27. jún. 2006 : Aðstoð við aðstandendur vegna eiturefnaslyssins á Eskifirði

Fulltrúar Rauða krossins stóðu vaktina í Samhæfingarstöð Almannavarna Ríkislögreglustjórans ásamt fleiri björgunaraðilum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Eskifirði og í Neskaupstað voru í viðbragðstöðu um leið og fréttist af  eiturefnaslysinu við sundlaugina í Eskifirði, þegar klórgas fór út í andrúmsloftið vegna mistaka. Fjöldi fólks var í sundlauginni og skapaðist þar mikil hætta. Um 30 manns urðu fyrir eitrunaráhrifum, en enginn er þó í lífshættu.

Opnaðar voru söfnunarstöðvar á sjúkrahúsinu á Norðfirði og í grunnskólanum á Eskifirði þar sem aðstandendur fórnarlamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála. 

21. jún. 2006 : Sumarbúðir á Eiðum

Sumarbúðagestir, starfsmenn og Bjartmar Guðlaugsson á góðri stund.
Sumarbúðir fyrir fatlaða einstaklinga voru starfræknar í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum dagana 8. ? 15. júní sl. á vegum deilda Rauða krossins á Austurlandi og Aðalheiðar Bragadóttur þroskaþjálfa.

Margt skemmtilegt var í boði þessa viku. Meðal annars bauð Rauða kross deildin á Seyðisfirði hópnum að taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Seyðisfirði. Þar var farið í sjóferð á hraðbát, hægt var að veiða á stöng á bryggjunni og boðið var uppá grillaðan fisk af ýmsum tegundum. Á eftir bauð deildin uppá kakó og vöfflur.