18. maí 2007 : Seyðisfjarðardeild afhendir hjálma

Seyðisfjarðardeild Rauða krossins afhenti nemendum sem hefja grunnskólanám í haust reiðhjólahjálma í gær á fjölskyldudegi foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla. Lögreglan kom og fór yfir hjól krakkanna.

Hefð er fyrir því að deildin gefi elstu börnunum á leikskólanum reiðhjólahjálma á þessum degi.

Einar Hólm formaður og Ólafía stjórnarmaður eru með hluta af börnum á myndinni.

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

3. maí 2007 : Skyndihjálparhópur ungmenna á Egilsstöðum

Stofnaður var skyndihjálparhópur ungmenna í vegaHúsinu á Egilsstöðum 25. apríl á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða kross Íslands.