15. okt. 2004 : Góðir gestir frá Suður-Afríku

Stöðvarfjarðardeild RKÍ fékk góða gesti í heimsókn í september. Similo og  Fernel frá Suður-Afríku komu til okkar eftir að hafa verið með um þrjátíu öðrum  ungmennum í alþjóðlegum sumarbúðum á Snæfellsnesi.  Þeir félagar eru frá Höfðaborg (Cape Town) sem er á syðsta oddi Suður-Afríku og  eru báðir leiðtogar í starfi RKÍ í heimaborg sinni. Í augum okkar venjulegra  Íslendinga eru þeir eins: Afríkubúar! Uppruni þeirra er þó ólíkur. Fernel er  "litaður" ("coloured"), sem þýðir að
hann er af indversk-evrópskum uppruna, en Similo er "svartur" ("black/kafee") sem merkir að hann er suður-afrískur í húð og hár. Þeir tala sitt hvor tungumálið, annars vegar afrikaan og hins vegar xhosa. Sín á milli hafa þeir síðan þróað sitt eigið tungumál, blöndu beggja málanna, sem þeir halda að enginn skilji nema þeir tveir!

15. okt. 2004 : Þjóðahátíð

Þjóðahátíð Austurlands var haldin í þriðja sinn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, sunnudaginn 12. september sl. Hátíðin hefur áður verið haldin á Reyðarfirði og Seyðisfirði, en ákveðið var að hafa hana á Egilsstöðum þar sem fjölgun útlendinga hefur orðið á svæðinu vegna framkvæmdanna á Kárahnjúkum. Sýndu þeir hátíðinni mikinn áhuga og tóku þátt í henni með mikilli ánægju.

15. okt. 2004 : Mannúð og menning í Austurbyggð

Stöðvarfjarðar- og Fáskrúðsfjarðardeildir RKÍ gengust sameiginlega fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í Austurbyggð dagana 7. - 11. júní sl.  Leiðbeinendur voru Jóhanna Hauksdóttir og Aðalheiður Birgisdóttir.   
 

 

15. okt. 2004 : Alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur á Höfn

Ný aðstaða deildarinnar á Höfn var tekin í notkun 8. maí. Á opnu húsi þennan dag komu tvær dömur frá URKÍ og kynntu starf þeirra. Ungt fólk hefur verið áberandi í starfi deildarinnar nú í haust og voru í meirihluta í hópi þeirra sem gengu til góðs 2. október. Deildin hefur haldið námskeið í sálrænni skyndihjálp sem Margrét Blöndal hefur stýrt. Það er heilmargt framundan á Höfn, námskeið og opin hús einn laugardag í mánuði.