21. nóv. 2008 : Haustfagnaður

Deildir Rauða krossins á Suðurfjörðum, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík, halda árlega Haustfagnað fyrir eldri borgara á svæðinu og skiptast deildirnar á að vera gestgjafar.  Að þessu sinni varð það Stöðvarfjarðardeild sem hélt Haustfagnaðinn og var hann í safnaðarheimili Stöðvarfjarðarkirkju.

Um fimmtíu manns mættu en m.a. sungu yngstu nemendur grunnskólans fyrir gesti og svæðisfulltrúi kynnti verkefnið Föt sem framlag.  Til sýnis voru gamlar atvinnu- og mannlífsmyndir og níu hlutu vinning í happdrætti sem haldið var í tilefni dagsins.

19. nóv. 2008 : Skemmtun eldri borgara á Stöðvarfirði

Rauða kross deildirnar á Austurlandi; Breiðdalsdeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild héldu árlega skemmtun fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu á Stöðvarfirði á sunnudaginn.

17. nóv. 2008 : Jólamarkaður

Hinn árlegi jólamarkaður verður haldinn í Grunnskóla Stöðvarfjarðar sunnudaginn 23 nóvember frá kl. 14 – 17

Rauði krossinn verður með sinn árlega fatamarkað á staðnum.
Tónskólinn skemmtir á milli 14,30 og 15.

7. nóv. 2008 : Mentoranámskeið á Reyðarfirði

Rauða kross deildirnar í Fjarðabyggð héldu námskeiðið Félagsvinur – mentor er málið í Grunnskólanum á Reyðarfirði um síðustu helgi. 13 konur sem áhuga hafa á að gerast Mentorar tóku þátt í námskeiðinu.

Hugmyndafræði verkefnisins byggir á nokkurs konar námssambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá heimalandinu (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman innlendar konur og konur af erlendum uppruna sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu hjá konum af erlendum uppruna, bæði þeim og íslensku samfélagi til framdráttar.