22. des. 2009 : Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn

Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.

„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.

22. des. 2009 : Gjöf frá Norðlenska til Rauða krossins á Höfn

Fulltrúar Norðlenska afhentu í gær Rauða krossinum á Höfn í Hornafirði 10 matarpakka að gjöf og verður kræsingunum komið til þeirra sem eru þurfandi. Norðlenska hefur haft þetta fyrir sið undanfarin sex ár, í stað þess að senda jólakort, og hefur það mælst mjög vel fyrir.

„Við ákváðum fyrir sex árum að senda ekki jólakort heldur gefa peninga eða matarpakka til félaga sem koma þeim í hendur þeirra sem eru þurfandi. Við höfum gert þetta á þeim stöðum þar sem við erum með starfsemi," segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska.

15. des. 2009 : Fjarðabyggð veitir Rauða krossinum styrk

Fjarðabyggð veitti Rauða kross deildunum í Fjarðabyggð styrk að upphæð 500.000 krónur sem notaður verður í þágu þeirra sem á þurfa að halda um hátíðarnar.

Við afhendingu styrksins sagði Helga Jónsdóttir bæjarstjóri: „Rauði krossinn hefur um árabil veitt þeim sem mest þurfa á að halda stuðning um jól og áramót. Um leið og Rauða kross deildunum er óskað gæfu og farsældar á nýju ári eru þær beðnar um að ráðstafa styrknum til þeirra sem á liðsinni þurfa að halda um þessi jól.“ „Blessun fylgi starfi Rauða krossins,“ segir Helga.
 

14. des. 2009 : Samstarf Rauða krossins og Fjarðabyggðar

Fimm deildir Rauða kross Íslands í Fjarðabyggð; Eskifjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild, Norðfjarðardeild, Reyðarfjarðardeild og Stöðvarfjarðardeild hafa gert samning við sveitarfélagið Fjarðbyggð. Samningurinn er framhald á samningi sem gerður var þann 14. febrúar 2008, með viðeigandi breytingum í samræmi við breyttar aðstæður og gildir hann til ársloka 2011.

Innihald samningsins er að Rauða kross deildirnar vinni áfram með Fjarðabyggð að móttöku nýrra íbúa og þjónustu við þá. Nýir íbúar í Fjarðabyggð eru sóttir heim, boðnir velkomnir og þeim færður lykill að Fjarðabyggð ásamt handbók með upplýsingum um þjónustu í sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri Rauða krossins er Sigríður Herdís Pálsdóttir. Auk þess að annast móttöku nýrra íbúa mun hún vinna náið með deildunum að þeim verkefnum sem þær eru að vinna að á hverjum stað og kemur að fræðslu og námskeiðahaldi.

3. des. 2009 : Stóra Rauða kross búðin opnar á Eskifirði

Rauði krossinn opnaði fatamarkað á Eskifirði síðasta laugardag. Markaðurinn er á efri hæð í húsi Samkaupa en þar er Rauða kross deildin á Eskifirði að koma sér fyrir í nýju húsnæði.

Markaðurinn verður opinn á laugardögum til að byrja með en hann er hinn glæsilegasti og hægt að gera góð kaup.

Í nýja húsnæði deildarinnar er aðstaða fyrir verkefnið verkefnið Föt sem framlag en þar eru útbúnir fatapakkar fyrir ungbörn sem sendir eru til Malaví og Gambíu.

Í Fjarðarbyggð er einnig Rauða kross búð á Stöðvarfirði. Hún er staðsett að Fjarðarbraut 48 og er opin mánudaga klukkan 19:30-22 og laugardaga klukkan 14-16.

23. nóv. 2009 : Fatamarkaður Rauða krossins á Eskifirði

Á dögum myrkurs á Austurlandi var Rauða kross deildin á Eskifirði með fatamarkað í félagsheimili Eskfirðinga, Valhöll. Pokinn var seldur á kr. 500 og mætti fjöldi fólks. Markaðurinn var kynning á þessu nýja verkefni deildarinnar.

Formlega verður markaðurinn opnaður í lok nóvember á efri hæðinni hjá Samkaupum og verður opinn nokkra daga í hverri viku í náinni framtíð.

Undanfarið hafa sjálfboðaliðar deildarinnar unnið hörðum höndum við að standsetja húsnæðið.

Þess má geta að sömu helgi voru Eskfirðingar með „ástarhelgi" og voru uppákomur um allan bæ.

19. nóv. 2009 : Ungbarnapakkar frá Austurlandi til Hvítarússlands

Rauði krossinn á Austurlandi tók á móti 67 ungbarnabökkum af Kvenfélaginu í Hróarstungu sem ætlaðir eru börnum í Hvítarússlandi. 

11. nóv. 2009 : Heimsóknahundur tekur til starfa í Fjarðabyggð

Vaskur er þriggja ára, ástralskur fjárhundur, sem tók nýlega til starfa sem sjálfboðaliði Rauða krossins í Fjarðabyggð. Hann er fyrsti heimsóknahundurinn utan höfuðborgarsvæðis en heimsóknahundar hafa starfað þar í nokkur ár. 

Fyrsta heimsókn Vasks var á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali á Fáskrúðsfirði og gekk mjög vel. Hann „spjallaði" við heimilismenn sem tóku honum afskaplega vel og gáfu honum hundanammi. Þetta var skemmtileg heimsókn og Vaskur kunni athyglinni vel og hafði lítið fyrir því að heilla heimilisfólk á Uppsölum.

5. nóv. 2009 : Þjóðahátíð Austfirðinga á Vopnafirði

Þjóðahátíð Austfirðinga var haldin í grunnskólanum á Vopnafirði á laugardaginn. Fulltrúar 12 þjóðlanda kynntu menningu sína og matarhefðir. 

14. okt. 2009 : Sjálfboðaliðar frá Alcoa vinna fyrir Rauða krossinn

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls lögðu hönd á plóg og unnu sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn dag einn í október. Er þetta gert til að sína að starfsmenn fyrirtækisins séu tilbúnir að endurgjalda samfélaginu.

Í þetta sinn nutu fjórar Rauða kross deildir í Fjarðabyggð vinnuframlags  þeirra við fatasöfnun. Á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gengu sjálfboðaliðar  í hús og söfnuðu saman fatapokum frá Fatasöfnun Rauða krossins, á Reyðarfirði og Eskifirði dreifðu sjálfboðaliðarnir pokunum í hús. 

Á Eskifirði komu sjálfboðaliðar saman og máluðu skrifstofu Rauða krossins og festu fatasöfnunargám Rauða krossins við húsið svo hann fyki ekki.

13. okt. 2009 : Svæðisfundur Rauða kross deilda á Austurlandi haldinn þrátt fyrir óveður

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn á laugardaginn á Djúpavogi og mættu fulltrúar sex deilda af ellefu. Áætlað var að halda deildarnámskeið áður en fundur hófst en vegna óveðurs komst leiðbeinandinn Hlér Guðjónsson ekki austur með flugi. Fyrirhugaðir fyrirlestrar frá Erni Ragnarssyni verkefnisstjóra fatasöfnunar og Svövu Traustadóttir varaformanni URKÍ féllu einnig niður vegna sömu orsaka en þrátt fyrir allt þetta var ákveðið að halda fundinn.
Málfríður Björnsdóttir formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára.

Starfs- og fjárhagsáætlun síðasta árs og árið 2010 var tekin fyrir og að því loknu var gengið til kosninga í svæðisráð. Pétur Karl Kristinsson formaður Eskifjarðardeildar lauk setu og inn kom Egill Egilsson formaður Djúpavogsdeildar, Málfríður Björnsdóttir formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar lauk setu sem formaður en situr áfram í eitt ár í ráðinu og við tók Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir varamaður í Reyðarfjarðardeild.

12. sep. 2009 : Umfangsmikil flugslysaæfing á Egilsstöðum

Hérðas- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins tók þátt í flugslysaæfingu sem sett var upp á Egilsstaðaflugvelli í dag. Flugvél með 32 farþega og þrjá í áhöfn átti að hafa hlekkst á við norðurenda flugbrautarinnar þar sem hún brotnaði í tvennt og eldur kom upp.

Sjálfboðaliðar deildarinnar opnuðu söfnunarsvæði aðstandenda þar sem 35 aðstandendur þolenda leituðu aðstoðar. Þar veitti skyndihjálparhópur Rauða krossins einnig skyndihjálp þeim 10 farþegum sem voru minnst slasaðir. Óskað var eftir áfallahjálparteymi úr Reykjavík. Sex þeirra voru strax tilbúnir og áttu að hafa farið austur með ímyndaðri flugvél.

10. sep. 2009 : Grillveisla á Reyðarfirði

Rauðakrossdeild Reyðarfjarðar, BYKO á Reyðarfirði og Rafveita Reyðarfjarðar buðu til heljarmikillar grillveislu í rafveitugilinu um síðustu helgi. Gunnar Th. Gunnarsson átti hugmyndina að hátíðinni og var markmiðið að gefa íbúum á Reyðarfirði kost á að kynnast betur enda hefur orðið mikil fólksfjölgun á Reyðarfirði á undanförnum árum.

Liðlega 300 manns mættu enda var boðið upp á glæsilegar veitingar – heilgrillað naut og pylsur fyrir krakkana. Þegar allir voru orðnir saddir settist fólk upp í gil þar sem sungið var fram á kvöld. Ákveðið hefur verið að stefna að því að bjóða aftur til veislu næsta sumar og þá mæta örugglega allir Reyðfirðingar.

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

26. maí 2009 : Rauði krossinn á Seyðisfirði gefur reiðhjólahjálma

Rauða kross deildin á Seyðisfirði heimsótti krakkana í Seyðisfjarðarskóla á hinum árlega hjólreiðadegi sem haldinn var þann 21. maí. 

29. apr. 2009 : Kynning á því sem er í boði í Fjarðabyggð

Í gangi er kynningarfundarröð í Fjarðabyggð fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins. Sigríður Herdís Pálsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins sér um fundina en hún starfar einnig fyrir Fjarðabyggð.

Á kynningarfundina mæta fulltrúar Fjarðabyggðar til að kynna þjónustu sveitarfélagsins og fulltrúar ýmissa félaga s.s íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og ýmissa klúbba. Einnig mæta fulltrúar Fjölmenningarseturs og Þekkingarnetsins til að kynna sína þjónustu á fundunum. Fyrsti fundurinn var í gær á Reyðarfirði en næstu fundir eru á Eskifirði í dag klukkan 17 og Neskaupsstað á morgun, fimmtudag, klukkan 17, báðir í grunnskólunum á stöðunum.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.

26. mar. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Egilsstöðum

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og sóttu það18 manns frá Eskifirði, Stöðvarfirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu.

Nokkrir þátttakendur voru að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar, aðrir að koma í fyrsta sinn.

Námskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og verklegum æfingum þar sem þátttakendur æfðu sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

12. mar. 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

12. mar. 2009 : Ég vona að við fáum að vera hér sem lengst

Starf Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að deildin fékk húsnæði til afnota. Deildin hefur fengið inni í Heimalundi, tveggja hæða húsi sem áður hýsti skrifstofur útgerðarfélagsins á staðnum.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

27. jan. 2009 : Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar

Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.

Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.

27. jan. 2009 : Heimalundur, nýtt húsnæði Stöðvarfjarðardeildar

Í tilefni þess að Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins er komin í nýtt húsnæði var haldin opnunarhátíð með pomp og prakt á laugardaginn. Boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar og mættu þangað 50 manns. Húsnæðið nefnist Heimalundur og er til húsa að Fjarðabraut 48.

Stöðvarfjarðardeild er ein öflugasta deildin á Austurlandi með fjöldann allan af sjálfboðaliðum. Sjö heimsóknavinir heimsækja aldraða, 14 konur prjóna og sauma föt fyrir börn í Afríku í verkefninu Föt sem framlag. Afurðirnar hafa verið til sýnis hjá deildinni. Fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra frá Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði hittast á Stöðvarfirði og því kemur sér vel að deildin er komin í stórt og gott húsnæði. Ungmennastarfið er öflugt í umsjón Björgvins Vals Guðmundssonar en hann er að hætta og við taka Rósa Valtingojer og Zdenek Paták.