24. jún. 2010 : Prjóna teppi í iðjuþjálfun

Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauðakrossins tók á móti fyrsta teppinu sem vistmenn á sjúkrahúsið HSA á Egilsstöðum gerðu fyrir verkefnið Föt sem framlag í samvinnu við Rauða krossinn.

Þegar er byrjað að prjóna fleiri teppi fyrir verkefnið með dyggri aðstoð iðju- og virkniþjálfa.

Teppin fara með í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis. Á síðasta ári voru sendir 4.259 ungbarnapakkar til Hvíta Rússlands og Malaví.

15. jún. 2010 : Nytjahús opnar á Egilsstöðum

Það var mikið um dýrðir þegar Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins opnaði nytjahús á Egilsstöðum á laugardaginn í blíðskaparveðri.