25. jan. 2010 : Áramótakveðja frá formanni Stöðvarfjarðardeildar

Við jól og áramót er tilhlýðilegt að líta til baka og skoða það sem gert var á síðasta ári. Um leið og ég sendi nýárskveðjur til allra langar mig að segja frá því sem við í Stöðvarfjarðardeildinni höfum verið að bardúsa á síðasta ári.

Árið 2009 var stórt ár hjá okkur sem hófst með því að þann 6. janúar var okkur tilkynnt að við fengjum íbúðarhúsið Heimalund til afnota. Íbúðalánasjóður á húsið og sýnir okkur þessa rausn.

Við einhentun okkur í að gera húsið klárt, þrífa og laga og koma okkur fyrir. Að því loknu skipulögðum við dagskrá fyrir húsið og þann 24. janúar opnuðum við það með pompi og prakt og komu um 50 manns til okkar í kaffi þann dag.

22. jan. 2010 : Liðsauki, föt og ungmenni

Kynningarfundur fyrir sjálfboðaliðana í liðsaukaverkefninu var haldinn hjá Stöðvarfjarðardeildinni þann 18. janúar og mættu 14 manns.

Tekinn hefur verið inn lopi í Litlu Rauða kross búðinni og hefur það fengið góðan hljómgrunn. Grunnskólastelpur frá 9 ára aldri, eru komnar í hópinn föt sem framlag og mæta annan hvern fimmtudag frá kl. 17-19.

Ungmennastarfið er að fara af stað aftur og verður t.d. á miðvikudagskvöldum.