Mynd-samband milli Guantanamo fanga og fjölskyldna þeirra

6. okt. 2009

Þökk sé framtaki sem Alþjóða Rauði krossinn setti á fót ásamt bandaríska hernum að fangar í Guantanamó fangabúðum bandaríska sjóhersins geta nú haldið fjarfundi við fjölskyldur sínar í gegnum mynd-tengingu. 

60 fangar skráðu sig fyrir fjarfundi þegar þessu var hrint í framkvæmd þann 17. september sl. Lengd hvers símtals er einn klukkutími og er takmarkað við nánustu fjölskyldu og ættingja. Fangarnir og ástvinir þeirra geta séð hvort annað á skjá á meðan á símtalinu stendur.  Umræðurnar eru takmarkaðar við fjölskyldu- og persónuleg mál, og eru undir eftirliti stjórnar fangabúðanna.

„Þó ekkert geti komið í stað persónulegra heimsókna undir fjögur augu er slíkt mynd-tenging ný leið fyrir fangana og fjölskyldur þeirra til að halda sambandi," sagði Jens-Martin Mehler fulltrúi Alþjóða Rauða krossins og umsjónarmaður heimsókna í Guantanamó fangabúðirnar. „Hvar sem Alþjóða Rauði krossinn sækir fanga heim, er leitast við að gera föngunum kleift að halda tengslum við fjölskyldur sínar.“

Fjölskyldurnar munu taka þátt í símtölunum í starfsstöðvum Rauða krossins í þeim löndum sem fjölskyldurnar búa í.

„Svipaðar tengingar hafa verið settar upp fyrir fjölskyldur þeirra sem haldið er í „Bagram Theater Internment“ stöðinni í Afganistan frá byrjun ársins 2008," sagði Mehler. „Verkið í Guantanamó er þó tæknilega og skipulagslega erfiðara viðfangs þar sem ætlunin er að það tengi á endanum yfir 30 svæði í 20 mismunandi löndum."

Alþjóða Rauði krossinn hefur heimsótt fanga í Guantanamó síðan 2001.  Það veitir þeim og öðrum föngum um allan heim tækifæri til að vera í samskiptum við fjölskyldur sínar í gegnum skilaboð Rauða krossins, en 49.153 skilaboðum hefur verið safnað og dreift milli Guantanamó og fjölskyldna utanlands síðan árið 2002. Síðan í apríl 2008 hafa fangar í Guantanamó getað talað við fjölskyldur sínar í síma nokkrum sinnum á ári í gegnum þjónustu Alþjóða Rauða krossins.