29. apr. 2009 : Kynning á því sem er í boði í Fjarðabyggð

Í gangi er kynningarfundarröð í Fjarðabyggð fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins. Sigríður Herdís Pálsdóttir verkefnisstjóri Rauða krossins sér um fundina en hún starfar einnig fyrir Fjarðabyggð.

Á kynningarfundina mæta fulltrúar Fjarðabyggðar til að kynna þjónustu sveitarfélagsins og fulltrúar ýmissa félaga s.s íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og ýmissa klúbba. Einnig mæta fulltrúar Fjölmenningarseturs og Þekkingarnetsins til að kynna sína þjónustu á fundunum. Fyrsti fundurinn var í gær á Reyðarfirði en næstu fundir eru á Eskifirði í dag klukkan 17 og Neskaupsstað á morgun, fimmtudag, klukkan 17, báðir í grunnskólunum á stöðunum.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.

14. apr. 2009 : Litla Rauða kross búðin á Austurlandi

Á Stöðvarfirði hefur verið opnuð Rauða kross búð sem heimamenn kalla Litlu Rauða kross búðina.