15. des. 2010 : Fatamarkaðir á Austurlandi

Nokkrar deildir Rauða krossins á Austurlandi halda fatamarkaði í desember. Á Egilsstöðum var markaðurinn opinn dagana 3. til 11. desember í sláturhúsinu (menningarhúsinu) á Egilsstöðum á vegum Héraðs- og Borgarfjarðardeildar. Fjöldi sjálfboðaliða sáu um markaðinn og gekk salan mjög vel. Ágóðinn mun skiptast á milli verkefna í Malaví í Afríku og innanlands.

Eskifjarðardeild rekur Stóru Rauða kross búðina sem er opin á laugardögum fram að jólum frá klukkan 10-14. Þar er alltaf verið að taka upp nýjar vörur og einnig eru þeir sem áhuga hafa á sjálfboðnu starfi hvattir til að hafa samband í síma 661 7816. Það er einnig velkomið að hringja ef fólk vanhagar um föt og kemst ekki á laugardaginn.

8. des. 2010 : Sinn er siður í landi hverju

Það var glatt á hjalla um síðustu helgi þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir alþjóðlegri jólaveislu. Gestirnir sem voru frá ýmsum þjóðlöndum komu með góðgæti og kynntu jólasiði frá sínu heimalandi. Einnig voru íslenskir jólaréttir eins og laufabrauð og randakökur á boðstólnum.

Að lokum sameinuðust allir í dansi í kring um jólatréð og sungin voru íslensk jólalög.

30. nóv. 2010 : Eskifjarðardeild gefur endurskinsvörur

Eskifjarðardeild Rauða kross Íslands lagði sitt til umferðaröryggis í bænum með því að færa nemendum grunnskólans endurskinsvesti og endurskinsmerki. 

15. nóv. 2010 : Kaffisamsæti aldraðra á Breiðdalsvík

Rauða kross deildirnar á Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði buðu öldruðum á hið árlega kaffisamsæti á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík á sunnudaginn,  en deildirnar skiptast á að halda samsætið. Komu Fáskrúðsfirðingar og Stöðfirðingar í rútu ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Hótel Bláfell sá um veitingarnar og var glatt á hjalla því þar hittust gamlir kunningjar úr sveitunum.

Unnur Björgvinsdóttir formaður Breiðdalsdeildar las skemmtilegan pistil um fyrstu vegasamgöngur á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar þegar vegur var lagður með ýtum í Kambanesskriðum. Í dag tekur um 10 mínútur að keyra á milli en árið 1962 voru menn klukkutíma og korter að keyra skriðurnar.

2. nóv. 2010 : Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa - Rauði krossinn og Fjarðabyggð í samvinnu

Upplýsingamiðstöð fyrir nýja íbúa er rekin í samvinnu milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Rauða kross deildanna í Fjarðabyggð. Stór hluti starfsmanna Fjarðaráls ásamt starfsmönnum annarra fyrirtækja á svæðinu er aðfluttur inn í fjórðunginn. Greinin birtist í fréttablaði Fjarðaráls.

27. okt. 2010 : Svæðisfundur á Austurlandi haldinn á Norðfirði í blíðskaparveðri

Svæðisfundur deilda á Austurlandi var haldinn að þessu sinni á Norðfirði og mættu fulltrúar frá tíu deildum af ellefu. Fyrir utan venjuleg fundarstörf svæðisfundar voru tvö meginmálefni á dagskrá.

Vinadeildasamstarf hófst fyrir ári síðan við deildina í Mwansa í Malaví svo ekki er komin mikil reynsla á starfið. Rætt var um starfið í vinnuhópum og spurningum svarað.

Annað málefni var stefna Rauða krossins til 2020. Umræðum stjórnuðu Anna Stefánsdóttir formaður og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri. Fulltrúum var skipt upp í hópa þar sem hugmyndir að stefnunni voru ræddar.

17. sep. 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

17. sep. 2010 : Rauðakrossverslanir á Austurlandi

Þrjár deildir Rauða krossins á Austurlandi reka verslanir með notuð föt eða nytjahluti sem hægt er að kaupa á hagstæðu verð. Þær eru staðsettar á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Eskifirði.

Nytjahúsið á Egilsstöðum er staðsett við hlið Gámaþjónustunnar við Tjarnarás. Þar má fá notaðan húsbúnað allt frá teskeiðum til húsgagna. Opið er á miðvikudögum og fimmtudögum á milli 16-18 og laugardaga klukkan 11-14.

2. sep. 2010 : Starfið á árinu 2009

24. jún. 2010 : Prjóna teppi í iðjuþjálfun

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauðakrossins tók á móti fyrsta teppinu sem vistmenn á sjúkrahúsið HSA á Egilsstöðum gerðu fyrir verkefnið Föt sem framlag í samvinnu við Rauða krossinn.

Þegar er byrjað að prjóna fleiri teppi fyrir verkefnið með dyggri aðstoð iðju- og virkniþjálfa.

Teppin fara með í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis. Á síðasta ári voru sendir 4.259 ungbarnapakkar til Hvíta Rússlands og Malaví.

15. jún. 2010 : Nytjahús opnar á Egilsstöðum

Það var mikið um dýrðir þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði nytjahús á Egilsstöðum á laugardaginn í blíðskaparveðri.

26. maí 2010 : Prjóna teppi til að halda sér virkum

Vistmenn af sjúkradeild HSA hafa gengið kröftuglega til liðs við verkefni Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins með því að prjóna teppi. Teppin fara í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag þar sem útbúnir eru fatapakkar til neyðaraðstoðar erlendis.

Margrét Aðalsteinsdóttir annar hópstjóri Rauða krossins í Föt sem framlag hitti prjónahópinn á HSA og skoðaði framleiðslu á fyrstu teppunum. Þau fara í fatapakka sem sendir verða til Malaví.

Margrét er afskaplega ánægð með samstarfið sem kemur sér ákaflega vel fyrir virkni- og iðjuþjálfunarstarf á deildinni.

15. apr. 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

15. apr. 2010 : Börn í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar safna fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða krossins safnað peningum fyrir börn á Haítí sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. Til að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira.

Þegar þau skunduðu í bankann með peningana og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands vildi svo skemmtilega til að Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar, sem einnig er starfsmaður bankans, tók á móti þeim við komuna í bankann.

Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum.

13. apr. 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

13. apr. 2010 : Prjónað til góðs í dagvistinni á Höfn

Sú hefð hefur skapast á dagvist Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn að prjónað er til góðs á föstudögum. Prjónavaran sem kemur úr þeirri vinnu er gefin Rauða krossinum.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður Hornafjarðardeildar heimsótti dagvistina á föstudaginn og tók við 82 sokkapörum, 39 vettlingum, 19 húfum, einni peysu, einum trefli og fjórum þvottapokum. Auk þessa var afhentur peningur fyrir það sem dagvistarfólk hafði þegar selt hjá sér.

Hornafjarðardeild Rauða krossins mun bjóða þessar fallegu og vel unnu prjónavörur til sölu á opnu húsi deildarinnar sem auglýst verður síðar í apríl. Ágóðinn fer allur í Hjálparsjóð. Síðan verður það sem af gengur sent til úthlutunar á vegum fatasöfnunar Rauða krossins.

17. mar. 2010 : Aðalfundarhrinu lokið á Austurlandi

Aðalfundum deilda Rauða krossins á Austurlandi lauk með fjölmennum fundi á Stöðvarfirði. Sérstakir gestir á fundinum voru Halldór U. Snjólaugsson og Esther Brune sem sitja í stjórn Rauða kross Íslands.

Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar flutti skýrslu síðasta árs en þar kom meðal annars fram að deildin flutti í nýtt húsnæði og opnaði fatabúð sem kölluð er Litla Rauða kross búðin. Í haust bættist við lopasala í búðinni sem nýtur vinsælda.

Fjöldi sjálfboðaliða gekk til liðs við deildina og stærsta verkefnið var „Föt sem framlag". Framleiddir voru 74 ungbarnapakkar og þar af fóru 55 pakkar með sendingunni til Hvíta Rússlands í desember.

12. mar. 2010 : Töff krakkar á Rauða kross balli

Þegar Stóra Rauða kross búðin opnaði á Eskifirði kom upp sú hugmynd að halda Rauða kross ball  í Knellunni sem er félagsmiðstöð ungmenna á Eskifirði. Þegar Knellan flutti í nýtt húsnæði á dögunum var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.

Allir ballgestir versluðu sér föt í Stóru Rauða kross búðinni en hagnaðurinn var látinn renna til Knellunnar. Ágóðinn var einnig búðarinnar sem fékk góða auglýsingu fyrir þau fínu föt sem þar fást.

10. mar. 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

10. mar. 2010 : Hönnuðu og teiknuðu lukkumiða til styrktar Haítíbúum

Stór hluti krakkanna í yngri hópi ungmennastarfsins hjá Stöðvarfjarðardeild Rauða krossins kom saman í Heimalundi, húsnæði deildarinnar, til að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda á Haítí. Krakkarnir seldu kaffi og kökur og lukkumiða til stuðnings málefninu, og fengu auk þess allan ágóða af sölu Litlu Rauðakrossbúðarinnar þann daginn. 
 
Krakkarnir hafa verið afar áhugasöm um verkefnið og hönnuðu og teiknuðu til dæmis alla lukkumiðana sjálf. Þeir sem misstu af lukkumiðum á laugardag mega búast við heimsókn frá krökkunum næstu daga því þau ætla að ganga í hús og bjóða fólki þá til kaups. Síðan verður dregið úr seldum miðum í Heimalundi laugardaginn 20. mars.

9. mar. 2010 : Íslenskuæfingar á Reyðarfirði

Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Kirkjunnar á Reyðarfirði bjóða þeim sem vilja æfa sig í íslensku að koma í safnaðarheimilið í spjall og spil á miðvikudagsmorgnum klukkan 10. Allir eru velkomnir hvort sem þeir eru vanir að tala íslensku eða ekki.

Þeir sem vita af útlendingum sem vilja æfa sig í íslensku eru hvattir til þess að láta þá vita af þessum möguleika. Þjálfunin er ókeypis og ekki þarf að skrá sig. Þeir sem hafa lausa stund á miðvikudagsmorgnum og vilja hjálpa fólki að læra íslensku eru líka hjartanlega velkomnir.

2. mar. 2010 : Sköpunargleði í hjálparstarfi

Í félagsstarfi aldraðra á Reyðarfirði er hópur kvenna í prjónahópi. Þær prjóna reglulega saman og senda framleiðsluna í Rauðakrossbúðirnar. Reyðarfjarðardeild Rauða krossins hefur á móti útvegað prjónahópnum garn.

Víða á landinu eru hópar innan félagsstarfs eldri borgara sem gefa Rauða krossinum alls kyns hannyrðir. Afurðirnar fara annað hvort til þróunaraðstoðar eða eru seldar í fatabúðunum þar sem hagnaðurinn er notaður til hjálparstarfs.

25. jan. 2010 : Áramótakveðja frá formanni Stöðvarfjarðardeildar

Við jól og áramót er tilhlýðilegt að líta til baka og skoða það sem gert var á síðasta ári. Um leið og ég sendi nýárskveðjur til allra langar mig að segja frá því sem við í Stöðvarfjarðardeildinni höfum verið að bardúsa á síðasta ári.

Árið 2009 var stórt ár hjá okkur sem hófst með því að þann 6. janúar var okkur tilkynnt að við fengjum íbúðarhúsið Heimalund til afnota. Íbúðalánasjóður á húsið og sýnir okkur þessa rausn.

Við einhentun okkur í að gera húsið klárt, þrífa og laga og koma okkur fyrir. Að því loknu skipulögðum við dagskrá fyrir húsið og þann 24. janúar opnuðum við það með pompi og prakt og komu um 50 manns til okkar í kaffi þann dag.

22. jan. 2010 : Liðsauki, föt og ungmenni

Kynningarfundur fyrir sjálfboðaliðana í liðsaukaverkefninu var haldinn hjá Stöðvarfjarðardeildinni þann 18. janúar og mættu 14 manns.

Tekinn hefur verið inn lopi í Litlu Rauða kross búðinni og hefur það fengið góðan hljómgrunn. Grunnskólastelpur frá 9 ára aldri, eru komnar í hópinn föt sem framlag og mæta annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19.

Ungmennastarfið er að fara af stað aftur og verður t.d. á miðvikudagskvöldum.