22. des. 2008 : Sparifötum safnað á Fáskrúðsfirði

Formaður Fáskrúðsfjarðardeildar Rauða krossins, Halldór U. Snjólaugsson, tók að sér að selja smákökur fyrir foreldrafélag leikskólans á jólamarkaði sem haldinn var í Glaðheimum

21. nóv. 2008 : Haustfagnaður

Deildir Rauða krossins á Suðurfjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, halda árlega Haustfagnað fyrir eldri borgara á svæðinu og skiptast deildirnar á að vera gestgjafar.  Að þessu sinni varð það Stöðvarfjarðardeild sem hélt Haustfagnaðinn og var hann í safnaðarheimili Stöðvarfjarðarkirkju.

Um fimmtíu manns mættu en m.a. sungu yngstu nemendur grunnskólans fyrir gesti og svæðisfulltrúi kynnti verkefnið Föt sem framlag.  Til sýnis voru gamlar atvinnu- og mannlífsmyndir og níu hlutu vinning í happdrætti sem haldið var í tilefni dagsins.

19. nóv. 2008 : Skemmtun eldri borgara á Stöðvarfirði

Rauða kross deildirnar á Austurlandi; Breiðdalsdeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild héldu árlega skemmtun fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu á Stöðvarfirði á sunnudaginn.

17. nóv. 2008 : Jólamarkaður

Hinn árlegi jólamarkaður verður haldinn í Grunnskóla Stöðvarfjarðar sunnudaginn 23 nóvember frá kl. 14 – 17

Rauði krossinn verður með sinn árlega fatamarkað á staðnum.
Tónskólinn skemmtir á milli 14,30 og 15.

7. nóv. 2008 : Mentoranámskeið á Reyðarfirði

Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð héldu námskeiðið Félagsvinur – mentor er málið í Grunnskólanum á Reyðarfirði um síðustu helgi. 13 konur sem áhuga hafa á að gerast Mentorar tóku þátt í námskeiðinu.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.

24. okt. 2008 : Heimsóknanámskeið á Fljótsdalshéraði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið í Kirkjuselinu í Fellabæ í samvinnu við Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins og safnaða Þjóðkirkjunnar í Eiða-, Vallanes og Valþjófsstaðarprestakalli.

Undanfarin ár hefur heimsóknaþjónustuhópur starfað í Egilsstaðakirkju og hafa félagar í hópnum bæði sótt einstaklinga heim og stuðlað að samverustundum á sjúkrahúsinu og á sambýli aldraðra.

Rauði krossinn hefur það á stefnuskrá sinni að rjúfa einangrun þeirra sem einhverra hluta vegna búa við einsemd og einangrun og því hafa þessir tveir aðilar ákveðið að vinna saman að verkefninu HEIMSÓKNAVINIR.

21. okt. 2008 : Svæðisfundur deilda á Austfjörðum

Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi var haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði og mættu fulltrúar frá sjö deildum af 11. Pétur Karl Kristmundsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Stærsta verkefnið er stuðningur við skyndihjálparhóp ungmenna sem stækkaði mikið síðasta ár. Svæðissjóður styður við bakið á stuðningshópum geðfatlaðra og aðstandendum þeirra og eru sex hópar starfandi á Austurlandi. Fræðslufundur var haldinn fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál og á döfinni er námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra. Stutt hefur verið við vetrarstarf ungmenna og vinadeildasamband Rauða kross deilda á Austurlandi byrjar í Malaví í vetur en stefnt er að heimsókn sjálfboðaliða þangað á næsta ári.

10. okt. 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

5. okt. 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

27. ágú. 2008 : Fjölmenningardagur á Austurlandi

Rauði krossinn tók þátt í Fjölmenningardeginum „Ormsteiti” sem haldinn var á Egilsstöðum í síðustu viku.

30. apr. 2008 : Handóðar konur á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins hélt lokahóf fyrir þá sjálfboðaliða sem eru í verkefninu „Föt sem framlag”. Voru afurðir vorannar til sýnis og boðið var uppá kaffi og meðlæti.

„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”

Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.

30. apr. 2008 : Handóðar konur á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins hélt lokahóf fyrir þá sjálfboðaliða sem eru í verkefninu „Föt sem framlag”. Voru afurðir vorannar til sýnis og boðið var uppá kaffi og meðlæti.

„Fimmtán konur eru í hópnum og hittast þær einu sinni í viku og prjóna og sauma föt og teppi fyrir börn,” segir Borghildur Jóna Árnadóttir hópstjóri. „Það er mikill áhugi og hugur í konunum og þó að þær komi ekki saman í sumar þá ætla þær að halda áfram heima hjá sér og safna lager fyrir haustið.”

Stærsti hluti afurðanna fer til barna í Gambíu en einnig í Rauða kross búðirnar í Reykjavík og Hafnarfirði.

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007

21. feb. 2008 : Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa

Það var oft handagangur í öskjunni hjá skyndihjálparhópum Reykjavíkurdeildar og ungmenna á Austurlandi í sameiginlegri æfingarferð þeirra um síðustu helgi í Alviðru í Ölfusi.

19. feb. 2008 : Aðalfundur Vopnafjarðardeildar

Vopnafjarðardeild Rauða kross Íslands hélt aðalfund þann 16. febrúar síðastliðinn. Farið var yfir ársreikninga, skýrslu formanns og verkefnaáætlun kynnt.

4. feb. 2008 : Þjónusta við nýbúa í bókasafninu á Egilsstöðum

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins, í samstarfi við Sóroptimistakonur og  Norræna félagið á Austurlandi, opnuðu þjónustu við erlenda nýbúa í bókasafninu á Egilsstöðum 31. janúar.

 

Sjálfboðaliðar frá félögunum munu skiptast á að vera í bókasafninu einu sinni í viku á fimmtudögum milli klukkan 17 og 19 með kynningu á íslensku samfélagi, upplýsingaþjónustu og fleira. 

Í tilefni opnunarinnar gáfu Sóroptimistakonur bókasafninu bækur á pólsku, hjón frá Finnlandi sungu og spiluðu og lesið var upp úr erlendum bókum á pólsku og þýsku.

24. jan. 2008 : VegaHÚSIÐ á Egilsstöðum komið í stærra húsnæði

VegaHÚSIÐ var enduropnað í Sláturhúsinu sem er menningarsetur Fljótsdalshéraðs 22. janúar og í tilefni þess var haldin hátíð þar sem bæjarbúar fjölmenntu.

16. jan. 2008 : Fatapakkar og íslenskukennsla

Nokkrar röskar konur í félagi eldri borgara á Eskifirði hittast tvisvar í viku til að prjóna og sauma. Afraksturinn fer í verkefnið Föt sem framlag sen Rauða kross deild Eskifjarðar fór af stað með síðastliðið haust. Nú þegar hafa þær klárað 43 fatapakka.

Þeir sem áhuga hafa á að vera með í verkefninu geta mætt á þriðjudögum klukkan 2 í Melbæ, félagi eldri borgara.

Þetta er ekki eina verkefnið sem þessar duglegu konur vinna að því tvisvar í viku milli klukkan 7 og 9 leiðbeina þær pólskum starfsmönnum sem búa á Eskifirði íslensku fyrir fræðslunet Austurlands í samstarfi við vinnuveitendur þeirra.