VegaHúsið á Egilsstöðum með félagsstarf fyrir ungar mæður
Tóku mömmurnar þátt í námskeiði í þæfingu sem haldið var á dögunum og tókst það rosalega vel. Upp úr jólum verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið með leiðbeinanda frá Rauða krossinum.
Heimsókavinir á Stöðvarfirði
Heimsókavinir á Stöðvarfirði
Nýtt spennandi verkefni á Austurlandi
Boðið verður upp á ýmis námskeið, til dæmis að búa til íslenska kjötsúpu, prjóna úr íslensku ullinni og þæfingu. Einnig munu erlendu konurnar koma með eitthvað úr sinni menningu til að deila með öðrum.
Haustfögnuður
Svæðisfundur deilda á Austurlandi
Svæðisfundur deilda á Austurlandi
Aðstoð við aðstandendur vegna eiturefnaslyssins á Eskifirði
![]() |
Fulltrúar Rauða krossins stóðu vaktina í Samhæfingarstöð Almannavarna Ríkislögreglustjórans ásamt fleiri björgunaraðilum. |
Opnaðar voru söfnunarstöðvar á sjúkrahúsinu á Norðfirði og í grunnskólanum á Eskifirði þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála.
Sumarbúðir á Eiðum
![]() |
Sumarbúðagestir, starfsmenn og Bjartmar Guðlaugsson á góðri stund. |
Margt skemmtilegt var í boði þessa viku. Meðal annars bauð Rauða kross deildin á Seyðisfirði hópnum að taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Seyðisfirði. Þar var farið í sjóferð á hraðbát, hægt var að veiða á stöng á bryggjunni og boðið var uppá grillaðan fisk af ýmsum tegundum. Á eftir bauð deildin uppá kakó og vöfflur.
Viðbrögð við flugslysi æfð á Hornafjarðarflugvelli
![]() |
?Farþegi" í umsjón Rauða krossins. |
Í upphafi aðgerða skipaði Þógunnur Traustadóttir formaður neyðarnefndar Hornafjarðardeildar sjálfboðaliðunum niður á nokkrar starfsstöðvar og stjórnaði þeim svo með styrkri hendi. Nokkrir sjálfboðaliðar fóru út á flugvöll þar sem þeir hlúðu meðal annars að lítið slösuðum.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Breiðdalsvík
Deild Rauða krossins á Breiðdalsvík brást við þegar kviknaði í frystihúsinu á staðnum í gærkvöldi. Rýmd voru fjórtán hús þar sem búa alls 23 einstaklingar. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og mættu þangað þeir aðilar sem ekki fóru til vina og ættingja.
Sex sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku þátt í aðgerðinni sem gekk vel því fólk var rólegt. Fólk mátti ekki fara heim fyrr en í dag og útvegaðir Rauða kross deildin þeim íbúum sem á þurftu að halda gistingu.
Rauði krossinn fékk hótelið að láni til að veita slökkviliðinu og öðru björgunarfólki veitingar.
Gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum
![]() |
Auður og Kolbrún Rós á Breiðdalsvík gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum í Malawi. |
?Þetta er í annað skipti sem við gefum út blað til styrktar einhverju góðu málefni,? segja þær stöllur. ?Í fyrra gáfum við út blað til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu og seldum það í 75 eintökum. Nokkrum dögum áður en við ákváðum að gera það blað var söfnunarþáttur í sjónvarpinu og okkur langaði að leggja okkar af mörkum svo við bara drifum okkur í blaðaútgáfuna.?
Blaðið seldu þær eins og fyrr segir í 75 eintökum og má því gera ráð fyrir að stærstur hluti heimila í Breiðdalnum hafi keypt eintak.
?Fyrir síðustu jól langaði okkur að gera eitthvað til hjálpar munaðarlausum börnum í heiminum og ákváðum bara að gefa út annað blað.