26. maí 2010 : Prjóna teppi til að halda sér virkum

Vistmenn af sjúkradeild HSA hafa gengið kröftuglega til liðs við verkefni Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins með því að prjóna teppi. Teppin fara í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag þar sem útbúnir eru fatapakkar til neyðaraðstoðar erlendis.

Margrét Aðalsteinsdóttir annar hópstjóri Rauða krossins í Föt sem framlag hitti prjónahópinn á HSA og skoðaði framleiðslu á fyrstu teppunum. Þau fara í fatapakka sem sendir verða til Malaví.

Margrét er afskaplega ánægð með samstarfið sem kemur sér ákaflega vel fyrir virkni- og iðjuþjálfunarstarf á deildinni.