifæri til að fræða fólk um aðferðir til að koma í veg fyrir smit,” bætir hún við.

Afganski Rauði hálfmáninn, með aðstoð frá Alþjóðasambandinu og öðrum samtökum, hefur hrint af stað fjölbreyttum verkefnum til vitundarvakningar í samfélaginu um alnæmi og almennt um kynsjúkdóma. Samkvæmt Dr. Fatima Nasir, verkefnastjóra fyrir alnæmi hjá afganska Rauða hálfmánanum, voru alls 632 ungliðar þjálfaðir í jafningjafræðslu í ýmsum hverfum í Kabúl, Herat og Mazar-e-Sharif og 2930 kennarar voru fræddir um tengd málefni.

Kannanir á stöðu mála
„Þrátt fyrir að við gætum ekki haft átak í vitundarvakningu um alnæmi í fgönskum borgum vegna öryggisástandsins, þá höfum við haldið átakinu áfram í framhaldsskólunum. Við höfum gert kannanir og bætt þekkingu og viðhorf til HIV og alnæmis í 63 framhaldsskólum á þessum svæðum og höfum náð til meira en 79.500 nemenda,“ bætti Dr.Nasir við.

Þátttaka ungs fólks í fyrirbyggjandi aðgerðum og fræðslu hefur skipt sköpum í vitundarvakningu um sjúkdóminn. Jafningjafræðsla um heilbrigt kynlíf hefur hjálpað mikið til að breiða út vitneskju til að auka öryggi í kynlífi ungs fólks.