Alþjóða heilbrigðisstofnunin setur nýjar leiðbeiningar um meðferð alnæmis

3. des. 2009

Þann 30. nóvember gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) út nýjar leiðbeiningar um meðferð HIV-smitaðra og aðferðir til að koma fyrir smit milli móður og barns (PMTCT (Prevention of mother-to-child transmission) þann.

Auknar lífslíkur fyrir milljónir HIV-smitaðra
Á grundvelli þessara leiðbeininga geta ríkisstjórnir sett sína eigin staðla fyrir alnæmismeðferð í sínum löndum og aðferðir til að koma í veg fyrir smit milli móður og barns. Fjármagn og staðbundin geta ræður mestu um það hvernig leiðbeiningunum verður fylgt eftir en hugsanlega munu breytingarnar hafa gríðarleg áhrif á líf þeirra 33,4 milljóna manna sem eru smitaðir af HIV veiruni.

„Ef mörg ríki fara eftir þessum leiðbeiningum mun það auka lífslíkur fólks og gera því kleift að njóta heilbrigðara lífs,” sagði Dr. Hiroki Nakatani hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni.

Lyfjagjöf hefst fyrr
Vísindalegar rannsóknir liggja þessum nýju vinnureglum til grundvallar. Mælt er með því að HIV-smitaðir fái alnæmislyf (andiretroviral therapy (ART)) þegar 350 ónæmisfrumur eða færri mælast í hverjum rúmmillilítra af blóði, óháð því hvort sjúklingar sýna einkenni veikinda eða ekki. Hingað til hefur verði miðað við 200 frumur eða færri.
 
Rannsóknir hafa sýnt að með því að hefja lyfjameðferð fyrr megi lækka dánartíðni. Það þýðir hins vegar að sjúklingar þurfa að vera á alnæmislyfjum ((ARV) antiretroviral drugs) að meðaltali tveimur árum lengur en ella.

Meiri lyfjakostnaður
Til skemmri tíma munu fátæk lönd eiga erfiðara með að standa undir kostnaði við lyfjameðferð á grundvelli þessara nýju leiðbeininga Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar heldur en þegar þau studdust við fyrri leiðbeiningar. Um leið er gert ráð fyrir því að verulega dragi úr nýjum HIV-sýkingum, berklum og öðrum sjúkdómum sem blossa upp þegar alnæmi dregur úr viðnámsþrótti ónæmiskerfisins. Hinar nýju leiðbeiningar munu því draga úr kostnaði til lengri tíma.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir einnig með því að notuð séu lyfin Zidovudine (AZT) eða Tenofovir (TDF) frekar en Stavudine (d4T), en það hefur verið notað mikið í þróunarlöndum. Stavudine er ódýrara en veldur mun alvarlegri aukaverkunum. Leiðbeiningarnar fela jafnframt í sér að fylgst sé með veirumagni og fjölda ónæmisfruma í blóði til að tryggja rétta meðferð.

HIV-smitaðar mæður hvattar til að hafa börn á brjósti
Eldri leiðbeiningar gerðu ráð fyrir því að HIV-smitaðar mæður fengju alnæmislyf frá og með 28. viku meðgöngunnar. Nýju vinnureglurnar hvetja HIV-smitaðar mæður til að hafa börn sín á brjósti fyrstu tólf mánuði æfinnar ef þær eru á alnæmislyfjum. Gert er ráð fyrir því að HIV-smitaðar mæður fái lyfjameðferð frá og með 14. viku meðgöngu og þangað til þær hætta að hafa börnin á brjósti. Það er í samræmi við margar nýlegar rannsóknir sem hafa sýnt að alnæmislyf  (ARV) koma í veg fyrir smit milli móður og barns við brjóstagjöf.

„Við sendum skýr skilaboð um að það sé gott fyrir öll börn að vera á brjósti, jafnvel börn HIV-smitaðra mæðra, ef þær eru á alnæmislyfjum,” sagði Daisy Mafubelu við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.