18. nóv. 2013 : Fjölmenningarleg veisla

17. des. 2012 : Hjálpumst að um jólin

11. jún. 2012 : Börn og umhverfi námskeið

3. jún. 2011 : Börn og umhverfi, sívinsælt námskeið fyrir börn

Nú stendur sem hæst kennsla á námskeiðunum Börn og umhverfi sem haldin eru af deildum Rauða krossins víðsvegar um landið. Hátt í 500 börn útskrifast árlega af þessum sívinsælu námskeiðum sem eru fyrir börn 12 ára og eldri sem gæta yngri barna.
 
Þátttakendur læra ýmislegt er varðar umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

1. jún. 2011 : Vorverkin hjá Seyðisfjarðardeild Rauða krossins

Sú hefð hefur skapast á Seyðisfirði að Rauða kross deildin færir forskólabönum reiðhjólahjálma á Hjólreiðadaginn sem haldinn er í lok hvers skólaárs. Margir aðilar koma að þessum degi þar á meðal lögreglan sem skoðar hjól barnanna og sjálfboðaliðar Rauða kross deildarinnar sem afhenda hjálmana ásamt fleirum. Börnin fengu ekki bara hjálma að þessu sinni því deildin gaf þeim líka endurskinsvesti. Kiwanishreyfingin gaf við sama tækifæri börnum úr 1. bekk reiðhjólahjálma.

En vegna úrhellis rigningar varð hjólatúr hópsins mjög stuttur. Farið var frá gamla barnaskólanum að Hótel Öldu þar sem í boði var heitt súkkulaði og meðlæti sem var vel þegið og allir hressir þrátt fyrir úrhellið utandyra.

3. feb. 2011 : Hannaði Rauða kross vesti fyrir vinnuna

Jóhanna María Henriksson, starfsmaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins er vel merkt í vinnunni. Jóhanna hannaði og prjónaði lopavesti til að nota við skyldustörfin þar sem merki Rauða krossins er í forgrunni. Vestið var vígt í gær á fundi Þekkingarnetsins á Egilstöðum þar sem Jóhanna kynnti úrræði Rauða krossins fyrir atvinnuleitendum, og var gerður góður rómur að klæðnaðinum.

Jóhanna segir hugmyndina hafa kviknað við prjónaskap fyrir verkefnið Föt sem framlag, en stór hópur sjálfboðaliða Rauða krossins um allt land prjónar föt og útbýr ungbarnapakka sem sendir eru í gegnum systrafélög Rauða krossins í Hvíta Rússlandi og Malaví.

17. jan. 2011 : Nýir leiðbeinendur í hlutverkaleiknum Á flótta

Á flótta er hlutverkaleikur fyrir 13 ára og eldri, sem gefur fólki tækifæri til að upplifa í 24 klukkutíma hvað það er að vera flóttamaður. Í stuttu máli er ætlunin að gefa fólki raunsanna upplifun af því hvað það er að vera flóttamaður.

Um síðustu helgi var haldið námskeið á Reyðarfirði til að þjálfa leiðbeinendur fyrir leikinn. Farið var yfir alla þætti og unnin hópavinna eftir nýuppfærðu námsefni. Alls tóku 11 ungmenni víðs vegar af Austurlandi þátt sem eru nú færir um að setja upp hlutverkaleikinn.

15. des. 2010 : Fatamarkaðir á Austurlandi

Nokkrar deildir Rauða krossins á Austurlandi halda fatamarkaði í desember. Á Egilsstöðum var markaðurinn opinn dagana 3. til 11. desember í sláturhúsinu (menningarhúsinu) á Egilsstöðum á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar. Fjöldi sjálfboðaliða sáu um markaðinn og gekk salan mjög vel. Ágóðinn mun skiptast á milli verkefna í Malaví í Afríku og innanlands.

Eskifjarðardeild rekur Stóru Rauða kross búðina sem er opin á laugardögum fram að jólum frá klukkan 10-14. Þar er alltaf verið að taka upp nýjar vörur og einnig eru þeir sem áhuga hafa á sjálfboðnu starfi hvattir til að hafa samband í síma 661 7816. Það er einnig velkomið að hringja ef fólk vanhagar um föt og kemst ekki á laugardaginn.

8. des. 2010 : Sinn er siður í landi hverju

Það var glatt á hjalla um síðustu helgi þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir alþjóðlegri jólaveislu. Gestirnir sem voru frá ýmsum þjóðlöndum komu með góðgæti og kynntu jólasiði frá sínu heimalandi. Einnig voru íslenskir jólaréttir eins og laufabrauð og randakökur á boðstólnum.

Að lokum sameinuðust allir í dansi í kring um jólatréð og sungin voru íslensk jólalög.

30. nóv. 2010 : Eskifjarðardeild gefur endurskinsvörur

Eskifjarðardeild Rauða kross Íslands lagði sitt til umferðaröryggis í bænum með því að færa nemendum grunnskólans endurskinsvesti og endurskinsmerki. 

15. nóv. 2010 : Kaffisamsæti aldraðra á Breiðdalsvík

Rauða kross deildirnar á Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði buðu öldruðum á hið árlega kaffisamsæti á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á sunnudaginn,  en deildirnar skiptast á að halda samsætið. Komu Fáskrúðsfirðingar og Stöðfirðingar í rútu ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Hótel Bláfell sá um veitingarnar og var glatt á hjalla því þar hittust gamlir kunningjar úr sveitunum.

Unnur Björgvinsdóttir formaður Breiðdalsdeildar las skemmtilegan pistil um fyrstu vegasamgöngur á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar þegar vegur var lagður með ýtum í Kambanesskriðum. Í dag tekur um 10 mínútur að keyra á milli en árið 1962 voru menn klukkutíma og korter að keyra skriðurnar.

2. nóv. 2010 : Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa - Rauði krossinn og Fjarðabyggð í samvinnu

Upplýsingamiðstöð fyrir nýja íbúa er rekin í samvinnu milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Rauða kross deildanna í Fjarðabyggð. Stór hluti starfsmanna Fjarðaráls ásamt starfsmönnum annarra fyrirtækja á svæðinu er aðfluttur inn í fjórðunginn. Greinin birtist í fréttablaði Fjarðaráls.

27. okt. 2010 : Svæðisfundur á Austurlandi haldinn á Norðfirði í blíðskaparveðri

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn að þessu sinni á Norðfirði og mættu fulltrúar frá tíu deildum af ellefu. Fyrir utan venjuleg fundarstörf svæðisfundar voru tvö meginmálefni á dagskrá.

Vinadeildasamstarf hófst fyrir ári síðan við deildina í Mwansa í Malaví svo ekki er komin mikil reynsla á starfið. Rætt var um starfið í vinnuhópum og spurningum svarað.

Annað málefni var stefna Rauða krossins til 2020. Umræðum stjórnuðu Anna Stefánsdóttir formaður og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Fulltrúum var skipt upp í hópa þar sem hugmyndir að stefnunni voru ræddar.

17. sep. 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

17. sep. 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

2. sep. 2010 : Starfið á árinu 2009

24. jún. 2010 : Prjóna teppi í iðjuþjálfun

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauðakrossins tók á móti fyrsta teppinu sem vistmenn á sjúkrahúsið HSA á Egilsstöðum gerðu fyrir verkefnið Föt sem framlag í samvinnu við Rauða krossinn.

Þegar er byrjað að prjóna fleiri teppi fyrir verkefnið með dyggri aðstoð iðju- og virkniþjálfa.

Teppin fara með í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis. Á síðasta ári voru sendir 4.259 ungbarnapakkar til Hvíta Rússlands og Malaví.

15. jún. 2010 : Nytjahús opnar á Egilsstöðum

Það var mikið um dýrðir þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði nytjahús á Egilsstöðum á laugardaginn í blíðskaparveðri.

26. maí 2010 : Prjóna teppi til að halda sér virkum

Vistmenn af sjúkradeild HSA hafa gengið kröftuglega til liðs við verkefni Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins með því að prjóna teppi. Teppin fara í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag þar sem útbúnir eru fatapakkar til neyðaraðstoðar erlendis.

Margrét Aðalsteinsdóttir annar hópstjóri Rauða krossins í Föt sem framlag hitti prjónahópinn á HSA og skoðaði framleiðslu á fyrstu teppunum. Þau fara í fatapakka sem sendir verða til Malaví.

Margrét er afskaplega ánægð með samstarfið sem kemur sér ákaflega vel fyrir virkni- og iðjuþjálfunarstarf á deildinni.

15. apr. 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

15. apr. 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

13. apr. 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

13. apr. 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

17. mar. 2010 : Aðalfundarhrinu lokið á Austurlandi

Aðalfundum deilda Rauða krossins á Austurlandi lauk með fjölmennum fundi á Stöðvarfirði. Sérstakir gestir á fundinum voru Halldór U. Snjólaugsson og Esther Brune sem sitja í stjórn Rauða kross Íslands.

Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar flutti skýrslu síðasta árs en þar kom meðal annars fram að deildin flutti í nýtt húsnæði og opnaði fatabúð sem kölluð er Litla Rauða kross búðin. Í haust bættist við lopasala í búðinni sem nýtur vinsælda.

Fjöldi sjálfboðaliða gekk til liðs við deildina og stærsta verkefnið var „Föt sem framlag". Framleiddir voru 74 ungbarnapakkar og þar af fóru 55 pakkar með sendingunni til Hvíta Rússlands í desember.

12. mar. 2010 : Töff krakkar á Rauða kross balli

Þegar Stóra Rauða kross búðin opnaði á Eskifirði kom upp sú hugmynd að halda Rauða kross ball  í Knellunni sem er félagsmiðstöð ungmenna á Eskifirði. Þegar Knellan flutti í nýtt húsnæði á dögunum var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Allir ballgestir versluðu sér föt í Stóru Rauða kross búðinni en hagnaðurinn var látinn renna til Knellunnar. Ágóðinn var einnig búðarinnar sem fékk góða auglýsingu fyrir þau fínu föt sem þar fást.

10. mar. 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

10. mar. 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

9. mar. 2010 : Íslenskuæfingar á Reyðarfirði

Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Kirkjunnar á Reyðarfirði bjóða þeim sem vilja æfa sig í íslensku að koma í safnaðarheimilið í spjall og spil á miðvikudagsmorgnum klukkan 10. Allir eru velkomnir hvort sem þeir eru vanir að tala íslensku eða ekki.

Þeir sem vita af útlendingum sem vilja æfa sig í íslensku eru hvattir til þess að láta þá vita af þessum möguleika. Þjálfunin er ókeypis og ekki þarf að skrá sig. Þeir sem hafa lausa stund á miðvikudagsmorgnum og vilja hjálpa fólki að læra íslensku eru líka hjartanlega velkomnir.

2. mar. 2010 : Sköpunargleði í hjálparstarfi

Í félagsstarfi aldraðra á Reyðarfirði er hópur kvenna í prjónahópi. Þær prjóna reglulega saman og senda framleiðsluna í Rauðakrossbúðirnar. Reyðarfjarðardeild Rauða krossins hefur á móti útvegað prjónahópnum garn.

Víða á landinu eru hópar innan félagsstarfs eldri borgara sem gefa Rauða krossinum alls kyns hannyrðir. Afurðirnar fara annað hvort til þróunaraðstoðar eða eru seldar í fatabúðunum þar sem hagnaðurinn er notaður til hjálparstarfs.

25. jan. 2010 : Áramótakveðja frá formanni Stöðvarfjarðardeildar

Við jól og áramót er tilhlýðilegt að líta til baka og skoða það sem gert var á síðasta ári. Um leið og ég sendi nýárskveðjur til allra langar mig að segja frá því sem við í Stöðvarfjarðardeildinni höfum verið að bardúsa á síðasta ári.

Árið 2009 var stórt ár hjá okkur sem hófst með því að þann 6. janúar var okkur tilkynnt að við fengjum íbúðarhúsið Heimalund til afnota. Íbúðalánasjóður á húsið og sýnir okkur þessa rausn.

Við einhentun okkur í að gera húsið klárt, þrífa og laga og koma okkur fyrir. Að því loknu skipulögðum við dagskrá fyrir húsið og þann 24. janúar opnuðum við það með pompi og prakt og komu um 50 manns til okkar í kaffi þann dag.

22. jan. 2010 : Liðsauki, föt og ungmenni

Kynningarfundur fyrir sjálfboðaliðana í liðsaukaverkefninu var haldinn hjá Stöðvarfjarðardeildinni þann 18. janúar og mættu 14 manns.

Tekinn hefur verið inn lopi í Litlu Rauða kross búðinni og hefur það fengið góðan hljómgrunn. Grunnskólastelpur frá 9 ára aldri, eru komnar í hópinn föt sem framlag og mæta annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19.

Ungmennastarfið er að fara af stað aftur og verður t.d. á miðvikudagskvöldum.

22. des. 2009 : Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn

Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.

„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.

22. des. 2009 : Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn

Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.

„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.

15. des. 2009 : Fjarðabyggð veitir Rauða krossinum styrk

Fjarðabyggð veitti Rauða kross deildunum í Fjarðabyggð styrk að upphæð 500.000 krónur sem notaður verður í þágu þeirra sem á þurfa að halda um hátíðarnar.

Við afhendingu styrksins sagði Helga Jónsdóttir bæjarstjóri: „Rauði krossinn hefur um árabil veitt þeim sem mest þurfa á að halda stuðning um jól og áramót. Um leið og Rauða kross deildunum er óskað gæfu og farsældar á nýju ári eru þær beðnar um að ráðstafa styrknum til þeirra sem á liðsinni þurfa að halda um þessi jól.“ „Blessun fylgi starfi Rauða krossins,“ segir Helga.
 

14. des. 2009 : Samstarf Rauða krossins og Fjarðabyggðar

Fimm deildir Rauða kross Íslands í Fjarðabyggð; Eskifjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild, Norðfjarðardeild, Reyðarfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild hafa gert samning við sveitarfélagið Fjarðbyggð. Samningurinn er framhald á samningi sem gerður var þann 14. febrúar 2008, með viðeigandi breytingum í samræmi við breyttar aðstæður og gildir hann til ársloka 2011.

Innihald samningsins er að Rauða kross deildirnar vinni áfram með Fjarðabyggð að móttöku nýrra íbúa og þjónustu við þá. Nýir íbúar í Fjarðabyggð eru sóttir heim, boðnir velkomnir og þeim færður lykill að Fjarðabyggð ásamt handbók með upplýsingum um þjónustu í sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri Rauða krossins er Sigríður Herdís Pálsdóttir. Auk þess að annast móttöku nýrra íbúa mun hún vinna náið með deildunum að þeim verkefnum sem þær eru að vinna að á hverjum stað og kemur að fræðslu og námskeiðahaldi.

3. des. 2009 : Stóra Rauða kross búðin opnar á Eskifirði

Rauði krossinn opnaði fatamarkað á Eskifirði síðasta laugardag. Markaðurinn er á efri hæð í húsi Samkaupa en þar er Rauða kross deildin á Eskifirði að koma sér fyrir í nýju húsnæði.

Markaðurinn verður opinn á laugardögum til að byrja með en hann er hinn glæsilegasti og hægt að gera góð kaup.

Í nýja húsnæði deildarinnar er aðstaða fyrir verkefnið verkefnið Föt sem framlag en þar eru útbúnir fatapakkar fyrir ungbörn sem sendir eru til Malaví og Gambíu.

Í Fjarðarbyggð er einnig Rauða kross búð á Stöðvarfirði. Hún er staðsett að Fjarðarbraut 48 og er opin mánudaga klukkan 19:30-22 og laugardaga klukkan 14-16.

23. nóv. 2009 : Fatamarkaður Rauða krossins á Eskifirði

Á dögum myrkurs á Austurlandi var Rauða kross deildin á Eskifirði með fatamarkað í félagsheimili Eskfirðinga, Valhöll. Pokinn var seldur á kr. 500 og mætti fjöldi fólks. Markaðurinn var kynning á þessu nýja verkefni deildarinnar.

Formlega verður markaðurinn opnaður í lok nóvember á efri hæðinni hjá Samkaupum og verður opinn nokkra daga í hverri viku í náinni framtíð.

Undanfarið hafa sjálfboðaliðar deildarinnar unnið hörðum höndum við að standsetja húsnæðið.

Þess má geta að sömu helgi voru Eskfirðingar með „ástarhelgi" og voru uppákomur um allan bæ.

19. nóv. 2009 : Ungbarnapakkar frá Austurlandi til Hvítarússlands

Rauði krossinn á Austurlandi tók á móti 67 ungbarnabökkum af Kvenfélaginu í Hróarstungu sem ætlaðir eru börnum í Hvítarússlandi. 

11. nóv. 2009 : Heimsóknahundur tekur til starfa í Fjarðabyggð

Vaskur er þriggja ára, ástralskur fjárhundur, sem tók nýlega til starfa sem sjálfboðaliði Rauða krossins í Fjarðabyggð. Hann er fyrsti heimsóknahundurinn utan höfuðborgarsvæðis en heimsóknahundar hafa starfað þar í nokkur ár. 

Fyrsta heimsókn Vasks var á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og gekk mjög vel. Hann „spjallaði" við heimilismenn sem tóku honum afskaplega vel og gáfu honum hundanammi. Þetta var skemmtileg heimsókn og Vaskur kunni athyglinni vel og hafði lítið fyrir því að heilla heimilisfólk á Uppsölum.

5. nóv. 2009 : Þjóðahátíð Austfirðinga á Vopnafirði

Þjóðahátíð Austfirðinga var haldin í grunnskólanum á Vopnafirði á laugardaginn. Fulltrúar 12 þjóðlanda kynntu menningu sína og matarhefðir. 

14. okt. 2009 : Sjálfboðaliðar frá Alcoa vinna fyrir Rauða krossinn

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls lögðu hönd á plóg og unnu sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn dag einn í október. Er þetta gert til að sína að starfsmenn fyrirtækisins séu tilbúnir að endurgjalda samfélaginu.

Í þetta sinn nutu fjórar Rauða kross deildir í Fjarðabyggð vinnuframlags  þeirra við fatasöfnun. Á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gengu sjálfboðaliðar  í hús og söfnuðu saman fatapokum frá Fatasöfnun Rauða krossins, á Reyðarfirði og Eskifirði dreifðu sjálfboðaliðarnir pokunum í hús. 

Á Eskifirði komu sjálfboðaliðar saman og máluðu skrifstofu Rauða krossins og festu fatasöfnunargám Rauða krossins við húsið svo hann fyki ekki.

13. okt. 2009 : Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi haldinn þrátt fyrir óveður

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi og mættu fulltrúar sex deilda af ellefu. Áætlað var að halda deildarnámskeið áður en fundur hófst en vegna óveðurs komst leiðbeinandinn Hlér Guðjónsson ekki austur með flugi. Fyrirhugaðir fyrirlestrar frá Erni Ragnarssyni verkefnisstjóra fatasöfnunar og Svövu Traustadóttir varaformanni URKÍ féllu einnig niður vegna sömu orsaka en þrátt fyrir allt þetta var ákveðið að halda fundinn.
Málfríður Björnsdóttir formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Starfs- og fjárhagsáætlun síðasta árs og árið 2010 var tekin fyrir og að því loknu var gengið til kosninga í svæðisráð. Pétur Karl Kristinsson formaður Eskifjarðardeildar lauk setu og inn kom Egill Egilsson formaður Djúpavogsdeildar, Málfríður Björnsdóttir formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar lauk setu sem formaður en situr áfram í eitt ár í ráðinu og við tók Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir varamaður í Reyðarfjarðardeild.

12. sep. 2009 : Umfangsmikil flugslysaæfing á Egilsstöðum

Hérðas- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í flugslysaæfingu sem sett var upp á Egilsstaðaflugvelli í dag. Flugvél með 32 farþega og þrjá í áhöfn átti að hafa hlekkst á við norðurenda flugbrautarinnar þar sem hún brotnaði í tvennt og eldur kom upp.

Sjálfboðaliðar deildarinnar opnuðu söfnunarsvæði aðstandenda þar sem 35 aðstandendur þolenda leituðu aðstoðar. Þar veitti skyndihjálparhópur Rauða krossins einnig skyndihjálp þeim 10 farþegum sem voru minnst slasaðir. Óskað var eftir áfallahjálparteymi úr Reykjavík. Sex þeirra voru strax tilbúnir og áttu að hafa farið austur með ímyndaðri flugvél.

10. sep. 2009 : Grillveisla á Reyðarfirði

Rauðakrossdeild Reyðarfjarðar, BYKO á Reyðarfirði og Rafveita Reyðarfjarðar buðu til heljarmikillar grillveislu í rafveitugilinu um síðustu helgi. Gunnar Th. Gunnarsson átti hugmyndina að hátíðinni og var markmiðið að gefa íbúum á Reyðarfirði kost á að kynnast betur enda hefur orðið mikil fólksfjölgun á Reyðarfirði á undanförnum árum.

Liðlega 300 manns mættu enda var boðið upp á glæsilegar veitingar – heilgrillað naut og pylsur fyrir krakkana. Þegar allir voru orðnir saddir settist fólk upp í gil þar sem sungið var fram á kvöld. Ákveðið hefur verið að stefna að því að bjóða aftur til veislu næsta sumar og þá mæta örugglega allir Reyðfirðingar.

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

26. maí 2009 : Rauði krossinn á Seyðisfirði gefur reiðhjólahjálma

Rauða kross deildin á Seyðisfirði heimsótti krakkana í Seyðisfjarðarskóla á hinum árlega hjólreiðadegi sem haldinn var þann 21. maí. 

29. apr. 2009 : Kynning á því sem er í boði í Fjarðabyggð

Í gangi er kynningarfundarröð í Fjarðabyggð fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins. Sigríður Herdís Pálsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins sér um fundina en hún starfar einnig fyrir Fjarðabyggð.

Á kynningarfundina mæta fulltrúar Fjarðabyggðar til að kynna þjónustu sveitarfélagsins og fulltrúar ýmissa félaga s.s íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og ýmissa klúbba. Einnig mæta fulltrúar Fjölmenningarseturs og Þekkingarnetsins til að kynna sína þjónustu á fundunum. Fyrsti fundurinn var í gær á Reyðarfirði en næstu fundir eru á Eskifirði í dag klukkan 17 og Neskaupsstað á morgun, fimmtudag, klukkan 17, báðir í grunnskólunum á stöðunum.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.

26. mar. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Egilsstöðum

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og sóttu það18 manns frá Eskifirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þátttakendur voru að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar, aðrir að koma í fyrsta sinn.

Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum þar sem þátttakendur æfðu sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

12. mar. 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

12. mar. 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

27. jan. 2009 : Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar

Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.

Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.

27. jan. 2009 : Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar

Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.

Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.

22. des. 2008 : Sparifötum safnað á Fáskrúðsfirði

Formaður Fáskrúðsfjarðardeildar Rauða krossins, Halldór U. Snjólaugsson, tók að sér að selja smákökur fyrir foreldrafélag leikskólans á jólamarkaði sem haldinn var í Glaðheimum

21. nóv. 2008 : Haustfagnaður

Deildir Rauða krossins á Suðurfjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, halda árlega Haustfagnað fyrir eldri borgara á svæðinu og skiptast deildirnar á að vera gestgjafar.  Að þessu sinni varð það Stöðvarfjarðardeild sem hélt Haustfagnaðinn og var hann í safnaðarheimili Stöðvarfjarðarkirkju.

Um fimmtíu manns mættu en m.a. sungu yngstu nemendur grunnskólans fyrir gesti og svæðisfulltrúi kynnti verkefnið Föt sem framlag.  Til sýnis voru gamlar atvinnu- og mannlífsmyndir og níu hlutu vinning í happdrætti sem haldið var í tilefni dagsins.

19. nóv. 2008 : Skemmtun eldri borgara á Stöðvarfirði

Rauða kross deildirnar á Austurlandi; Breiðdalsdeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild héldu árlega skemmtun fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu á Stöðvarfirði á sunnudaginn.

17. nóv. 2008 : Jólamarkaður

Hinn árlegi jólamarkaður verður haldinn í Grunnskóla Stöðvarfjarðar sunnudaginn 23 nóvember frá kl. 14 – 17

Rauði krossinn verður með sinn árlega fatamarkað á staðnum.
Tónskólinn skemmtir á milli 14,30 og 15.

7. nóv. 2008 : Mentoranámskeið á Reyðarfirði

Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð héldu námskeiðið Félagsvinur – mentor er málið í Grunnskólanum á Reyðarfirði um síðustu helgi. 13 konur sem áhuga hafa á að gerast Mentorar tóku þátt í námskeiðinu.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.

24. okt. 2008 : Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.

Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.

Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.

21. okt. 2008 : Svæðisfundur deilda á Austfjörðum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði og mættu fulltrúar frá sjö deildum af 11. Pétur Karl Kristmundsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Stærsta verkefnið er stuðningur við skyndihjálparhóp ungmenna sem stækkaði mikið síðasta ár. Svæðissjóður styður við bakið á stuðningshópum geðfatlaðra og aðstandendum þeirra og eru sex hópar starfandi á Austurlandi. Fræðslufundur var haldinn fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál og á döfinni er námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra. Stutt hefur verið við vetrarstarf ungmenna og vinadeildasamband Rauða kross deilda á Austurlandi byrjar í Malaví í vetur en stefnt er að heimsókn sjálfboðaliða þangað á næsta ári.

10. okt. 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

5. okt. 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

27. ágú. 2008 : Fjölmenningardagur á Austurlandi

Rauði krossinn tók þátt í Fjölmenningardeginum „Ormsteiti” sem haldinn var á Egilsstöðum í síðustu viku.

30. apr. 2008 : Handóðar konur á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins hélt lokahóf fyrir þá sjálfboðaliða sem eru í verkefninu „Föt sem framlag”. Voru afurðir vorannar til sýnis og boðið var uppá kaffi og meðlæti.

„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”

Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.

30. apr. 2008 : Handóðar konur á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins hélt lokahóf fyrir þá sjálfboðaliða sem eru í verkefninu „Föt sem framlag”. Voru afurðir vorannar til sýnis og boðið var uppá kaffi og meðlæti.

„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”

Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.