19. des. 2006 : VegaHúsið á Egilsstöðum með félagsstarf fyrir ungar mæður

Vegahúsið á Egilsstöðum er eitt ungmennahúsa sem Rauði kross Íslands tekur þátt í að reka ásamt sveitarfélaginu. Í nóvember var stofnaður mömmuklúbbur. Allt að 20 mömmur mæta vikulega, alveg í skýjunum með þessa nýju þjónustu á svæðinu.

Tóku mömmurnar þátt í námskeiði í þæfingu sem haldið var á dögunum og tókst það rosalega vel. Upp úr jólum verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið með leiðbeinanda frá Rauða krossinum.

7. des. 2006 : Heimsókavinir á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða kross Íslands bauð nýverið heimsóknavinum sem starfa með eldri borgurum og þeim sem áhuga hafa á að vinna við heimsóknaþjónustu upp á fyrirlestur um Sorg og sorgarviðbrögð eldri borgara. Fyrirlesari var séra Gunnlaugur Stefánsson.

7. des. 2006 : Heimsókavinir á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða kross Íslands bauð nýverið heimsóknavinum sem starfa með eldri borgurum og þeim sem áhuga hafa á að vinna við heimsóknaþjónustu upp á fyrirlestur um Sorg og sorgarviðbrögð eldri borgara. Fyrirlesari var séra Gunnlaugur Stefánsson.

30. nóv. 2006 : Nýtt spennandi verkefni á Austurlandi

Héraðs-og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands og vegaHÚSIÐ sem er ungmennahúsið á Egilsstöðum eru að byrja með nýtt spennandi verkefni. Markmið verkefnisins er að rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna, sérstaklega erlendra kvenna og kynnast menningu ólíkra landa.

Boðið verður upp á ýmis námskeið, til dæmis að búa til íslenska kjötsúpu, prjóna úr íslensku ullinni og þæfingu. Einnig munu erlendu konurnar koma með eitthvað úr sinni menningu til að deila með öðrum.

27. nóv. 2006 : Haustfögnuður

Sunnudaginn 27. nóvember buðu Rauða kross deildirnar á Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði, eldri borgurum til kaffisamsætis í Grunnskólanum á Stöðvarfirði.  Fjölmennt var og mikil gleði ríkti; börn sungu og léku, valinkunnir söngvarar brugðu sér í Idol og Jóna Hall þandi nikkuna við góðar umdirtektir.

12. okt. 2006 : Svæðisfundur deilda á Austurlandi

Laugardaginn 7. október héldu Rauða kross deildir á Austurlandi svæðisfund á Eskifirði. Mættir voru fulltrúar frá átta deildum auk Ómars H. Kristmundssonar formanns og Kristjáns Sturlusonar framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Áður en svæðisfundur byrjaði var haldið deildarnámskeið þar sem þátttakendur fengu fræðslu um störf og stefnu félagsins hjá Konráði Kristjánssyni verkefnisstjóra. Á svæðisfundinum kynnti Kristján Sturluson niðurstöður könnunar sem Rauði krossinn gerði „Hvar þrengir að ?” og Ómar H. Kristmundsson kynnti fyrir fundarmönnum endurskoðun stefnu félagsins samkvæmt samþykktum aðalfundar. Á eftir var fundarmönnum skipt upp í vinnuhópa þar sem þeim var falið að svara nokkrum spurningum sem vera á innlegg í vinnu nefndar sem verður stofnuð til að vinna að endurskoðuninni. Þóra Björk Nikulásdóttir í Stöðvarfjarðardeild var tilnefnd í nefndina sem fulltrúi Austurlands.

5. okt. 2006 : Svæðisfundur deilda á Austurlandi

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Stöðvarfirði, laugardaginn 5. nóvember.  Til stóð að halda deildanámskeið þennan sama dag, en því miður gat ekki af því orðið. 

16. ágú. 2006 : Börn og umhverfi

27. jún. 2006 : Aðstoð við aðstandendur vegna eiturefnaslyssins á Eskifirði

Fulltrúar Rauða krossins stóðu vaktina í Samhæfingarstöð Almannavarna Ríkislögreglustjórans ásamt fleiri björgunaraðilum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Eskifirði og í Neskaupstað voru í viðbragðstöðu um leið og fréttist af  eiturefnaslysinu við sundlaugina í Eskifirði, þegar klórgas fór út í andrúmsloftið vegna mistaka. Fjöldi fólks var í sundlauginni og skapaðist þar mikil hætta. Um 30 manns urðu fyrir eitrunaráhrifum, en enginn er þó í lífshættu.

Opnaðar voru söfnunarstöðvar á sjúkrahúsinu á Norðfirði og í grunnskólanum á Eskifirði þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála. 

21. jún. 2006 : Sumarbúðir á Eiðum

Sumarbúðagestir, starfsmenn og Bjartmar Guðlaugsson á góðri stund.
Sumarbúðir fyrir fatlaða einstaklinga voru starfræknar í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum dagana 8. ? 15. júní sl. á vegum deilda Rauða krossins á Austurlandi og Aðalheiðar Bragadóttur þroskaþjálfa.

Margt skemmtilegt var í boði þessa viku. Meðal annars bauð Rauða kross deildin á Seyðisfirði hópnum að taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Seyðisfirði. Þar var farið í sjóferð á hraðbát, hægt var að veiða á stöng á bryggjunni og boðið var uppá grillaðan fisk af ýmsum tegundum. Á eftir bauð deildin uppá kakó og vöfflur.

15. maí 2006 : Viðbrögð við flugslysi æfð á Hornafjarðarflugvelli

?Farþegi" í umsjón Rauða krossins.
Hornafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í samhæfingastöð almannavarna tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Hornafjarðarflugvelli þann 13. maí.

Í upphafi aðgerða skipaði Þógunnur Traustadóttir formaður neyðarnefndar Hornafjarðardeildar sjálfboðaliðunum niður á nokkrar starfsstöðvar og stjórnaði þeim svo með styrkri hendi. Nokkrir sjálfboðaliðar fóru út á flugvöll þar sem þeir hlúðu meðal annars að lítið slösuðum.

15. mar. 2006 : Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Breiðdalsvík

Deild Rauða krossins á Breiðdalsvík brást við þegar kviknaði í frystihúsinu á staðnum í gærkvöldi. Rýmd voru fjórtán hús þar sem búa alls 23 einstaklingar. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og mættu þangað þeir aðilar sem ekki fóru til vina og ættingja.

Sex sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku þátt í aðgerðinni sem gekk vel því fólk var rólegt. Fólk mátti ekki fara heim fyrr en í dag og útvegaðir Rauða kross deildin þeim íbúum sem á þurftu að halda gistingu.

Rauði krossinn fékk hótelið að láni til að veita slökkviliðinu og öðru björgunarfólki veitingar.  

2. feb. 2006 : Gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum

Auður og Kolbrún Rós á Breiðdalsvík gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum í Malawi.
Auður Hermannsdóttir og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir eru 12 ára stelpur í Grunnskólanum á Breiðdalsvík sem sannarlega sitja ekki auðum höndum eftir skóla. Fyrir síðustu jól gáfu stelpurnar út jólablað til styrktar Rauða krossi Íslands.

?Þetta er í annað skipti sem við gefum út blað til styrktar einhverju góðu málefni,? segja þær stöllur. ?Í fyrra gáfum við út blað til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu og seldum það í 75 eintökum. Nokkrum dögum áður en við ákváðum að gera það blað var söfnunarþáttur í sjónvarpinu og okkur langaði að leggja okkar af mörkum svo við bara drifum okkur í blaðaútgáfuna.? 

Blaðið seldu þær eins og fyrr segir í 75 eintökum og má því gera ráð fyrir að stærstur hluti heimila í Breiðdalnum hafi keypt eintak.

?Fyrir síðustu jól langaði okkur að gera eitthvað til hjálpar munaðarlausum börnum í heiminum og ákváðum bara að gefa út annað blað.