14. des. 2007 : Fatamarkaður á Egilsstöðum

Rauða kross deildir á Austurlandi stóðu fyrir fatamarkaði á Egilsstöðum dagana 8. og 9. desember.

Ágóðinn af sölunni rennur til styrktar fólki sem smitað er af alnæmi í Suður-Afríku en Rauði krossinn á Austurlandi er í vinadeildarsamstarfi við deild í Western-Cape í Suður-Afríku. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í fatamarkaðnum og gekk salan vel.