Rauði krossinn í Indónesíu sendir sjúkrabíla til Jakarta

17. júl. 2009

Rauði krossinn í Indónesíu sendi í dag út sjö sjúkrabíla ásamt 42 sjálfboðaliðum og bráðatæknum til að aðstoða fórnarlömb sprenginga á tveimur stórum hótelum í Jakarta. Samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar létust 8 manns í sprengingunum en 50 særðust. Sjálfboðaliðarnir veittu skyndihjálp og aðra mannúðaraðstoð á báðum stöðum og á sjúkrahúsum þangað sem særðir hafa verið fluttir.

„Sjúkraflutningateymi Rauða krossins hafa flutt særða frá JW Marriot hótelinu á sjúkrahús.  Önnur teymi leita að fjölskyldum fórnarlamba svo að hægt sé að upplýsa þær um afdrif þeirra,” segir Rukman, yfirmaður á sviði neyðarvarna innan Rauða krossins í Indónesíu.

 „Þessi teymi eru  hluti af Neyðarvörnum landsfélagsins og eru starfrækt í samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn (IFRC) um alla Indónesíu. Þeim er ætlað er að bæta fyrstu viðbrögð við hamförum og auka meðvitund um það flókna umhverfi sem folk býr við.” Segir Michael Annear yfirmaður á sviði neyðarvarna Alþjóða Rauða krossins á Kyrrahafssvæðinu.

Einn íslenskur sendifulltrúi , Helga Bára Bragadóttir, starfar á Kyrrahafsskrifstofu Alþjóða Rauða krossins (IFRC) í Suva á Fídjíeyjum. Hlutverk hennar er að ýta undir þróun skilvirkara lagaumhverfis fyrir alþjóðlega mannúðaraðstoð á svæðinu.