Drykkjarvatn

18. mar. 2003

Hversu margir hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni?
Um það bil 1,4 miljarður manna hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Að minnsta kosti 2 milljónir barna deyja ár hvert úr sjúkdómum sem tengjast skorti á hreinu drykkjarvatni, og í nokkrum þróunarlandanna má rekja 80 prósent af öllum sjúkdómum til skorts á hreinu vatni.

Í minnst þróuðu löndunum hafa 41 prósent íbúa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Hver eru vandmálin í tengslum við vatn?
Vatn er fólki lífsnauðsynlegt. Það er einfaldlega ekki hægt að lifa án vatns, og fullorðið fólk þarf milli 3 og 7 lítra af hreinu drykkjarvatni á dag. Margir hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Í mörgum af fátækustu löndum og borgum heims er næsta vatnsból í margra tíma göngufjarlægð, og eyða því konur dýrmætum tíma í að ganga fram og til baka með vatn. Síðan er það líka algengt að vatnið sé ekki einu sinni hreint, og fólk verður veikt af því að drekka það. Það hefur síðan í för með sér að fólk verður veikburða og á erfiðara með að læra.

Þess vegna snýst þróunarhjálp svo oft um að útvega hreint drykkjarvatn, kenna hvernig yrkja á landið sem best og reyna að koma börnum í skóla.

Í náttúruhamförum er hreint vatn lang oftast vandamál. Til dæmis varð Mósambík fyrir miklum hamförum vegna flóða í mars 2000 þar sem heilu bæirnir fóru á kaf. Í svona tilfellum verður drykkjarvatn alltaf vandamál. Það er vegna þess að bæði brunnar og skolpræsi flæða yfir og vatnið blandast saman. Það endar með því að það er ekki til neitt hreint vatn.

Þegar þetta gerist er hægt að tryggja hreint vatn með hjálp nokkurra lítilla vatnshreinsitaflna.

Vatnshreinsitöflur geta hreinsað mengandi örverur á efnafræðilegan hátt, þannig að óhreint vatn breyttist í drykkjarhæft vatn. Ein vatnshreinsitafla kostar um það bil 7 krónur og getur hreinsað 10 lítra af vatni.