2. feb. 2006 : Gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum

Auður og Kolbrún Rós á Breiðdalsvík gáfu út blað til styrktar munaðarlausum börnum í Malawi.
Auður Hermannsdóttir og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir eru 12 ára stelpur í Grunnskólanum á Breiðdalsvík sem sannarlega sitja ekki auðum höndum eftir skóla. Fyrir síðustu jól gáfu stelpurnar út jólablað til styrktar Rauða krossi Íslands.

?Þetta er í annað skipti sem við gefum út blað til styrktar einhverju góðu málefni,? segja þær stöllur. ?Í fyrra gáfum við út blað til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu og seldum það í 75 eintökum. Nokkrum dögum áður en við ákváðum að gera það blað var söfnunarþáttur í sjónvarpinu og okkur langaði að leggja okkar af mörkum svo við bara drifum okkur í blaðaútgáfuna.? 

Blaðið seldu þær eins og fyrr segir í 75 eintökum og má því gera ráð fyrir að stærstur hluti heimila í Breiðdalnum hafi keypt eintak.

?Fyrir síðustu jól langaði okkur að gera eitthvað til hjálpar munaðarlausum börnum í heiminum og ákváðum bara að gefa út annað blað.