21. nóv. 2005 : Ferjuslysaæfing á Seyðisfirði

Einar Hólm fjöldahjálparstjóri Seyðisfjarðardeildar Rauða kross Íslands skipar sínu liði í hlutverk.
Síðasta laugardag, 19. nóvember, var haldin umfangsmikil ferjuslysaæfing á Seyðisfirði. Æft var eftir séráætlun vegna ferjuslyss á Seyðisfirði undir stjórn Ástríðar Grímsdóttur sýslumanns. Æfð var samvinna viðbragðsaðila á vettvangi, fulltrúa í aðgerðastjórn í héraði og áhöfn samhæfingarstöðvarinnar í Reykjavík.

Klukkan 13:14 barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að hafin væri æfing þar sem komið hafði upp eldur um borð í ferjunni Sky Princess í höfn á Seyðisfirði og að unnið yrði á Neyðarstigi F1 RAUÐUR. Aðgerðastjórn var virkjuð á Egilsstöðum og vettvangsstjórn almannavarna á Seyðisfirði og en Rauða kross deildirnar á svæðinu eiga fulltrúa í þeim. Samhæfingarstöðin í Reykjavík var virkjuð og Hjálparsíminn 1717.  Opnuð var loftbrú milli Egilsstaða og Reykjavíkur til að flytja aðstoðarlið frá sjúkrahúsum og slökkviliði austur til aðstoðar og til að flytja sjúklinga í aðra landshluta.

9. nóv. 2005 : Þær styrktu Rauða krossinn

Þær Ingibjörg Ósk Helgadóttir 10 ára og Telma Ósk Einarsdóttir 12 ára héldu Tombólu á Eskifirði um daginn og gáfu ágóðann til styrktar Rauða krossinum alls 1870 kr. 

Með þeim á myndinni er Formaður Rauðakrossdeildarinnar á Eskifirði Ásta Tryggvadóttir

Rauði krossinn vill þakka þeim stöllum fyrir framlag þeirra.

1. ágú. 2005 : Starfið að undanförnu

6. maí 2005 : Ársskýrsla 2004

6. apr. 2005 : Skyndihjálparnámskeið á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild hélt upprifjunarnámskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og heimaþjónustu á Stöðvarfirði þann 5. apríl.  Námskeiðið var haldið í Grunnskólanum á Stöðvarfirði og var þátttaka mjög góð.  Leiðbeinandi var Óskar Þór Guðmundsson lögreglumaður á Fáskrúðsfirði.

8. mar. 2005 : Þykir vænt um Austfirðinga

Viðtal við Maríu Helenu Haraldsdóttur svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi sem birtist í Austurglugganum.

23. feb. 2005 : Erfitt að hugga fólk sem hefur misst allt

Hildur er sendifulltrúi í Aceh í Indónesíu.

16. feb. 2005 : Fatamarkaður á 80 ára afmæli

Stöðvarfjarðardeild RKÍ heldur uppteknum hætti og bryddaði upp á ýmsum uppákomum fyrir áramótin. Í tengslum við 80 ára afmæli Rauða krossins bauð deildin til kaffisætis og fatamarkaðar, þar sem seldur var notaður fatnaður.  Gerður var góður rómur að uppátækinu sem var vel sótt af heimamönnum og öðrum.