30. nóv. 2006 : Nýtt spennandi verkefni á Austurlandi

Héraðs-og Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands og vegaHÚSIÐ sem er ungmennahúsið á Egilsstöðum eru að byrja með nýtt spennandi verkefni. Markmið verkefnisins er að rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna, sérstaklega erlendra kvenna og kynnast menningu ólíkra landa.

Boðið verður upp á ýmis námskeið, til dæmis að búa til íslenska kjötsúpu, prjóna úr íslensku ullinni og þæfingu. Einnig munu erlendu konurnar koma með eitthvað úr sinni menningu til að deila með öðrum.

27. nóv. 2006 : Haustfögnuður

Sunnudaginn 27. nóvember buðu Rauða kross deildirnar á Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði, eldri borgurum til kaffisamsætis í Grunnskólanum á Stöðvarfirði.  Fjölmennt var og mikil gleði ríkti; börn sungu og léku, valinkunnir söngvarar brugðu sér í Idol og Jóna Hall þandi nikkuna við góðar umdirtektir.